Glódís Perla kom inn af bekknum er Bayern lagði Lyon | Ekkert vesen á Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2021 22:05 Leikmenn Bayern fagna sigrinum að leik loknum. Sven Hoppe/Getty Images Bayern München vann 1-0 sigur á Lyon í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern undir lok leiks. Þá vann Arsenal 3-0 sigur á HB Köge. Stórleikur dagsins í Meistaradeild Evrópu var viðureign Bayern München og Lyon. Gestirnir völtuðu fyrir París Saint-Germain um helgina og höfðu unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni fram að leik kvöldsins. Leikur kvöldsins var stál í stál og lítið um opin marktækifæri. Bayern hafði engan áhuga á að gefa mörg færi á sér og spilaði skipulagðan varnarleik frá upphafi til enda. Til að mynda komst Ada Hegerberg – norska markamaskínan í liði Lyon – ekkert áleiðis í kvöld en hún var að byrja sinn fyrsta leik í hartnær eitt og hálft ár. Staðan var því markalaus í hálfleik en þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks komust Bæjarar yfir. Laura Benkarth varið meistaralega í marki Bayern um miðbik síðari hálfleiks og skömmu síðar komust heimakonur yfir. Cascarino sold the cameraman but there's no fooling Benkarth https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/Re3asMFFZe— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Saki Kumagai, fyrrum leikmaður Lyon, skallaði þá hornspyrnu Carolin Simon í netið og kom Bayern 1-0 yfir. Reyndist það eina mark leiksins þó Lyon hafi sótt í sig veðrið undir lok leiks. Besta færi gestanna kom þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. SAKI KUMAGAI SCORES AGAINST HER FORMER CLUB https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/cC4SuIAsqh— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Allt kom þó fyrir ekki og Bayern varð fyrsta liðið til að leggja Lyon á leiktíðinni. Eins og svo oft áður var það fast leikatriði sem sker úr um hvort liðið fer með sigur af hólmi þegar stórlið á borð við Bayern og Lyon mætast. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern til að múra fyrir markið þegar tíu mínútur lifðu leiks. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum. HEART-IN-MOUTH MOMENT https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/iPjnUtWzwo— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Lyon er sem fyrr á toppi D-riðils með níu stig á meðan Bayern er í 2. sæti með sjö stig. Þar á eftir kemur Benfica með þrjú stig. Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Häcken reka lestina með þrjú stig. Í Lundúnum var HB Köge í heimsókn hjá Arsenal. Catilin Foord kom Skyttunum yfir eftir rúman stundarfjórðung og var staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Arsenal dágóða stund að ganga frá leiknum en Carlotte Wubben-Moy tryggði sigurinn með öðru marki Arsenal á 83. mínútu. Fimm mínútum síðar bætti Vivianne Miedema þriðja marki Arsenal við og lokatölur því 3-0 heimakonum í vil. Arsenal call on Miedema to extend their lead https://t.co/Zcw69GCoct https://t.co/6u2zLMlA3D pic.twitter.com/jjiyt1bBiN— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Staðan í C-riðli er þannig að Barcelona er með 12 stig eða fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum. Arsenal kemur þar á eftir með 9 stig, Hoffenheim er með 3 stig og Köge er án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Stórleikur dagsins í Meistaradeild Evrópu var viðureign Bayern München og Lyon. Gestirnir völtuðu fyrir París Saint-Germain um helgina og höfðu unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni fram að leik kvöldsins. Leikur kvöldsins var stál í stál og lítið um opin marktækifæri. Bayern hafði engan áhuga á að gefa mörg færi á sér og spilaði skipulagðan varnarleik frá upphafi til enda. Til að mynda komst Ada Hegerberg – norska markamaskínan í liði Lyon – ekkert áleiðis í kvöld en hún var að byrja sinn fyrsta leik í hartnær eitt og hálft ár. Staðan var því markalaus í hálfleik en þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks komust Bæjarar yfir. Laura Benkarth varið meistaralega í marki Bayern um miðbik síðari hálfleiks og skömmu síðar komust heimakonur yfir. Cascarino sold the cameraman but there's no fooling Benkarth https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/Re3asMFFZe— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Saki Kumagai, fyrrum leikmaður Lyon, skallaði þá hornspyrnu Carolin Simon í netið og kom Bayern 1-0 yfir. Reyndist það eina mark leiksins þó Lyon hafi sótt í sig veðrið undir lok leiks. Besta færi gestanna kom þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. SAKI KUMAGAI SCORES AGAINST HER FORMER CLUB https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/cC4SuIAsqh— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Allt kom þó fyrir ekki og Bayern varð fyrsta liðið til að leggja Lyon á leiktíðinni. Eins og svo oft áður var það fast leikatriði sem sker úr um hvort liðið fer með sigur af hólmi þegar stórlið á borð við Bayern og Lyon mætast. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern til að múra fyrir markið þegar tíu mínútur lifðu leiks. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum. HEART-IN-MOUTH MOMENT https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/iPjnUtWzwo— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Lyon er sem fyrr á toppi D-riðils með níu stig á meðan Bayern er í 2. sæti með sjö stig. Þar á eftir kemur Benfica með þrjú stig. Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Häcken reka lestina með þrjú stig. Í Lundúnum var HB Köge í heimsókn hjá Arsenal. Catilin Foord kom Skyttunum yfir eftir rúman stundarfjórðung og var staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Arsenal dágóða stund að ganga frá leiknum en Carlotte Wubben-Moy tryggði sigurinn með öðru marki Arsenal á 83. mínútu. Fimm mínútum síðar bætti Vivianne Miedema þriðja marki Arsenal við og lokatölur því 3-0 heimakonum í vil. Arsenal call on Miedema to extend their lead https://t.co/Zcw69GCoct https://t.co/6u2zLMlA3D pic.twitter.com/jjiyt1bBiN— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Staðan í C-riðli er þannig að Barcelona er með 12 stig eða fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum. Arsenal kemur þar á eftir með 9 stig, Hoffenheim er með 3 stig og Köge er án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn