Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:31 Aðalleikkonurnar í sýningunni, Nína Tamimi og Iðunn Stefánsdóttir, eru sjö ára gamlar og skipta þær með sér hlutverki Eyju í vetur. Siggi Sigurjóns leikur Rögnvald. Vísir/Vilhelm Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. Langelstur að eilífu er byggt á samnefndri barnabók um Eyju og vin hennar Rögnvald eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019 en fyrri bækurnar tvær, Langelstur í bekknum (2017) og Langelstur í leynifélaginu (2018), voru báðar tilnefndar til Fjöruverðlaunanna þegar þær komu út. Leikarinn Siggi Sigurjóns verður Rögnvaldur, en hann var draumaval höfundar Langelstur bókaseríunnar þegar ákveðið var að gera bækurnar að barnasýningu. Leikstjóri verksins er Björk Jakobsdóttir og leikhópurinn hefur nú þegar hafið æfingar. Nú er búið að velja hverjar munu skipta með sér hlutverki Eyju og hlutverkið fengu þær Nína Sólrún Tamimi og Iðunn Eldey Stefánsdóttir. Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason leika með þeim í sýningunni ásamt hæfileikaríkum hópi barna sem valin voru eftir fjölmennar áheyrnaprufur fyrr á árinu. Konurnar á bak við sýninguna Langelstur að eilífu, Björk Jakobsdóttir leikstjóri og Bergrún Íris Sævarsdóttir höfundur.Vísir/Vilhelm „Það mættu mörg hundruð börn í prufur í haust og valið var virkilega erfitt. Björk er hins vegar vön að leikstýra krökkum og gat sigtað út tólf stykki stórstjörnur. Það hefur verið magnað að fylgjast með því hvað þessir ungu leikarar eru agaðir og flinkir. Aðalleikkonurnar okkar tvær eru bara sjö ára gamlar og eiga stóra framtíð fyrir sér í leikhúsinu,“ segir Bergrún Íris höfundur Langelstur-bókanna. Krakkaleikhópinn skipa Hildur María Reynisdóttir, Nína Sólrún Tamimi, Rafney Birna Guðmundsdóttir, Rebecca Lív Biraghi, Árni Magnússon, Stormur Björnsson, Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Helga Karen Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Oktavía Gunnarsdóttir, Steinar Thor Stefánsson og Tómas Bjartur Skúlínuson. Ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá hópnum á dögunum.Vísir/Vilhelm Langelstur að eilífu er afskaplega falleg saga af vináttu og hugrekki, því Eyja þarf svo sannarlega að vera hugrökk og takast á við mikil umskipti og erfiðar tilfinningar. Stelpurnar eru mjög spenntar að takast á við þetta krefjandi hlutverk. Höfundur tónlistar og tónlistarstjórn er í höndum Mána Svavars. Söngstjóri er Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og hönnuður búninga er Eva Björg Harðardóttir. Friðþjófur Þorsteinsson sér um ljós og leikmynd en grafík hannaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Danshöfundur og sviðshreyfingar eru á vegum Chantelle Carey. Hæfileikaríkur hópur leikara setur upp sýninguna Langelstur að eilífu. Vísir/Vilhelm Leikhús Hafnarfjörður Bókmenntir Menning Börn og uppeldi Krakkar Tengdar fréttir Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58 Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30 Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sjá meira
Langelstur að eilífu er byggt á samnefndri barnabók um Eyju og vin hennar Rögnvald eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019 en fyrri bækurnar tvær, Langelstur í bekknum (2017) og Langelstur í leynifélaginu (2018), voru báðar tilnefndar til Fjöruverðlaunanna þegar þær komu út. Leikarinn Siggi Sigurjóns verður Rögnvaldur, en hann var draumaval höfundar Langelstur bókaseríunnar þegar ákveðið var að gera bækurnar að barnasýningu. Leikstjóri verksins er Björk Jakobsdóttir og leikhópurinn hefur nú þegar hafið æfingar. Nú er búið að velja hverjar munu skipta með sér hlutverki Eyju og hlutverkið fengu þær Nína Sólrún Tamimi og Iðunn Eldey Stefánsdóttir. Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason leika með þeim í sýningunni ásamt hæfileikaríkum hópi barna sem valin voru eftir fjölmennar áheyrnaprufur fyrr á árinu. Konurnar á bak við sýninguna Langelstur að eilífu, Björk Jakobsdóttir leikstjóri og Bergrún Íris Sævarsdóttir höfundur.Vísir/Vilhelm „Það mættu mörg hundruð börn í prufur í haust og valið var virkilega erfitt. Björk er hins vegar vön að leikstýra krökkum og gat sigtað út tólf stykki stórstjörnur. Það hefur verið magnað að fylgjast með því hvað þessir ungu leikarar eru agaðir og flinkir. Aðalleikkonurnar okkar tvær eru bara sjö ára gamlar og eiga stóra framtíð fyrir sér í leikhúsinu,“ segir Bergrún Íris höfundur Langelstur-bókanna. Krakkaleikhópinn skipa Hildur María Reynisdóttir, Nína Sólrún Tamimi, Rafney Birna Guðmundsdóttir, Rebecca Lív Biraghi, Árni Magnússon, Stormur Björnsson, Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Helga Karen Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Oktavía Gunnarsdóttir, Steinar Thor Stefánsson og Tómas Bjartur Skúlínuson. Ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá hópnum á dögunum.Vísir/Vilhelm Langelstur að eilífu er afskaplega falleg saga af vináttu og hugrekki, því Eyja þarf svo sannarlega að vera hugrökk og takast á við mikil umskipti og erfiðar tilfinningar. Stelpurnar eru mjög spenntar að takast á við þetta krefjandi hlutverk. Höfundur tónlistar og tónlistarstjórn er í höndum Mána Svavars. Söngstjóri er Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og hönnuður búninga er Eva Björg Harðardóttir. Friðþjófur Þorsteinsson sér um ljós og leikmynd en grafík hannaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Danshöfundur og sviðshreyfingar eru á vegum Chantelle Carey. Hæfileikaríkur hópur leikara setur upp sýninguna Langelstur að eilífu. Vísir/Vilhelm
Leikhús Hafnarfjörður Bókmenntir Menning Börn og uppeldi Krakkar Tengdar fréttir Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58 Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30 Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sjá meira
Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58
Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30