Lífi átta mánaða drengs bjargað á elleftu stundu: „Þú getur aldrei endurgoldið þetta“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Frosti Logason skrifa 17. nóvember 2021 23:15 Eldur Elí var nær dauða en lífi þegar hann fékk nýja lifur frá vinkonu mömmu sinnar. Foreldrar hans segjast aldrei geta endurgoldið henni greiðann. Vísir Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sögðum við frá ótrúlegri batasögu hins 8 mánaða Elds Elís sem gekkst undir lifrarskiptaaðgerð nú í lok sumars á sjúkrahúsi í Gautaborg en í raun má segja að aðgerðin og aðdragandinn að henni hafi verið kraftaverki líkust. Ísland í dag settist niður með foreldrum Elds, þeim Bjarka Eysteinssyni og Kristínu Gunnarsdóttur til að heyra söguna alla en það er óhætt að segja að Eldur hafi verið hársbreidd frá því tapa þessari baráttu í sumar þangað til að líffæragjafi fannst, bókstaflega á elleftu stundu, þegar Eldur var kominn í öndunarvél og litli kroppurinn hans við það að gefast upp eftir margra mánaða veikindi. Bjargvætturinn, Rúna Sif Rafnsdóttir, var sæmd fálkaorðunni fyrir manngæsku sína þann 17. júní 2022. Martröð allra foreldra Eldur Elí hafði rétt fjögurra mánaða gamall verið lagður inn á barnaspítala Hringsins vegna lifrarbólgu sem hann hafði fengið af völdum veirusýkingar, en hún hafði í för með sér skerta lifrarstarfsemi drengsins sem gerði það að verkum að hann þarfnaðist stuðningsmeðferðar á barnadeild Landspítalans. „Þetta er örugglega martröð allra foreldra að fá að vita að það er eitthvað að en þeir eru ekki alveg vissir til að byrja með. Fljótlega kemur í ljós að þeir fara að tikka í mörg box sem er gott, það er margt annað að virka en það er mikil óvissa. Óvissan er hrikalega erfið,“ segir Kristín, móðir Elds. „Við erum á vökudeildinni í þrjár vikur til að byrja með.“ „Þá er bara að fara heim og við lifum ágætlega eðlilegu fjölskyldulífi þangað til honum fer að hraka aðeins meira í kring um þriggja mánaða aldurinn. Þá förum við aftur upp á spítala og erum búin að vera þar í viku þegar læknirinn segir við okkur: Heyrðu, þið eruð líklega bara að fara út á miðvikudaginn. Og hann segir það við okkur á mánudegi,“ segir Bjarki, faðir Elds. Kristínu og Bjarka var tilkynnt það með tveggja daga fyrirvara að þau þyrftu að fara út til Svíþjóðar með Eld.Stöð 2 „Við fáum í raun bara einn og hálfan sólarhring til að pakka í handfarangurstösku og erum bara á leiðinni út. Á þeim tímapunkti var enn von um að við gætum farið út og hann fengi betri aðhlynningu frá sérfræðingum. En það kom í ljós viku eftir að við komum út að þetta var ekki að fara að snúast við.“ Skrítin tilfinning að bíða eftir að einhver deyi Þá var orðið ljóst að Eldur Elí þurfti að fá lifur frá öðrum einstaklingi og þá er alltaf plan A hjá spítalanum að slík líffæragjöf komi frá látnum aðila en slíkar aðgerðir eru ekki óalgengar þarna úti í Svíþjóð. Lifrin virkar svo þannig að hún skiptist í raun og veru í tvö hólf og þá er yfirleitt hægt að taka minna hólfið og græða það í barn og stærra hólfið í fullorðin einstakling. Ástand Elds var fljótt orðið það alvarlegt að hann var strax settur efstur á biðlistann á Norðurlöndunum en í sumar leið hins vegar óvenju langur tími án þess að nokkur lifur fyndist og var þá tekið til þess ráðs að kanna hvort foreldrarnir gætu passað sem líffæragjafar en eftir ítarlegt rannsóknarferli voru þau því miður bæði útilokuð. „Maður var mjög lengi að ná utan um tilfinninguna að maður væri að bíða eftir að einhver myndi deyja svo barnið þitt myndi lifa. Það er mjög, mjög spes tilfinning,“ segir Bjarki. Umönnunin í Svíþjóð til fyrirmyndar Sem fyrr segir var upprunalega planið bara að fá aðhlynningu fyrir Eld Elí í Svíþjóð og vonast til að lifrin hans mundi jafna sig. Síðan tók við biðin eftir líffæragjöf og þegar sá tími lengdist og lengdist tóku foreldrar hans eftir hvernig stöðugt dró meira af litla drengnum og hann varð ólíkari sjálfum sér. Eldur var orðin mjög lasin á þessum tíma og örvæntingin magnaðist. Kristín og Bjarki þurftu að skilja eldri börnin sin tvö, Brynju Dís og Daníel Breka, eftir heima á Íslandi. Þau fengu þó að koma út til Svíþjóðar í heimsókn við mikinn fögnuð.Stöð 2 Ekki bætti úr skák að Bjarki og Kristín höfðu þurft að hverfa fá tveimur eldri börnum sínum, þeim Brynju Dís og Daníel Breka en þau eru fimm og þriggja ára, og höfðu þau ekki hugmynd um að viðskilnaðurinn ætti eftir að verða svona langur. Eftir 40 daga fengu þau samt litlu krílin í heimsókn og voru það eðlilega miklir fagnaðarfundir en Bjarki, Kristín og Eldur Elí þurftu á endanum að dvelja á spítalanum í Gautaborg í rúma þrjá mánuði. Þau segja aðstæður og umönnun alla hafa verið til fyrirmyndar og eru þakklát hvernig heilbrigðiskerfið í Svíþjóð virkar sem góð framlenging á því íslenska þegar nauðsyn krefur. „Starfsfólkið þarna er alveg yndislegt og maður sá líka mannlegar hliðar af þessu starfi. Að þau tengdust honum öll mjög mikið á þessum tíma. Hann var náttúrulega lengi og hann verður alltaf verri og verri. Þau voru bara dásamleg, læknarnir voru yndislegir,“ segir Kristín. „Hann er nýr, spítalinn, og allt ofboðslega flott. Svo vorum við svo heppin að það voru Íslendingar sem voru alltaf á spítalanum. Bæði hjúkrunarfræðingar og læknar þannig að maður var alltaf að rekast á einn og einn.“ Vinkonuhópurinn tók sig til og bauðst til að bjóða fram lifur Af siðferðislegum ástæðum er foreldrum í þeirri stöðu, sem Kristín og Bjarki stóðu í, ekki heimilt að kalla eftir því frá fjölskyldu eða vinum að gefa líffæri, en þegar Eldi Elí hrakaði stöðugt og það fór að spyrjast út tók ein vinkona Kristínar, sem býr í Stokkhólmi, sig til og bað um að fá að athuga hvort hún gæti mögulega komið til bjargar. Eldur hafði verið gulur frá fæðingu vegna lifrarveikinnar.Stöð 2 Læknarnir tóku því vel og var vinkonan rannsökuð en reyndist því miður ekki heppilegur líffæragjafi í þessa aðgerð. Þetta varð hins vegar til þess að málið var rætt í Facebook-hópi vinkvenna Kristínar og fór svo á endanum að það tóku að hrannast inn umsóknirnar um að fá að gefa Eldi Elí lifur. „Þetta eru mínar bestu vinkonur, okkar hópur, sem tekur sig til,“ segir Kristín. „Og líka fleiri vinir okkar en þeir hafa aldrei upplifað að það komi fram hópur og bjóði aðstoð. Yfirleitt er þetta einn, kannski tveir. Systir eða bróðir eða foreldrar. Þeir spurðu okkur hvort við værum konungborin, þeir höfðu aldrei séð svona hóp koma til að aðstoða,“ segir Bjarki. Fannst hún hafa unnið Lottóið þegar staðfestingin kom En þrátt fyrir þennan mikla vilja og samtakamátt vinkvenna Kristínar þá reyndist hver þeirra á eftir annarri ýmist ekki vera í réttri stærð eða blóðflokki allt þar til að síðasta vinkonan komst í tékk, en það var hún Rúna Sif Rafnsdóttir, sem þurfti að koma sér alla leið frá Tálknafirði til að komast í skoðun á Landsspítalanum og var örvæntingin á þessum tímapunkti orðin mikil þar sem heilsu Elds Elís hrakaði mjög ört á þessum tíma. Rúna hafði strax frá því að hugmyndin kom upp fengið sterkt á tilfinninguna að hún yrði að koma sér suður sem fyrst þar sem eitthvað sagði henni að hún ætti eftir að verða sú rétta. Við spjölluðum við Rúnu og eiginmann hennar, Jónatan Guðbrandsson lögreglumann, sem stóð sem klettur á bak við sína konu í gegnum allt þetta ferli en Rúna sagði okkur að henni hefði raun fundist hún hafa unnið stóran Lottóvinning þegar henni var tilkynnt að lifrin hennar virtist vera fullkomin fyrir Eld Elí. „Ég man bara að það voru allir að hringja á þessu tímabili og allir að bíða. Maður fann að þetta tók á alla að vera að bíða eftir einhverju og halda í vonina að það gæti einhver hjálpað,“ segir Rúna. „Svo þarna í hádeginu fékk ég símtal. Það var frá lækninum, henni Jóhönnu, sem segir bara: Ég trúi ekki að ég sé að segja þetta, þeim líst svo vel á lifrina þína,“ segir Rúna. Rúna var sú sem gaf Eld hluta úr lifur sinni. Jónatan, maðurinn hennar, segir miklar tilfinningar hafa verið í spilinu.Stöð 2 „Gekk að vinnufélaga mínum og spurði hvort ég mætti fá knús“ Fyrsta verk Rúnu var að hringja í manninn sinn, Jónatan, og segja honum gleðifréttirnar. „Hún hringir í mig og tilkynnir mér að hún sé með stórar fréttir, að hún sé „match“. Þetta var mjög skrítið allt saman.“ „Mér fannst hann svo rólegur, þetta var einhvern vegin allt: Þetta fer vel. Sem var hughreystandi,“ segir Rúna. Jónatan segist samt ekki hafa verið rólegur yfir þessu öllu saman. Út á við hafi hann haldið ró sinni svo Rúna yrði ekki kvíðin fyrir framhaldinu. Eldur Elí var langt leiddur þegar líffæragjafi fannst loks fyrir hann.Stöð 2 „Miklar tilfinningar, ég meira að segja bara gekk að vinnufélaga mínum og spurði hvort ég mætti fá knús.“ Að svo búnu var ljóst að lítill tími var til stefnu og var Rúnu í raun tilkynnt að verið væri að útbúa flugmiða fyrir þau hjónin um leið og hún fékk að vita að lifrin hennar væri ákjósanleg fyrir þessa aðgerð. „Hann er í rauninni bara að gefast upp“ Rúna og Jónatan höfðu því hraðar hendur og komu börnum sínum og gæludýrum í pössun hjá fjölskyldumeðlimum og flugu í kjölfarið strax út til Stokkhólms. En þegar þangað var komið og á meðan þau voru að bíða eftir tengiflugi til Gautaborgar bárust þeim afar sorglegar fréttir af Eldi litla, sem var á þessum tímapunkti orðinn það illa haldinn að læknarnir töldu ekki víst að hann gæti yfir höfuð komist í aðgerðina. „Hann er í rauninni bara að gefast upp. Hann getur ekkert mikið meira. Þetta er ólýsanleg tilfinning að hann í rauninni er bara að gera sitt besta og hann bara getur ekki meir, þannig að hann fer niður á gjörgæslu,“ segir Kristín. „Hann er kominn þangað og þá er staðan orðin mjög alvarleg.“ Á þessum tímapunkti voru líffæri Elds hreinlega við það að gefast upp og var litla drengnum haldið sofandi í öndunarvél þar sem súrefnismettun var komin niður fyrir lífvænleg mörk og voru læknarnir í raun bara að berjast við að halda honum á lífi. „Akkúrat þarna á flugvellinum þá hringi ég í Bjarka og spyr hver er staðan og við erum báðir í miklu uppnámi, grátandi í símann og svo segir Bjarki: Þetta skal ganga. Ég sagði að þetta væri of góð saga til að hún endaði einhvern vegin öðruvísi og það var einhvern vegin það sem eftir var: Þetta skal ganga. Og það var hugarfarið hjá okkur í alvörunni,“ segir Jónatan. „Frá þessari stundu þá var ekkert annað í boði. Maður notar þetta og segir við börnin sín að eitthvað sé ekki í boði. En þarna var ekkert annað í boði. Þetta mun ganga,“ segir Rúna. „Thanks, but no thanks“ Þegar Rúna og Jónatan komu svo loks til Gautaborgar beið hennar teymi lækna og hjúkrunarfræðinga sem höfðu undirbúið komu hennar allan daginn og var hún strax drifin í rannsóknir og viðtöl þar sem henni var betur gert grein fyrir hvað hún væri að fara gangast undir en það er auðvitað ekki hlaupið að því leggjast undir hníf í skurðagerð til að láta skera úr sér líffæri. „Hún var spurð í þrígang, fjórgang: Þú áttar þig alveg á hvað þú ert að fara að gera? Og ef það kemur upp á einhverjum tímapunkti, alveg fram að svæfingu, að þú viljir hætta við þá þarftu bara að láta vita af því og þarft ekki að gefa upp neina ástæðu og við setjum þá bara einhverjar læknisfræðilega forsendur þannig að það kemur ekki þannig út eins og þú hafir bara orðið óörugg,“ útskýrir Jónatan. Kristín og Rúna féllust í faðma þegar ljóst var að aðgerðin hafði heppnast.Stöð 2 „Og alltaf svaraði Rúna á enskunni: Thanks, but no thanks. Hún var bara ákveðin alveg frá upphafi til enda.“ Af hverju varstu svona ákveðin Rúna? „Þetta snerist bara um lítið líf. Og mér fannst líka bara komið nóg hjá þeim, hvað þau eru búin að vera að ganga í gegn um. Ef ég gat hjálpað þá langaði mig bara að fara alla leið. Það var ekkert annað í boði,“ segir Rúna. „Svo bara hefst aðgerðin“ Kristín segir á þessum tímapunkti mikla geðshræringu hafa ríkt meðal þeirra foreldranna og starfsmanna spítalans. „Hann er náttúrulega bara óstabíll þannig að það er komið upp panikk hvort hann nái þessu eða ekki. Eina sem ég hugsa er að þú ert búinn að bíða svo lengi. Við erum búin að bíða í allar þessar vikur, þú mátt ekki gefast upp núna. Þú þarft bara að bíða í smá stund í viðbót, þú þarft að þrauka pínulítið lengur.“ Og sem betur fer náði Eldur Elí á síðustu stundu að finna þann styrk sem til þurfti til að halda áfram. „Það sem gerist um nóttina er að Eldur snýr við og nær súrefnismettun í það að vera nógu sterkur, að þeirra mati, að hann geti farið í þessa aðgerð,“ segir Kristín. Kristín segir að læknarnir hafi á þessum tímapunkti sagt að ekkert annað væri í stöðunni en að fara strax í aðgerð. Ef beðið væri með hana lengur væri tíminn útrunninn fyrir Eld. Þegar Eldur Elí vaknaði, fjórum dögum eftir aðgerð, voru augun hans orðin hvít, í fyrsta sinn frá fæðingu.Stöð 2 „Þeir verða bara að meta það svo að hann sé akkúrat á línunni. Þeir rúlla honum inn í aðgerð og við vitum bara að þau eru lent en erum ekki búin að hitta þau eða neitt. Svo bara hefst aðgerðin,“ segir Kristín. „Ég get ekki lýst því, þetta er súrrealískt á alla vegu að vita af því að vinkona þín var tilbúin til þess að gera þetta. Ég á engin orð yfir það hvað hún var tilbúin að gera,“ segir Kristín. „Hann opnar augun og þau eru skjannahvít“ Aðgerðirnar á Rúnu og Eldi Elí tóku samanlagt yfir fjórtán klukkustundir og var skurðlæknirinn sem sá um þær frekar búinn á því en í skýjunum með árangurinn þegar hann hringdi í Kristínu til að tjá henni niðurstöðurnar. Læknirinn sagðist sannfærður um að Eldur Elí ætti eftir að verða hraustur og flottur strákur sem mundi gera flotta hluti í framtíðinni, því aðgerðin hefði verið vel heppnuð og þeim hefði í raun tekist að gera stórkostlega hluti á skurðstofunni þennan dag. „Ég var bara orðlaus að þetta sé komið og búið. Þetta er kraftaverk, ekkert annað en kraftaverk. Frá þeirra dyrum séð líka,“ segir Kristín. „Tilfinningin þegar hann vaknar, honum er haldið sofandi í fjóra daga til að verkjastilla hann og svo honum líði vel. Þegar hann opnar augun, eftir fimm daga og er náttúrulega búinn að vera með gul augu síðan hann fæddist, bara gulur út af lifrarbiluninni og ég er einn inni á gjörgæslunni, Kristín er að bíða fyrir utan. Hann opnar augun og þau eru skjannahvít. Þetta er augnablik sem maður gleymir aldrei,“ segir Bjarki. „Þetta var dásamlegt.“ Bjarki og Kristín, foreldrar Elds, segjast varla geta komið því í orð hve þakklát þau eru Rúnu fyrir lífgjöfina.Stöð 2 „Þú getur aldrei endurgoldið þetta“ Þau segjast ekki geta komið í orð þakklætinu í garð Rúnu. „Maður er bara svo þakklátur en Rúna, hún er bara svo flott. Og hún sjálf er svo þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Hún var svo ákveðin í því að hún ætlaði að vera sú sem bjargaði honum. Ég held að maður geti reynt að þakka henni fyrir alla ævi. Þú getur aldrei endurgoldið þetta,“ segir Bjarki. „Þetta er rosaleg ákvörðun, að fara út og vera tilbúinn að fórna sér í rosalega stóra aðgerð til þess að bjarga einhverjum sem er ekki fjölskyldan þín. En maður fann það mjög sterkt að þetta var eitthvað sem hún var svo tilbúin í. En ég á engin orð yfir hversu þakklát ég er. Engin. Það er ekki hægt að lýsa því hversu tæpt þetta var. Það hefði ekki verið spurt að leikslokum hefði hún ekki verið tilbúin í þetta,“ segir Kristín. Ísland í dag Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Ísland í dag settist niður með foreldrum Elds, þeim Bjarka Eysteinssyni og Kristínu Gunnarsdóttur til að heyra söguna alla en það er óhætt að segja að Eldur hafi verið hársbreidd frá því tapa þessari baráttu í sumar þangað til að líffæragjafi fannst, bókstaflega á elleftu stundu, þegar Eldur var kominn í öndunarvél og litli kroppurinn hans við það að gefast upp eftir margra mánaða veikindi. Bjargvætturinn, Rúna Sif Rafnsdóttir, var sæmd fálkaorðunni fyrir manngæsku sína þann 17. júní 2022. Martröð allra foreldra Eldur Elí hafði rétt fjögurra mánaða gamall verið lagður inn á barnaspítala Hringsins vegna lifrarbólgu sem hann hafði fengið af völdum veirusýkingar, en hún hafði í för með sér skerta lifrarstarfsemi drengsins sem gerði það að verkum að hann þarfnaðist stuðningsmeðferðar á barnadeild Landspítalans. „Þetta er örugglega martröð allra foreldra að fá að vita að það er eitthvað að en þeir eru ekki alveg vissir til að byrja með. Fljótlega kemur í ljós að þeir fara að tikka í mörg box sem er gott, það er margt annað að virka en það er mikil óvissa. Óvissan er hrikalega erfið,“ segir Kristín, móðir Elds. „Við erum á vökudeildinni í þrjár vikur til að byrja með.“ „Þá er bara að fara heim og við lifum ágætlega eðlilegu fjölskyldulífi þangað til honum fer að hraka aðeins meira í kring um þriggja mánaða aldurinn. Þá förum við aftur upp á spítala og erum búin að vera þar í viku þegar læknirinn segir við okkur: Heyrðu, þið eruð líklega bara að fara út á miðvikudaginn. Og hann segir það við okkur á mánudegi,“ segir Bjarki, faðir Elds. Kristínu og Bjarka var tilkynnt það með tveggja daga fyrirvara að þau þyrftu að fara út til Svíþjóðar með Eld.Stöð 2 „Við fáum í raun bara einn og hálfan sólarhring til að pakka í handfarangurstösku og erum bara á leiðinni út. Á þeim tímapunkti var enn von um að við gætum farið út og hann fengi betri aðhlynningu frá sérfræðingum. En það kom í ljós viku eftir að við komum út að þetta var ekki að fara að snúast við.“ Skrítin tilfinning að bíða eftir að einhver deyi Þá var orðið ljóst að Eldur Elí þurfti að fá lifur frá öðrum einstaklingi og þá er alltaf plan A hjá spítalanum að slík líffæragjöf komi frá látnum aðila en slíkar aðgerðir eru ekki óalgengar þarna úti í Svíþjóð. Lifrin virkar svo þannig að hún skiptist í raun og veru í tvö hólf og þá er yfirleitt hægt að taka minna hólfið og græða það í barn og stærra hólfið í fullorðin einstakling. Ástand Elds var fljótt orðið það alvarlegt að hann var strax settur efstur á biðlistann á Norðurlöndunum en í sumar leið hins vegar óvenju langur tími án þess að nokkur lifur fyndist og var þá tekið til þess ráðs að kanna hvort foreldrarnir gætu passað sem líffæragjafar en eftir ítarlegt rannsóknarferli voru þau því miður bæði útilokuð. „Maður var mjög lengi að ná utan um tilfinninguna að maður væri að bíða eftir að einhver myndi deyja svo barnið þitt myndi lifa. Það er mjög, mjög spes tilfinning,“ segir Bjarki. Umönnunin í Svíþjóð til fyrirmyndar Sem fyrr segir var upprunalega planið bara að fá aðhlynningu fyrir Eld Elí í Svíþjóð og vonast til að lifrin hans mundi jafna sig. Síðan tók við biðin eftir líffæragjöf og þegar sá tími lengdist og lengdist tóku foreldrar hans eftir hvernig stöðugt dró meira af litla drengnum og hann varð ólíkari sjálfum sér. Eldur var orðin mjög lasin á þessum tíma og örvæntingin magnaðist. Kristín og Bjarki þurftu að skilja eldri börnin sin tvö, Brynju Dís og Daníel Breka, eftir heima á Íslandi. Þau fengu þó að koma út til Svíþjóðar í heimsókn við mikinn fögnuð.Stöð 2 Ekki bætti úr skák að Bjarki og Kristín höfðu þurft að hverfa fá tveimur eldri börnum sínum, þeim Brynju Dís og Daníel Breka en þau eru fimm og þriggja ára, og höfðu þau ekki hugmynd um að viðskilnaðurinn ætti eftir að verða svona langur. Eftir 40 daga fengu þau samt litlu krílin í heimsókn og voru það eðlilega miklir fagnaðarfundir en Bjarki, Kristín og Eldur Elí þurftu á endanum að dvelja á spítalanum í Gautaborg í rúma þrjá mánuði. Þau segja aðstæður og umönnun alla hafa verið til fyrirmyndar og eru þakklát hvernig heilbrigðiskerfið í Svíþjóð virkar sem góð framlenging á því íslenska þegar nauðsyn krefur. „Starfsfólkið þarna er alveg yndislegt og maður sá líka mannlegar hliðar af þessu starfi. Að þau tengdust honum öll mjög mikið á þessum tíma. Hann var náttúrulega lengi og hann verður alltaf verri og verri. Þau voru bara dásamleg, læknarnir voru yndislegir,“ segir Kristín. „Hann er nýr, spítalinn, og allt ofboðslega flott. Svo vorum við svo heppin að það voru Íslendingar sem voru alltaf á spítalanum. Bæði hjúkrunarfræðingar og læknar þannig að maður var alltaf að rekast á einn og einn.“ Vinkonuhópurinn tók sig til og bauðst til að bjóða fram lifur Af siðferðislegum ástæðum er foreldrum í þeirri stöðu, sem Kristín og Bjarki stóðu í, ekki heimilt að kalla eftir því frá fjölskyldu eða vinum að gefa líffæri, en þegar Eldi Elí hrakaði stöðugt og það fór að spyrjast út tók ein vinkona Kristínar, sem býr í Stokkhólmi, sig til og bað um að fá að athuga hvort hún gæti mögulega komið til bjargar. Eldur hafði verið gulur frá fæðingu vegna lifrarveikinnar.Stöð 2 Læknarnir tóku því vel og var vinkonan rannsökuð en reyndist því miður ekki heppilegur líffæragjafi í þessa aðgerð. Þetta varð hins vegar til þess að málið var rætt í Facebook-hópi vinkvenna Kristínar og fór svo á endanum að það tóku að hrannast inn umsóknirnar um að fá að gefa Eldi Elí lifur. „Þetta eru mínar bestu vinkonur, okkar hópur, sem tekur sig til,“ segir Kristín. „Og líka fleiri vinir okkar en þeir hafa aldrei upplifað að það komi fram hópur og bjóði aðstoð. Yfirleitt er þetta einn, kannski tveir. Systir eða bróðir eða foreldrar. Þeir spurðu okkur hvort við værum konungborin, þeir höfðu aldrei séð svona hóp koma til að aðstoða,“ segir Bjarki. Fannst hún hafa unnið Lottóið þegar staðfestingin kom En þrátt fyrir þennan mikla vilja og samtakamátt vinkvenna Kristínar þá reyndist hver þeirra á eftir annarri ýmist ekki vera í réttri stærð eða blóðflokki allt þar til að síðasta vinkonan komst í tékk, en það var hún Rúna Sif Rafnsdóttir, sem þurfti að koma sér alla leið frá Tálknafirði til að komast í skoðun á Landsspítalanum og var örvæntingin á þessum tímapunkti orðin mikil þar sem heilsu Elds Elís hrakaði mjög ört á þessum tíma. Rúna hafði strax frá því að hugmyndin kom upp fengið sterkt á tilfinninguna að hún yrði að koma sér suður sem fyrst þar sem eitthvað sagði henni að hún ætti eftir að verða sú rétta. Við spjölluðum við Rúnu og eiginmann hennar, Jónatan Guðbrandsson lögreglumann, sem stóð sem klettur á bak við sína konu í gegnum allt þetta ferli en Rúna sagði okkur að henni hefði raun fundist hún hafa unnið stóran Lottóvinning þegar henni var tilkynnt að lifrin hennar virtist vera fullkomin fyrir Eld Elí. „Ég man bara að það voru allir að hringja á þessu tímabili og allir að bíða. Maður fann að þetta tók á alla að vera að bíða eftir einhverju og halda í vonina að það gæti einhver hjálpað,“ segir Rúna. „Svo þarna í hádeginu fékk ég símtal. Það var frá lækninum, henni Jóhönnu, sem segir bara: Ég trúi ekki að ég sé að segja þetta, þeim líst svo vel á lifrina þína,“ segir Rúna. Rúna var sú sem gaf Eld hluta úr lifur sinni. Jónatan, maðurinn hennar, segir miklar tilfinningar hafa verið í spilinu.Stöð 2 „Gekk að vinnufélaga mínum og spurði hvort ég mætti fá knús“ Fyrsta verk Rúnu var að hringja í manninn sinn, Jónatan, og segja honum gleðifréttirnar. „Hún hringir í mig og tilkynnir mér að hún sé með stórar fréttir, að hún sé „match“. Þetta var mjög skrítið allt saman.“ „Mér fannst hann svo rólegur, þetta var einhvern vegin allt: Þetta fer vel. Sem var hughreystandi,“ segir Rúna. Jónatan segist samt ekki hafa verið rólegur yfir þessu öllu saman. Út á við hafi hann haldið ró sinni svo Rúna yrði ekki kvíðin fyrir framhaldinu. Eldur Elí var langt leiddur þegar líffæragjafi fannst loks fyrir hann.Stöð 2 „Miklar tilfinningar, ég meira að segja bara gekk að vinnufélaga mínum og spurði hvort ég mætti fá knús.“ Að svo búnu var ljóst að lítill tími var til stefnu og var Rúnu í raun tilkynnt að verið væri að útbúa flugmiða fyrir þau hjónin um leið og hún fékk að vita að lifrin hennar væri ákjósanleg fyrir þessa aðgerð. „Hann er í rauninni bara að gefast upp“ Rúna og Jónatan höfðu því hraðar hendur og komu börnum sínum og gæludýrum í pössun hjá fjölskyldumeðlimum og flugu í kjölfarið strax út til Stokkhólms. En þegar þangað var komið og á meðan þau voru að bíða eftir tengiflugi til Gautaborgar bárust þeim afar sorglegar fréttir af Eldi litla, sem var á þessum tímapunkti orðinn það illa haldinn að læknarnir töldu ekki víst að hann gæti yfir höfuð komist í aðgerðina. „Hann er í rauninni bara að gefast upp. Hann getur ekkert mikið meira. Þetta er ólýsanleg tilfinning að hann í rauninni er bara að gera sitt besta og hann bara getur ekki meir, þannig að hann fer niður á gjörgæslu,“ segir Kristín. „Hann er kominn þangað og þá er staðan orðin mjög alvarleg.“ Á þessum tímapunkti voru líffæri Elds hreinlega við það að gefast upp og var litla drengnum haldið sofandi í öndunarvél þar sem súrefnismettun var komin niður fyrir lífvænleg mörk og voru læknarnir í raun bara að berjast við að halda honum á lífi. „Akkúrat þarna á flugvellinum þá hringi ég í Bjarka og spyr hver er staðan og við erum báðir í miklu uppnámi, grátandi í símann og svo segir Bjarki: Þetta skal ganga. Ég sagði að þetta væri of góð saga til að hún endaði einhvern vegin öðruvísi og það var einhvern vegin það sem eftir var: Þetta skal ganga. Og það var hugarfarið hjá okkur í alvörunni,“ segir Jónatan. „Frá þessari stundu þá var ekkert annað í boði. Maður notar þetta og segir við börnin sín að eitthvað sé ekki í boði. En þarna var ekkert annað í boði. Þetta mun ganga,“ segir Rúna. „Thanks, but no thanks“ Þegar Rúna og Jónatan komu svo loks til Gautaborgar beið hennar teymi lækna og hjúkrunarfræðinga sem höfðu undirbúið komu hennar allan daginn og var hún strax drifin í rannsóknir og viðtöl þar sem henni var betur gert grein fyrir hvað hún væri að fara gangast undir en það er auðvitað ekki hlaupið að því leggjast undir hníf í skurðagerð til að láta skera úr sér líffæri. „Hún var spurð í þrígang, fjórgang: Þú áttar þig alveg á hvað þú ert að fara að gera? Og ef það kemur upp á einhverjum tímapunkti, alveg fram að svæfingu, að þú viljir hætta við þá þarftu bara að láta vita af því og þarft ekki að gefa upp neina ástæðu og við setjum þá bara einhverjar læknisfræðilega forsendur þannig að það kemur ekki þannig út eins og þú hafir bara orðið óörugg,“ útskýrir Jónatan. Kristín og Rúna féllust í faðma þegar ljóst var að aðgerðin hafði heppnast.Stöð 2 „Og alltaf svaraði Rúna á enskunni: Thanks, but no thanks. Hún var bara ákveðin alveg frá upphafi til enda.“ Af hverju varstu svona ákveðin Rúna? „Þetta snerist bara um lítið líf. Og mér fannst líka bara komið nóg hjá þeim, hvað þau eru búin að vera að ganga í gegn um. Ef ég gat hjálpað þá langaði mig bara að fara alla leið. Það var ekkert annað í boði,“ segir Rúna. „Svo bara hefst aðgerðin“ Kristín segir á þessum tímapunkti mikla geðshræringu hafa ríkt meðal þeirra foreldranna og starfsmanna spítalans. „Hann er náttúrulega bara óstabíll þannig að það er komið upp panikk hvort hann nái þessu eða ekki. Eina sem ég hugsa er að þú ert búinn að bíða svo lengi. Við erum búin að bíða í allar þessar vikur, þú mátt ekki gefast upp núna. Þú þarft bara að bíða í smá stund í viðbót, þú þarft að þrauka pínulítið lengur.“ Og sem betur fer náði Eldur Elí á síðustu stundu að finna þann styrk sem til þurfti til að halda áfram. „Það sem gerist um nóttina er að Eldur snýr við og nær súrefnismettun í það að vera nógu sterkur, að þeirra mati, að hann geti farið í þessa aðgerð,“ segir Kristín. Kristín segir að læknarnir hafi á þessum tímapunkti sagt að ekkert annað væri í stöðunni en að fara strax í aðgerð. Ef beðið væri með hana lengur væri tíminn útrunninn fyrir Eld. Þegar Eldur Elí vaknaði, fjórum dögum eftir aðgerð, voru augun hans orðin hvít, í fyrsta sinn frá fæðingu.Stöð 2 „Þeir verða bara að meta það svo að hann sé akkúrat á línunni. Þeir rúlla honum inn í aðgerð og við vitum bara að þau eru lent en erum ekki búin að hitta þau eða neitt. Svo bara hefst aðgerðin,“ segir Kristín. „Ég get ekki lýst því, þetta er súrrealískt á alla vegu að vita af því að vinkona þín var tilbúin til þess að gera þetta. Ég á engin orð yfir það hvað hún var tilbúin að gera,“ segir Kristín. „Hann opnar augun og þau eru skjannahvít“ Aðgerðirnar á Rúnu og Eldi Elí tóku samanlagt yfir fjórtán klukkustundir og var skurðlæknirinn sem sá um þær frekar búinn á því en í skýjunum með árangurinn þegar hann hringdi í Kristínu til að tjá henni niðurstöðurnar. Læknirinn sagðist sannfærður um að Eldur Elí ætti eftir að verða hraustur og flottur strákur sem mundi gera flotta hluti í framtíðinni, því aðgerðin hefði verið vel heppnuð og þeim hefði í raun tekist að gera stórkostlega hluti á skurðstofunni þennan dag. „Ég var bara orðlaus að þetta sé komið og búið. Þetta er kraftaverk, ekkert annað en kraftaverk. Frá þeirra dyrum séð líka,“ segir Kristín. „Tilfinningin þegar hann vaknar, honum er haldið sofandi í fjóra daga til að verkjastilla hann og svo honum líði vel. Þegar hann opnar augun, eftir fimm daga og er náttúrulega búinn að vera með gul augu síðan hann fæddist, bara gulur út af lifrarbiluninni og ég er einn inni á gjörgæslunni, Kristín er að bíða fyrir utan. Hann opnar augun og þau eru skjannahvít. Þetta er augnablik sem maður gleymir aldrei,“ segir Bjarki. „Þetta var dásamlegt.“ Bjarki og Kristín, foreldrar Elds, segjast varla geta komið því í orð hve þakklát þau eru Rúnu fyrir lífgjöfina.Stöð 2 „Þú getur aldrei endurgoldið þetta“ Þau segjast ekki geta komið í orð þakklætinu í garð Rúnu. „Maður er bara svo þakklátur en Rúna, hún er bara svo flott. Og hún sjálf er svo þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Hún var svo ákveðin í því að hún ætlaði að vera sú sem bjargaði honum. Ég held að maður geti reynt að þakka henni fyrir alla ævi. Þú getur aldrei endurgoldið þetta,“ segir Bjarki. „Þetta er rosaleg ákvörðun, að fara út og vera tilbúinn að fórna sér í rosalega stóra aðgerð til þess að bjarga einhverjum sem er ekki fjölskyldan þín. En maður fann það mjög sterkt að þetta var eitthvað sem hún var svo tilbúin í. En ég á engin orð yfir hversu þakklát ég er. Engin. Það er ekki hægt að lýsa því hversu tæpt þetta var. Það hefði ekki verið spurt að leikslokum hefði hún ekki verið tilbúin í þetta,“ segir Kristín.
Ísland í dag Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira