Aukið álag á barnafjölskyldur í faraldrinum Eiður Þór Árnason skrifar 19. nóvember 2021 10:52 Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fjölskyldulíf landsmanna. Getty/Christopher Hopefitch Fjórðungur barnafjölskyldna hefur fundið fyrir auknu álagi í kórónuveirufaraldrinum. Til samanburðar segjast 10% barnlausra svarenda hafa fundið fyrir auknu álagi. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands sem kannaði í vor hversu miklum tíma fólk varði umönnun og heimilisstörf. Töluverður munur er á svörum eftir því hvort börn eru á heimilinu. Óháð fjölskyldusamsetningu taldi meirihlutinn álag af heimilisstörfum hafi verið svipað og fyrir faraldurinn, eða 76% kvenna og 80% karla. 15% beggja kynna taldi álagið hafa aukist. Meiri fjarvinna virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á það hvernig heimilisstörfum er skipt milli para þar sem 83% einstaklinga með börn og 89% einstaklinga á heimilum án barna sögðu verkaskiptinguna vera svipaða nú og áður. Konur verji að jafnaði meiri tíma í umönnun barna Virðist sem það hafi frekar verið breyting á verkaskiptingu á heimilum með börn en barnlausum þar sem 9% einstaklinga með börn sögðu hana vera jafnari nú en áður, á móti 6% einstaklinga á barnlausum heimilum, og 7% svarenda með börn sögðu hana ójafnari nú en áður á móti 4% barnlausra. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar verja konur um tíu klukkustundum að meðaltali í umönnun barna og annarra ættingja en karlar tæpum átta klukkustundum. „Þetta meðaltal segir þó afar takmarkaða sögu, eins og sést þegar fólk með börn á heimilinu er borið saman við fólk á barnlausum heimilum, en konur og karlar með börn á heimilinu verja 22 og 17 klukkustundum í umönnun á viku á móti ríflega 2 klukkustundum hjá fólki af báðum kynjum sem ekki er með börn,“ segir á vef Hagstofunnar. Karlar sáttari með sitt framlag Um 55% svarenda telja að þau geri um það bil sinn hluta og er ekki munur á því hlutfalli eftir búsetu. Ef litið er til kyns þá eru karlar umtalsvert líklegri til þess að vera sáttir við sitt framlag eða 62% á móti 49% kvenna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að telja sig gera meira en þeim ber því 46% kvenna segjast bera meira en sitt hluta á móti 9% karla. Þá telur næstum þriðjungur karla, eða 29%, að þeir geri minna en þeim ber að gera en aðeins 6% kvenna. Að sögn Hagstofunnar verður að gera greinarmun á sanngirni verkaskiptingar og jöfnuði þar sem báðum aðilum geti fundist það sanngjarnt að annar aðilinn sjái alfarið um heimilið á meðan hinn sinni engum heimilisverkum. Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Sjá meira
Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands sem kannaði í vor hversu miklum tíma fólk varði umönnun og heimilisstörf. Töluverður munur er á svörum eftir því hvort börn eru á heimilinu. Óháð fjölskyldusamsetningu taldi meirihlutinn álag af heimilisstörfum hafi verið svipað og fyrir faraldurinn, eða 76% kvenna og 80% karla. 15% beggja kynna taldi álagið hafa aukist. Meiri fjarvinna virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á það hvernig heimilisstörfum er skipt milli para þar sem 83% einstaklinga með börn og 89% einstaklinga á heimilum án barna sögðu verkaskiptinguna vera svipaða nú og áður. Konur verji að jafnaði meiri tíma í umönnun barna Virðist sem það hafi frekar verið breyting á verkaskiptingu á heimilum með börn en barnlausum þar sem 9% einstaklinga með börn sögðu hana vera jafnari nú en áður, á móti 6% einstaklinga á barnlausum heimilum, og 7% svarenda með börn sögðu hana ójafnari nú en áður á móti 4% barnlausra. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar verja konur um tíu klukkustundum að meðaltali í umönnun barna og annarra ættingja en karlar tæpum átta klukkustundum. „Þetta meðaltal segir þó afar takmarkaða sögu, eins og sést þegar fólk með börn á heimilinu er borið saman við fólk á barnlausum heimilum, en konur og karlar með börn á heimilinu verja 22 og 17 klukkustundum í umönnun á viku á móti ríflega 2 klukkustundum hjá fólki af báðum kynjum sem ekki er með börn,“ segir á vef Hagstofunnar. Karlar sáttari með sitt framlag Um 55% svarenda telja að þau geri um það bil sinn hluta og er ekki munur á því hlutfalli eftir búsetu. Ef litið er til kyns þá eru karlar umtalsvert líklegri til þess að vera sáttir við sitt framlag eða 62% á móti 49% kvenna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að telja sig gera meira en þeim ber því 46% kvenna segjast bera meira en sitt hluta á móti 9% karla. Þá telur næstum þriðjungur karla, eða 29%, að þeir geri minna en þeim ber að gera en aðeins 6% kvenna. Að sögn Hagstofunnar verður að gera greinarmun á sanngirni verkaskiptingar og jöfnuði þar sem báðum aðilum geti fundist það sanngjarnt að annar aðilinn sjái alfarið um heimilið á meðan hinn sinni engum heimilisverkum.
Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Sjá meira