Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Snorri Másson skrifar 16. nóvember 2021 23:16 Talgreinir Tiro er framúrskarandi, þótt fæstir viti af honum. Hvort sem maður er kennari, læknir eða blaðamaður, getur forritið komið að mjög góðum notum. Stöð 2 Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. „Íslensk máltækni er komin miklu lengra en margur myndi ætla. Talgreining Tiro er þannig farin að geta skilið næstum því allt sem er sagt. Svo skilar hún textanum til manns,“ — eða „tillans“ — eins og talgreinirinn skildi orð fréttamanns er hann þuldi þau upp fyrir tölvuna. Heiðarleg mistök næstum fullkominnar tækninnar má sjá hér í myndbrotinu, sem sýnir líka frá miklum möguleikum forritsins: Tæknin er ekki fullkomin en hún er sannarlega orðin ansi nákvæm. Hvort sem maður talar beint inn í talgreininn eða hleður upp hljóðbút inn á vefinn, eins og ég hef gert hér, getur Tiro verið verulega hjálplegt. Undirritaður notar tæknina nær daglega í fréttavinnslu. Google og Apple taka tæknina í sína þjónustu „Það sem er skemmtilegt við þetta er að þetta er svo ofsalega vítt og margir möguleikar í boði. Bæði hvað varðar aðgengismál fyrir fatlaða og að sama skapi nýtist þetta náttúrulega bara líka í staðinn fyrir lyklaborðið,“ segir Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro. Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro, Róbert Kjaran tæknistjóri og David Erik Mollberg, forritari í vöru- og hugbúnaðarþróun.Stöð 2 Tiro er fyrir kennara, lækna, tæknimenn, rithöfunda, sálfræðinga, skólabörn og svo mætti lengi halda áfram. En jafnvel mikilvægara markmið er að tæknin sem verður til er síðan afhent stórfyrirtækjum, sem sjálf nenna ekki að setja eins mikið púður í íslensku. Það er lykilatriði þegar við förum að tala við tækin. „Google, Microsoft og allir þessir aðilar geta tekið þetta upp og markmiðið er að þeir geri það innan áætlunarinnar,“ segir Eydís. Þá getur tæknin nú textað talað mál í beinni, með miklum árangri. Þess eru dæmi að íslenskir máltæknifræðingar gegni mikilvægu hlutverki í stórum alþjóðlegum verkefnum. Á degi íslenskrar tungu er saklaust að auglýsa svið málfræðinnar sem hálaunastarf. „Ef þú hefur áhuga á gervigreind og líka máltækni, þá er þetta staðurinn í dag. Og það er boðið upp á nám í HR í máltækni,“ segir Eydís. Hér má nálgast búnaðinn á vefsvæði Tiro, þar sem hann stendur öllum til boða, gjaldfrjáls. Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Íslensk máltækni er komin miklu lengra en margur myndi ætla. Talgreining Tiro er þannig farin að geta skilið næstum því allt sem er sagt. Svo skilar hún textanum til manns,“ — eða „tillans“ — eins og talgreinirinn skildi orð fréttamanns er hann þuldi þau upp fyrir tölvuna. Heiðarleg mistök næstum fullkominnar tækninnar má sjá hér í myndbrotinu, sem sýnir líka frá miklum möguleikum forritsins: Tæknin er ekki fullkomin en hún er sannarlega orðin ansi nákvæm. Hvort sem maður talar beint inn í talgreininn eða hleður upp hljóðbút inn á vefinn, eins og ég hef gert hér, getur Tiro verið verulega hjálplegt. Undirritaður notar tæknina nær daglega í fréttavinnslu. Google og Apple taka tæknina í sína þjónustu „Það sem er skemmtilegt við þetta er að þetta er svo ofsalega vítt og margir möguleikar í boði. Bæði hvað varðar aðgengismál fyrir fatlaða og að sama skapi nýtist þetta náttúrulega bara líka í staðinn fyrir lyklaborðið,“ segir Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro. Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro, Róbert Kjaran tæknistjóri og David Erik Mollberg, forritari í vöru- og hugbúnaðarþróun.Stöð 2 Tiro er fyrir kennara, lækna, tæknimenn, rithöfunda, sálfræðinga, skólabörn og svo mætti lengi halda áfram. En jafnvel mikilvægara markmið er að tæknin sem verður til er síðan afhent stórfyrirtækjum, sem sjálf nenna ekki að setja eins mikið púður í íslensku. Það er lykilatriði þegar við förum að tala við tækin. „Google, Microsoft og allir þessir aðilar geta tekið þetta upp og markmiðið er að þeir geri það innan áætlunarinnar,“ segir Eydís. Þá getur tæknin nú textað talað mál í beinni, með miklum árangri. Þess eru dæmi að íslenskir máltæknifræðingar gegni mikilvægu hlutverki í stórum alþjóðlegum verkefnum. Á degi íslenskrar tungu er saklaust að auglýsa svið málfræðinnar sem hálaunastarf. „Ef þú hefur áhuga á gervigreind og líka máltækni, þá er þetta staðurinn í dag. Og það er boðið upp á nám í HR í máltækni,“ segir Eydís. Hér má nálgast búnaðinn á vefsvæði Tiro, þar sem hann stendur öllum til boða, gjaldfrjáls.
Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54
Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38
Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22