Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Snorri Másson skrifar 16. nóvember 2021 23:16 Talgreinir Tiro er framúrskarandi, þótt fæstir viti af honum. Hvort sem maður er kennari, læknir eða blaðamaður, getur forritið komið að mjög góðum notum. Stöð 2 Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. „Íslensk máltækni er komin miklu lengra en margur myndi ætla. Talgreining Tiro er þannig farin að geta skilið næstum því allt sem er sagt. Svo skilar hún textanum til manns,“ — eða „tillans“ — eins og talgreinirinn skildi orð fréttamanns er hann þuldi þau upp fyrir tölvuna. Heiðarleg mistök næstum fullkominnar tækninnar má sjá hér í myndbrotinu, sem sýnir líka frá miklum möguleikum forritsins: Tæknin er ekki fullkomin en hún er sannarlega orðin ansi nákvæm. Hvort sem maður talar beint inn í talgreininn eða hleður upp hljóðbút inn á vefinn, eins og ég hef gert hér, getur Tiro verið verulega hjálplegt. Undirritaður notar tæknina nær daglega í fréttavinnslu. Google og Apple taka tæknina í sína þjónustu „Það sem er skemmtilegt við þetta er að þetta er svo ofsalega vítt og margir möguleikar í boði. Bæði hvað varðar aðgengismál fyrir fatlaða og að sama skapi nýtist þetta náttúrulega bara líka í staðinn fyrir lyklaborðið,“ segir Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro. Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro, Róbert Kjaran tæknistjóri og David Erik Mollberg, forritari í vöru- og hugbúnaðarþróun.Stöð 2 Tiro er fyrir kennara, lækna, tæknimenn, rithöfunda, sálfræðinga, skólabörn og svo mætti lengi halda áfram. En jafnvel mikilvægara markmið er að tæknin sem verður til er síðan afhent stórfyrirtækjum, sem sjálf nenna ekki að setja eins mikið púður í íslensku. Það er lykilatriði þegar við förum að tala við tækin. „Google, Microsoft og allir þessir aðilar geta tekið þetta upp og markmiðið er að þeir geri það innan áætlunarinnar,“ segir Eydís. Þá getur tæknin nú textað talað mál í beinni, með miklum árangri. Þess eru dæmi að íslenskir máltæknifræðingar gegni mikilvægu hlutverki í stórum alþjóðlegum verkefnum. Á degi íslenskrar tungu er saklaust að auglýsa svið málfræðinnar sem hálaunastarf. „Ef þú hefur áhuga á gervigreind og líka máltækni, þá er þetta staðurinn í dag. Og það er boðið upp á nám í HR í máltækni,“ segir Eydís. Hér má nálgast búnaðinn á vefsvæði Tiro, þar sem hann stendur öllum til boða, gjaldfrjáls. Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Íslensk máltækni er komin miklu lengra en margur myndi ætla. Talgreining Tiro er þannig farin að geta skilið næstum því allt sem er sagt. Svo skilar hún textanum til manns,“ — eða „tillans“ — eins og talgreinirinn skildi orð fréttamanns er hann þuldi þau upp fyrir tölvuna. Heiðarleg mistök næstum fullkominnar tækninnar má sjá hér í myndbrotinu, sem sýnir líka frá miklum möguleikum forritsins: Tæknin er ekki fullkomin en hún er sannarlega orðin ansi nákvæm. Hvort sem maður talar beint inn í talgreininn eða hleður upp hljóðbút inn á vefinn, eins og ég hef gert hér, getur Tiro verið verulega hjálplegt. Undirritaður notar tæknina nær daglega í fréttavinnslu. Google og Apple taka tæknina í sína þjónustu „Það sem er skemmtilegt við þetta er að þetta er svo ofsalega vítt og margir möguleikar í boði. Bæði hvað varðar aðgengismál fyrir fatlaða og að sama skapi nýtist þetta náttúrulega bara líka í staðinn fyrir lyklaborðið,“ segir Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro. Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro, Róbert Kjaran tæknistjóri og David Erik Mollberg, forritari í vöru- og hugbúnaðarþróun.Stöð 2 Tiro er fyrir kennara, lækna, tæknimenn, rithöfunda, sálfræðinga, skólabörn og svo mætti lengi halda áfram. En jafnvel mikilvægara markmið er að tæknin sem verður til er síðan afhent stórfyrirtækjum, sem sjálf nenna ekki að setja eins mikið púður í íslensku. Það er lykilatriði þegar við förum að tala við tækin. „Google, Microsoft og allir þessir aðilar geta tekið þetta upp og markmiðið er að þeir geri það innan áætlunarinnar,“ segir Eydís. Þá getur tæknin nú textað talað mál í beinni, með miklum árangri. Þess eru dæmi að íslenskir máltæknifræðingar gegni mikilvægu hlutverki í stórum alþjóðlegum verkefnum. Á degi íslenskrar tungu er saklaust að auglýsa svið málfræðinnar sem hálaunastarf. „Ef þú hefur áhuga á gervigreind og líka máltækni, þá er þetta staðurinn í dag. Og það er boðið upp á nám í HR í máltækni,“ segir Eydís. Hér má nálgast búnaðinn á vefsvæði Tiro, þar sem hann stendur öllum til boða, gjaldfrjáls.
Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54
Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38
Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22