Glódís Perla kom inn af bekknum er Bayern lagði Lyon | Ekkert vesen á Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2021 22:05 Leikmenn Bayern fagna sigrinum að leik loknum. Sven Hoppe/Getty Images Bayern München vann 1-0 sigur á Lyon í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern undir lok leiks. Þá vann Arsenal 3-0 sigur á HB Köge. Stórleikur dagsins í Meistaradeild Evrópu var viðureign Bayern München og Lyon. Gestirnir völtuðu fyrir París Saint-Germain um helgina og höfðu unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni fram að leik kvöldsins. Leikur kvöldsins var stál í stál og lítið um opin marktækifæri. Bayern hafði engan áhuga á að gefa mörg færi á sér og spilaði skipulagðan varnarleik frá upphafi til enda. Til að mynda komst Ada Hegerberg – norska markamaskínan í liði Lyon – ekkert áleiðis í kvöld en hún var að byrja sinn fyrsta leik í hartnær eitt og hálft ár. Staðan var því markalaus í hálfleik en þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks komust Bæjarar yfir. Laura Benkarth varið meistaralega í marki Bayern um miðbik síðari hálfleiks og skömmu síðar komust heimakonur yfir. Cascarino sold the cameraman but there's no fooling Benkarth https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/Re3asMFFZe— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Saki Kumagai, fyrrum leikmaður Lyon, skallaði þá hornspyrnu Carolin Simon í netið og kom Bayern 1-0 yfir. Reyndist það eina mark leiksins þó Lyon hafi sótt í sig veðrið undir lok leiks. Besta færi gestanna kom þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. SAKI KUMAGAI SCORES AGAINST HER FORMER CLUB https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/cC4SuIAsqh— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Allt kom þó fyrir ekki og Bayern varð fyrsta liðið til að leggja Lyon á leiktíðinni. Eins og svo oft áður var það fast leikatriði sem sker úr um hvort liðið fer með sigur af hólmi þegar stórlið á borð við Bayern og Lyon mætast. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern til að múra fyrir markið þegar tíu mínútur lifðu leiks. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum. HEART-IN-MOUTH MOMENT https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/iPjnUtWzwo— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Lyon er sem fyrr á toppi D-riðils með níu stig á meðan Bayern er í 2. sæti með sjö stig. Þar á eftir kemur Benfica með þrjú stig. Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Häcken reka lestina með þrjú stig. Í Lundúnum var HB Köge í heimsókn hjá Arsenal. Catilin Foord kom Skyttunum yfir eftir rúman stundarfjórðung og var staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Arsenal dágóða stund að ganga frá leiknum en Carlotte Wubben-Moy tryggði sigurinn með öðru marki Arsenal á 83. mínútu. Fimm mínútum síðar bætti Vivianne Miedema þriðja marki Arsenal við og lokatölur því 3-0 heimakonum í vil. Arsenal call on Miedema to extend their lead https://t.co/Zcw69GCoct https://t.co/6u2zLMlA3D pic.twitter.com/jjiyt1bBiN— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Staðan í C-riðli er þannig að Barcelona er með 12 stig eða fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum. Arsenal kemur þar á eftir með 9 stig, Hoffenheim er með 3 stig og Köge er án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Stórleikur dagsins í Meistaradeild Evrópu var viðureign Bayern München og Lyon. Gestirnir völtuðu fyrir París Saint-Germain um helgina og höfðu unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni fram að leik kvöldsins. Leikur kvöldsins var stál í stál og lítið um opin marktækifæri. Bayern hafði engan áhuga á að gefa mörg færi á sér og spilaði skipulagðan varnarleik frá upphafi til enda. Til að mynda komst Ada Hegerberg – norska markamaskínan í liði Lyon – ekkert áleiðis í kvöld en hún var að byrja sinn fyrsta leik í hartnær eitt og hálft ár. Staðan var því markalaus í hálfleik en þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks komust Bæjarar yfir. Laura Benkarth varið meistaralega í marki Bayern um miðbik síðari hálfleiks og skömmu síðar komust heimakonur yfir. Cascarino sold the cameraman but there's no fooling Benkarth https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/Re3asMFFZe— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Saki Kumagai, fyrrum leikmaður Lyon, skallaði þá hornspyrnu Carolin Simon í netið og kom Bayern 1-0 yfir. Reyndist það eina mark leiksins þó Lyon hafi sótt í sig veðrið undir lok leiks. Besta færi gestanna kom þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. SAKI KUMAGAI SCORES AGAINST HER FORMER CLUB https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/cC4SuIAsqh— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Allt kom þó fyrir ekki og Bayern varð fyrsta liðið til að leggja Lyon á leiktíðinni. Eins og svo oft áður var það fast leikatriði sem sker úr um hvort liðið fer með sigur af hólmi þegar stórlið á borð við Bayern og Lyon mætast. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern til að múra fyrir markið þegar tíu mínútur lifðu leiks. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum. HEART-IN-MOUTH MOMENT https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/iPjnUtWzwo— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Lyon er sem fyrr á toppi D-riðils með níu stig á meðan Bayern er í 2. sæti með sjö stig. Þar á eftir kemur Benfica með þrjú stig. Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Häcken reka lestina með þrjú stig. Í Lundúnum var HB Köge í heimsókn hjá Arsenal. Catilin Foord kom Skyttunum yfir eftir rúman stundarfjórðung og var staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Arsenal dágóða stund að ganga frá leiknum en Carlotte Wubben-Moy tryggði sigurinn með öðru marki Arsenal á 83. mínútu. Fimm mínútum síðar bætti Vivianne Miedema þriðja marki Arsenal við og lokatölur því 3-0 heimakonum í vil. Arsenal call on Miedema to extend their lead https://t.co/Zcw69GCoct https://t.co/6u2zLMlA3D pic.twitter.com/jjiyt1bBiN— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Staðan í C-riðli er þannig að Barcelona er með 12 stig eða fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum. Arsenal kemur þar á eftir með 9 stig, Hoffenheim er með 3 stig og Köge er án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55