Horfir jákvæðum augum á heimavallarvandann og fagnar komu Martins og Jóns Axels Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2021 16:01 Það er gulls ígildi fyrir íslenska landsliðið að hafa endurheimt Martin Hermannsson. vísir/bára Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, fagnar að sjálfsögðu endurkomu Martins Hermannssonar í landsliðið fyrir komandi leiki gegn Hollandi og Rússlandi í undankeppni HM. KKÍ tilkynnti í dag hvaða 12 leikmenn Pedersen hefði valið í leikina tvo sem báðir fara fram á útivelli, 26. og 29. nóvember. Martin fékk leyfi frá spænska félaginu Valencia til að spila leikina eftir að hafa ekki getað spilað landsleik í tvö ár. Þjálfarinn segir að Martin hafi hins vegar átt mikilvægar æfingar með landsliðinu í sumar. „Hann er sá leikmaður okkar sem spilar á hæsta stigi og hefur síðustu ár verið að spila í Euroleague svo hann er kominn með mikla reynslu af því að spila í bestu deild Evrópu. Það mun gagnast liðinu mikið að hafa slíkan mann. Þó að Martin hafi ekki spilað með okkur undanfarið þá var hann á æfingum með okkur í sumar. Hann veit því hvað er í gangi hjá öðrum leikmönnum og passar vel saman við þá. Þessar æfingar voru mikilvægar sem undirbúningur fyrir hann og ég hlakka til að endurheimta hann í hópinn,“ segir Pedersen. Mjög gott að fá Jón Axel aftur Ísland leikur í undankeppninni eftir að hafa endað fyrir ofan Danmörku í þriggja liða riðli í forkeppninni í ágúst. Heimamenn í Svartfjallalandi unnu riðilinn, sem var allur spilaður í Podgorica, en Ísland vann báða leiki sína gegn Dönum. „Það var gott fyrir okkur að fá þessa fjóra leiki í sumar, með Kristófer Acox aftur í liðinu svo að þeir Tryggvi [Hlinason] gætu spilað saman. Það eru leikmenn í hópnum núna sem eru að spila vel að mínu mati, til að mynda Kári Jónsson hjá Val, og það er auðvitað mjög gott að fá Jón Axel [Guðmundsson] aftur eftir að hann var ekki með í sumar. Hann er sterkur bakvörður og við þurfum hans styrk til að berjast við andstæðingana,“ segir Pedersen. Þjálfarinn gat ekki valið sinn sterkasta hóp en Hörður Axel Vilhjálmsson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Haukur Helgi Pálsson gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla. Craig Pedersen fer yfir málin í leikhléi. Hann hefur þjálfað íslenska landsliðið frá árinu 2014.FIBA Leikir Íslands við Holland virðast fyrir fram úrslitaleikir um það að komast áfram í keppninni. Rússland og Ítalía eru einnig í riðlinum en þrjú efstu liðin komast áfram. Ísland er lægst skrifaða liðið í riðlinum og Pedersen varar við of mikilli bjartsýni á gott gengi gegn Hollendingum: „Þó að Holland sé ekki körfuboltaland með eins stór nöfn og Spánn, Ítalía, Grikkland og fleiri, þá hafa Hollendingar staðið sig frábærlega undanfarin ár. Þeir hafa sem dæmi unnið Serbíu og Tyrkland, og til þess þarftu að vera með mjög gott lið. Þeir eru sterkir, vel skipulagðir, hafa háa leikmenn, og sterka bakverði og framherja. Vonandi getum við nýtt okkar leikstíl vel, og búið til góð skot eins og við gerðum í sumar.“ Kostur að enda á tveimur heimaleikjum Til stóð að leikur Íslands við Rússland færi fram á Íslandi en KKÍ neyddist til að biðja um að skipta á leikjum við Rússa þar sem að engin lögleg körfuboltahöll er í lagi á Íslandi í dag. Vonast er til þess að Laugardalshöll verði tilbúin á fyrri hluta næsta árs, og Ísland ætti því að geta spilað heimaleiki sína við Rússland og Holland í höllinni. „Þegar ég frétti fyrst af þessu hugsaði ég bara með mér að þetta einfaldaði eiginlega bara ferðalögin. Við fáum þá að klára keppnina á tveimur heimaleikjum og það gæti verið kostur fyrir okkur, þó að það hefði kannski verið betra að mæta Rússum heima núna þegar þeir hafa úr færri leikmönnum að velja en næsta sumar. Við horfum bara jákvæðum augum á þetta en vonandi verður þá búið að leysa málin í febrúar svo að við getum spilað á heimavelli gegn Ítalíu,“ segir Pedersen en sem stendur er útlit fyrir að báðir leikir Íslands við Ítalíu, í febrúar, fari fram á Ítalíu. HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Ekki náð hálftíma í vetur en valinn í landsliðið: „Getur gefið okkur gæðamínútur“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segist sannfærður um að liðið þurfi á Ragnari Nathanaelssyni að halda vegna komandi landsleikja. Ragnar hefur aðeins spilað 22 mínútur samtals með Stjörnunni í Subway-deildinni í vetur. 18. nóvember 2021 12:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Sjá meira
KKÍ tilkynnti í dag hvaða 12 leikmenn Pedersen hefði valið í leikina tvo sem báðir fara fram á útivelli, 26. og 29. nóvember. Martin fékk leyfi frá spænska félaginu Valencia til að spila leikina eftir að hafa ekki getað spilað landsleik í tvö ár. Þjálfarinn segir að Martin hafi hins vegar átt mikilvægar æfingar með landsliðinu í sumar. „Hann er sá leikmaður okkar sem spilar á hæsta stigi og hefur síðustu ár verið að spila í Euroleague svo hann er kominn með mikla reynslu af því að spila í bestu deild Evrópu. Það mun gagnast liðinu mikið að hafa slíkan mann. Þó að Martin hafi ekki spilað með okkur undanfarið þá var hann á æfingum með okkur í sumar. Hann veit því hvað er í gangi hjá öðrum leikmönnum og passar vel saman við þá. Þessar æfingar voru mikilvægar sem undirbúningur fyrir hann og ég hlakka til að endurheimta hann í hópinn,“ segir Pedersen. Mjög gott að fá Jón Axel aftur Ísland leikur í undankeppninni eftir að hafa endað fyrir ofan Danmörku í þriggja liða riðli í forkeppninni í ágúst. Heimamenn í Svartfjallalandi unnu riðilinn, sem var allur spilaður í Podgorica, en Ísland vann báða leiki sína gegn Dönum. „Það var gott fyrir okkur að fá þessa fjóra leiki í sumar, með Kristófer Acox aftur í liðinu svo að þeir Tryggvi [Hlinason] gætu spilað saman. Það eru leikmenn í hópnum núna sem eru að spila vel að mínu mati, til að mynda Kári Jónsson hjá Val, og það er auðvitað mjög gott að fá Jón Axel [Guðmundsson] aftur eftir að hann var ekki með í sumar. Hann er sterkur bakvörður og við þurfum hans styrk til að berjast við andstæðingana,“ segir Pedersen. Þjálfarinn gat ekki valið sinn sterkasta hóp en Hörður Axel Vilhjálmsson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Haukur Helgi Pálsson gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla. Craig Pedersen fer yfir málin í leikhléi. Hann hefur þjálfað íslenska landsliðið frá árinu 2014.FIBA Leikir Íslands við Holland virðast fyrir fram úrslitaleikir um það að komast áfram í keppninni. Rússland og Ítalía eru einnig í riðlinum en þrjú efstu liðin komast áfram. Ísland er lægst skrifaða liðið í riðlinum og Pedersen varar við of mikilli bjartsýni á gott gengi gegn Hollendingum: „Þó að Holland sé ekki körfuboltaland með eins stór nöfn og Spánn, Ítalía, Grikkland og fleiri, þá hafa Hollendingar staðið sig frábærlega undanfarin ár. Þeir hafa sem dæmi unnið Serbíu og Tyrkland, og til þess þarftu að vera með mjög gott lið. Þeir eru sterkir, vel skipulagðir, hafa háa leikmenn, og sterka bakverði og framherja. Vonandi getum við nýtt okkar leikstíl vel, og búið til góð skot eins og við gerðum í sumar.“ Kostur að enda á tveimur heimaleikjum Til stóð að leikur Íslands við Rússland færi fram á Íslandi en KKÍ neyddist til að biðja um að skipta á leikjum við Rússa þar sem að engin lögleg körfuboltahöll er í lagi á Íslandi í dag. Vonast er til þess að Laugardalshöll verði tilbúin á fyrri hluta næsta árs, og Ísland ætti því að geta spilað heimaleiki sína við Rússland og Holland í höllinni. „Þegar ég frétti fyrst af þessu hugsaði ég bara með mér að þetta einfaldaði eiginlega bara ferðalögin. Við fáum þá að klára keppnina á tveimur heimaleikjum og það gæti verið kostur fyrir okkur, þó að það hefði kannski verið betra að mæta Rússum heima núna þegar þeir hafa úr færri leikmönnum að velja en næsta sumar. Við horfum bara jákvæðum augum á þetta en vonandi verður þá búið að leysa málin í febrúar svo að við getum spilað á heimavelli gegn Ítalíu,“ segir Pedersen en sem stendur er útlit fyrir að báðir leikir Íslands við Ítalíu, í febrúar, fari fram á Ítalíu.
HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Ekki náð hálftíma í vetur en valinn í landsliðið: „Getur gefið okkur gæðamínútur“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segist sannfærður um að liðið þurfi á Ragnari Nathanaelssyni að halda vegna komandi landsleikja. Ragnar hefur aðeins spilað 22 mínútur samtals með Stjörnunni í Subway-deildinni í vetur. 18. nóvember 2021 12:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Sjá meira
Ekki náð hálftíma í vetur en valinn í landsliðið: „Getur gefið okkur gæðamínútur“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segist sannfærður um að liðið þurfi á Ragnari Nathanaelssyni að halda vegna komandi landsleikja. Ragnar hefur aðeins spilað 22 mínútur samtals með Stjörnunni í Subway-deildinni í vetur. 18. nóvember 2021 12:00