Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 18:31 Vísir Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Síðustu ár hafa einu sinni eða oftar í hverjum mánuði birst fréttir of miklum þunga á bráðamóttöku Landspítalans Fyrirsagnirnar vísa iðulega til þungrar stöðu eða of mikils álags. Í gær birtist ákall frá spítalanum þar sem vakin var enn á ný athygli á miklu álagi á bráðamóttökunni. Þá ræddi fréttastofa við hjúkrunarfræðing þar sem hafði nýlokið við að segja upp stöðu sinni á vegna ástandsins. Fleiri hafa sagt upp vegna þess en síðustu tvo sólarhringa hafa fjórir aðrir hjúkrunarfræðingar sagt upp á deildinni. Helga Rósa Másdóttir deildarstjóri er farin að efast um að deildin eigi sér framtíð. „Það er ekki hægt að sjá hvernig þetta eigi að ganga svona áfram og miðað við þær uppsagnir sem ég er að fá núna og heyri að séu í bígerð. Ég er ekkert viss um að við getum rekið hér bráðamóttöku 1. mars þegar uppsagnarfrestur þessara aðila er liðinn,“ segir Helga Rósa. Marta Jóns Hjördísardóttir formaður fagráðs spítalans segir að þetta ástand sé komið til löngu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. „Auðvitað eru að koma inn uppsagnir af því við getum þetta ekki lengur. Fólk getur ekki unnið við svona þungar aðstæður í svona langan tíma. Hjúkrunarfræðingar eru með þannig menntun að þeir geta víða gengi í önnur störf,“ segir Marta. Um 180 manns leita á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á degi hverjum að meðaltali. Þær Helga Rósa og Marta segja að yfirleitt sé deildin full af sjúklingum fyrir og því afar erfitt að koma fólki fyrir, hvað þá að sinna því svo vel sé. „Það segir sig sjálft að ef þú ert með of marga bolta á lofti þá ertu líklegri til að missa af einhverjum bolta. Við erum stöðugt að benda á þetta og það er þess vegna sem að fólk treystir sér ekki lengur til að vinna við þessar aðstæður. Hjúkrunarfræðingar geta ekki lengur mætt á vaktir í þessu álagi og ástandi sem deildin er í,“ segir Helga Rósa. Marta segir um að ræða víðtækan vanda. „Vandamálið á bráðamóttökunni endurspeglar vandann annars staðar. Fólk er lengi þar því það kemst ekki á aðrar deildir. Á deildunum er nefnilega fólk fyrir sem kemst heldur ekki áfram í önnur úrræði, hvort sem það er heim eða á aðrar stofnanir. Það er því ekki hægt að leysa þetta með einhverju einföldu úrræði eða með því að ráða fleira fólk. Það þurfa margir að leggjast á eitt til að leysa úr þessu máli,“ segir Marta. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05 Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31 Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Síðustu ár hafa einu sinni eða oftar í hverjum mánuði birst fréttir of miklum þunga á bráðamóttöku Landspítalans Fyrirsagnirnar vísa iðulega til þungrar stöðu eða of mikils álags. Í gær birtist ákall frá spítalanum þar sem vakin var enn á ný athygli á miklu álagi á bráðamóttökunni. Þá ræddi fréttastofa við hjúkrunarfræðing þar sem hafði nýlokið við að segja upp stöðu sinni á vegna ástandsins. Fleiri hafa sagt upp vegna þess en síðustu tvo sólarhringa hafa fjórir aðrir hjúkrunarfræðingar sagt upp á deildinni. Helga Rósa Másdóttir deildarstjóri er farin að efast um að deildin eigi sér framtíð. „Það er ekki hægt að sjá hvernig þetta eigi að ganga svona áfram og miðað við þær uppsagnir sem ég er að fá núna og heyri að séu í bígerð. Ég er ekkert viss um að við getum rekið hér bráðamóttöku 1. mars þegar uppsagnarfrestur þessara aðila er liðinn,“ segir Helga Rósa. Marta Jóns Hjördísardóttir formaður fagráðs spítalans segir að þetta ástand sé komið til löngu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. „Auðvitað eru að koma inn uppsagnir af því við getum þetta ekki lengur. Fólk getur ekki unnið við svona þungar aðstæður í svona langan tíma. Hjúkrunarfræðingar eru með þannig menntun að þeir geta víða gengi í önnur störf,“ segir Marta. Um 180 manns leita á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á degi hverjum að meðaltali. Þær Helga Rósa og Marta segja að yfirleitt sé deildin full af sjúklingum fyrir og því afar erfitt að koma fólki fyrir, hvað þá að sinna því svo vel sé. „Það segir sig sjálft að ef þú ert með of marga bolta á lofti þá ertu líklegri til að missa af einhverjum bolta. Við erum stöðugt að benda á þetta og það er þess vegna sem að fólk treystir sér ekki lengur til að vinna við þessar aðstæður. Hjúkrunarfræðingar geta ekki lengur mætt á vaktir í þessu álagi og ástandi sem deildin er í,“ segir Helga Rósa. Marta segir um að ræða víðtækan vanda. „Vandamálið á bráðamóttökunni endurspeglar vandann annars staðar. Fólk er lengi þar því það kemst ekki á aðrar deildir. Á deildunum er nefnilega fólk fyrir sem kemst heldur ekki áfram í önnur úrræði, hvort sem það er heim eða á aðrar stofnanir. Það er því ekki hægt að leysa þetta með einhverju einföldu úrræði eða með því að ráða fleira fólk. Það þurfa margir að leggjast á eitt til að leysa úr þessu máli,“ segir Marta.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05 Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31 Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05
Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31
Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58