Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2021 12:00 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir tók við embætti forstjóra Landspítala tímabundið í byrjun október eftir að Páll Matthíasson sagði af sér. vísir/vilhelm Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. Þetta mun þó ekki leysa mönnunarvandann enda ekki hægt að ráða inn 200 nýja erlenda starfsmenn inn á spítalann í einu. Sýnd veiði en ekki gefin Landspítalinn er kominn í viðræður við norrænar ráðningarskrifstofur, sem ganga vel. „En þetta er náttúrulega bara, eins og gefur að skilja, sýnd veiði en ekki gefin vega þess að hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt vinnuafl ekki bara hér á Íslandi heldur líka í öðrum löndum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur beðið vestræn ríki sérstaklega um að vera ekki að laða til sín hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk frá öðrum heimsálfum. „Það er nákvæmlega þess vegna sem við gerum það að leita á norræna ráðningarskrifstofu en ekki annað. Vegna þess að við skiljum mjög vel þetta að vera ekki að sækja hjúkrunarfræðinga í löndum þar sem er skortur á hjúkrunarfræðingum og launin töluvert mikið lægri og vera að kippa fótunum undan því heilbrigðiskerfi,“ segir Guðlaug. Landspítalinn hefur ítrekað sent frá sér neyðarköll vegna mikils álags. Guðlaug Rakel segir vanta 200 nýja hjúkrunarfræðinga svo spítalinn geti starfað eðlilega.Vísir/Vilhelm Hún segir algeran skort á faglærðu fólki á Íslandi og að þess vegna sé leitað út. Það þurfi tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að spítalinn geti sinnt verkefnum sínum eðlilega. Verða að kunna íslensku „Og það að fara og ráða í gegn um ráðningarskrifstofu erlendis frá fyllir aldrei upp í þann kvóta ef maður getur orðað það þannig - bara alls ekki. En það myndi hjálpa okkur sannarlega,“ segir Guðlaug. Enda sé ekki hægt að taka á móti svo mörgum erlendum nýliðum í einu; þeir þurfi að fara í gegn um ákveðið ferli til að fá hjúkrunarleyfi á Íslandi og læra íslensku til að mega starfa á spítalanum. „Þú verður að skilja sjúklingana, númer eitt, tvö og þrjú. Og þú þarft að geta gert þig skiljanlegan á móðurmálinu, það er nú þannig. Og við gerum kröfu um það að hjúkrunarfræðingar hafi lágmarkskunnáttu í íslensku.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þetta mun þó ekki leysa mönnunarvandann enda ekki hægt að ráða inn 200 nýja erlenda starfsmenn inn á spítalann í einu. Sýnd veiði en ekki gefin Landspítalinn er kominn í viðræður við norrænar ráðningarskrifstofur, sem ganga vel. „En þetta er náttúrulega bara, eins og gefur að skilja, sýnd veiði en ekki gefin vega þess að hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt vinnuafl ekki bara hér á Íslandi heldur líka í öðrum löndum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur beðið vestræn ríki sérstaklega um að vera ekki að laða til sín hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk frá öðrum heimsálfum. „Það er nákvæmlega þess vegna sem við gerum það að leita á norræna ráðningarskrifstofu en ekki annað. Vegna þess að við skiljum mjög vel þetta að vera ekki að sækja hjúkrunarfræðinga í löndum þar sem er skortur á hjúkrunarfræðingum og launin töluvert mikið lægri og vera að kippa fótunum undan því heilbrigðiskerfi,“ segir Guðlaug. Landspítalinn hefur ítrekað sent frá sér neyðarköll vegna mikils álags. Guðlaug Rakel segir vanta 200 nýja hjúkrunarfræðinga svo spítalinn geti starfað eðlilega.Vísir/Vilhelm Hún segir algeran skort á faglærðu fólki á Íslandi og að þess vegna sé leitað út. Það þurfi tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að spítalinn geti sinnt verkefnum sínum eðlilega. Verða að kunna íslensku „Og það að fara og ráða í gegn um ráðningarskrifstofu erlendis frá fyllir aldrei upp í þann kvóta ef maður getur orðað það þannig - bara alls ekki. En það myndi hjálpa okkur sannarlega,“ segir Guðlaug. Enda sé ekki hægt að taka á móti svo mörgum erlendum nýliðum í einu; þeir þurfi að fara í gegn um ákveðið ferli til að fá hjúkrunarleyfi á Íslandi og læra íslensku til að mega starfa á spítalanum. „Þú verður að skilja sjúklingana, númer eitt, tvö og þrjú. Og þú þarft að geta gert þig skiljanlegan á móðurmálinu, það er nú þannig. Og við gerum kröfu um það að hjúkrunarfræðingar hafi lágmarkskunnáttu í íslensku.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58
Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42