Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Tilkynnt var á föstudag að Britney stjórni lífi sínu loks sjálf að fullu. Dómari í Los Angeles felldi á föstudagskvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum þáttum lífs hennar. Í tilefni dagsins deildi Britney myndandi á Instagram af aðdáendum sínum og meðlimum #FreeBritney hreyfingarinnar, þar sem þeir fagna niðurstöðu dómstóla. „Guð minn góður hvað ég elska aðdáendur mína mikið, það er klikkað!!! Ég held ég muni gráta það sem eftir er dags!!! Besti dagur í heimi... dýrð sé Drottni... Get ég fengið Amen??? #FreedBritney“ skrifaði Britney við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Jamie Spears, faðir söngkonunnar, hafði þar til í september farið með forræði yfir dóttur sinni frá árinu 2008. Forræðinu var komið á í kjölfar þess að Britney fékk taugaáfall og var tvisvar flutt á geðsjúkrahús til að gangast undir geðrænt mat, sem hún var tilneydd til að gangast undir. Britney hafði glímt við mikinn geðrænan vanda vikurnar og mánuðina á undan, hún hafði misst forræði yfir tveimur sonum sínum og höfðu margir áhyggjur af því að hún væri að misnota lyf. Getur kosið, keyrt bíl og eignast annað barn Síðan þá hefur Britney ekki haft nokkur völd yfir eigin lífi. Lýsti hún því sjálf fyrir dómi að forræðismenn hennar hafi til dæmis stjórnað því hvernig hún málaði veggina heima hjá sér, hvað hún borðaði, með hverjum hún væri í sambandi og hvort hún fengi að eignast fleiri börn. Sagðist hún hafa verið neydd í uppsetningu á getnaðarvarnalykkju, sem hún vildi sjálf ekki nota. En nú getur Britney, í fyrsta sinn í fjórtán ár, keypt sér eignir, gifst, kosið, eignast annað barn, keyrt bíl, notað eigin fjármuni, farið til læknis að eigin vilja, ákveðið hvort hún vilji vinna eða ekki, hitt vini sína án leyfis og ráðið eigin lögmann auk margs annars. Sjálfræðisbarátta Britney hefur verið í sviðsljósinu undanfarna mánuði og deila hennar við forráðamenn sína verið hörð. Baráttan hefur í raun verið áralöng en hófst af alvöru í september í fyrra. Britney leitaði þá til dómstóla í tilraun til að koma í veg fyrir að farði hennar yrði lögráðamaður hennar á ný en hann hafði látið af hlutverkinu tímabundið vegna heilsubrests. Var hann þó enn fjárvörslumaður hennar. Hér fyrir neðan má fletta tímalínu um ævi og störf Britney Spears. Hrædd við pabba sinn og þreytt á þrælkuninni Jamie Spears og lögfræðingurinn Andrew M. Wallet voru saman lögráðamenn söngkonunnar á árunum 2008 til 2019 en snemma árið 2019 ákvað Wallet að segja sig frá málinu. Þarna í september 2019 sóttist Britney eftir að Jodi Montgomery, sem hafði verið lögráðamaður hennar til bráðabirgða, yrði það varanlega. Þá krafðist hún þess að fyrirtækið Bessemer Trust tæki við sem fjárvörsluaðili hennar. Britney varð ekki að ósk sinni í að skiptið, þó Bessemer Trust var gert fjárvörsluaðili hennar samhliða föður hennar, en baráttan hélt áfram og ávarpaði hún dómara í júní á þessu ári. Sagðist hún þar vera hrædd við föður sinn. Forræðið yfir henni hafi verið notað sem kúgandi og stjórnandi afl í lífi hennar. Í skýrslu sem lögð var fyrir dómstóla kom fram að Britney væri orðin þreytt á því að vera notuð í þeim tilgangi að vera fyrirvinna fólksins í kring um hana. Faðir hennar hefði til að mynda fullt vald yfir 60 milljóna Bandaríkjadala, eða um 7 milljarða króna, ríkidæmi hennar. Hér að neðan er hlekkur að fréttaskýringu um líf og störf poppstjörnunnar. Framing Britney Spears og #FreeBritney Það var eins og olíu væri hellt á eldinn þegar heimildarmyndin Framing Britney Spears kom út í febrúar á þessu ári. Myndin vakti mikla athygli um heim allan og flykktist fólk að í hreyfinguna #FreeBritney, sem barist hefur fyrir og stutt sjálfræðisbaráttu Britney. Heimildamyndin beindi kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu lífshlaupi söngkonunnar. Þá málaði heimildamyndin samband slúðurmiðla við Britney í verulega slæmu ljósi, sem fóru um hana óvægnum höndum og fylgdu henni hvert fótmál á erfiðum tíma í lífi hennar. Það var svo í júlí, eftir að Britney kom fyrir dómara í fyrsta sinn sem stuðningur við hana varð verulegur. Justin Timberlake, fyrrverandi kærasti Britney sem hafði verið verulega gagnrýndur fyrir hegðun sína gagnvart henni í kjölfar sambandsslitanna, og fleiri stjörnur lýstu yfir stuðningi við Britney. After what we saw today, we should all be supporting Britney at this time. Regardless of our past, good and bad, and no matter how long ago it was… what’s happening to her is just not right. No woman should ever be restricted from making decisions about her own body.— Justin Timberlake (@jtimberlake) June 24, 2021 We love you Britney!!! Stay strong ❤️❤️❤️— Mariah Carey (@MariahCarey) June 23, 2021 Tónlistarkonan Halsey sagði öllum þeim að fokka sér sem vildu stjórna því hvort aðrir eignuðust börn eða ekki. Bless Britney and I hope with my whole heart she is awarded freedom from this abusive system. She deserves it more than anything. I admire her courage speaking up for herself today.— h (@halsey) June 23, 2021 Additionally, fuck anyone who thinks they have the authority as an institution or individual to control a person’s reproductive health. #FreeBritney— h (@halsey) June 23, 2021 Fleiri gagnrýndu forræðismálið yfir Britney. Oldest trick in the playbook of the patriarchy: declare a woman mad and gain control of her assets/property. Been happening for centuries https://t.co/fTAs75UQQ3— Liz Phair (@PhizLair) June 23, 2021 I feel physically sick about this Britney Spears news - I think because it's about so much more.. Women not being heard, not being trusted, accused of being crazy at any slight deviation from a perfect veneer. We as a society have utterly failed her and her dad should be in jail.— Meghan McCain (@MeghanMcCain) June 24, 2021 We stand in solidarity with Britney and all women who face reproductive coercion. Your reproductive health is your own — and no one should make decisions about it for you. #FreeBritney https://t.co/jkx5ZpOdFT— Alexis McGill Johnson (@alexismcgill) June 23, 2021 Fólk í kringum Britney fór að stökkva frá borði Svo fór að umboðsmaður Britney tilkynnti það þann 6. júlí að hann vildi ekki starfa sem umboðsmaður hennar lengur. Larry Rudolph hafði þá verið umboðsmaður hennar í tuttugu og fimm ár. Rudolph gaf í skyn í bréfi sem hann sendi Jamie, föður Britney, og Jodi Montgomery, dómskvadds lögráðamanns hennar, að Spears hafi lýst yfir vilja til að draga sig í hlé eftir að hafa verið ein af stærstu poppstjörnum heims í um aldarfjórðung. Þá hafi hann ekki verið í samskiptum við Spears í á hálft þriðja ár. Seinna sama dag tilkynnti Sam Ingham, lögmaður Britney að hann hafi sagt sig frá málinu en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum árið 2008. Sagðist hann í yfirlýsingu ekki hafa lagt fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður hennar yfir henni. Sagði sig frá fjárræðinu þó „engin ástæða væri til“ Dómari í Los Angeles úrskurðaði tíu dögum síðar að Britney fengi að velja sér lögmann sjálf. Lögmaðurinn Mathew Rosengart varð fyrir valinu og seinna sama dag tilkynnti hún að hún vildi kæra föður sinn fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni. Sagði hún föður sinn hafa þrælað sér út og neytt sig til að vinna 70 klukkustunda vinnuvikur. Þá hafi hann stjórnað mataræði hennar og einkalífi alveg. Jamie Spears lýsti því yfir í byrjun ágústmánaðar að engin ástæða væri til að fella niður forræði hans yfir Britney. Sagðist hann hafa sinnt skyldum sínum sem forræðismaður dóttur sinnar vel. Sú afstaða hans hélt þó ekki lengi en þann 12. ágúst tilkynnti Jamie að hann hafi ákveðið að láta af forræði yfir fjármálum Britney. Sagði hann ákvörðunina byggða á linnulausum árásum sem beindust gegn honum. Þessi ákvörðun Jamie virtist þó ekki skilyrðislaus. Rosengart, lögmaður Britney, sakaði Jamie í byrjun september um fjárkúgun. Sagði hann Jamie hafa ætlað að freista þess að skilyrða afsög sína því að bú Britney greiddi þann kostnað sem fallið hafi til við rekstur málsins fyrir dómstólu, það er fyrir vinnu lögmanna og ráðgjafa Jamie. Kostnaðurinn er sagður nema um tveimur milljónum dala. Enn hefur ekkert orðið af þessum kröfum Jamie. Eins og frjáls fugl og Instagram logaði Ljóst varð nokkuð stuttu eftir að Jamie sagði sig frá forræðinu yfir Britney að eins og þungu fargi væri af henni létt. Britney trúlofaðist kærastanum sínum til fjögurra ára, Sam Asghari. Britney fór að dæla út færslum á Instagram-reikningi sínum, sem reyndar hafa margir vakið furðu. 30. september síðastliðinn kvað dómari í Los Angeles upp úrskurð þess efnis að Jamie væri ekki lengur fjárhaldsmaður stjörnunnar. Fimm dögum síðan birti Britney færslu á Instagram þar sem hún fagnaði úrkurðinum og sagði aðdáendum sínum að „kyssa sinn hvíta, sæta rass.“ Beinir spjótunum að mömmu sinni og fyrrverandi viðskiptaráðgjafa Það var svo á föstudag sem dómari í Los Angeles felldi niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum málum. Britney er því frjáls eftir nær fjórtán ára sjálfræðisbaráttu. Það er auðvitað nokkuð óeðlilegt að fullorðin manneskja hafi ekki sjálfræði í svo langan tíma en yfirleitt er fólki veitt forræði yfir öðrum vegna þess að þeir eru ófærir um að fara með mál sín og taka ákvarðanir, eins og þeir sem glíma við geðsjúkdóma eða elliglöp. Sjaldséð er ða fo´lk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum í svo langan tíma. Britney virðist þó ekki af baki dottin og síður en svo búin að gleyma þessari fjórtán ára nauðungarvist. Hún sakaði nýlega móður sína um að hafa komið forræðinu yfir henni á fót en sömuleiðis beindi hún spjótum sínum að Lou Taylor, fyrrverandi viðskiptaráðgjafa sínum, sem hún segir þátttakanda í ráðabruggi móður sinnar. Taylor stundi sjálfræðissviptingar Fjóla Heiðdal, Britneyáhugakona, nefndi Taylor einmitt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það má ekki gleyma henni í umræðunni. Hún fær svolítið að fljóta með á bak við en ég held, og það eru mjög margir á þeirri skoðun, að hún sé „mastermindinn“ á bak við þetta allt,“ sagði Fjóla. Britney er langt frá því að vera eina konan í Hollywood sem hefur verið svipt sjálfræðinu og nefnir Fjóla þar Amöndu Bynes, barnastjörnu, sem missti sjálfræðið fyrir nokkrum árum. Taylor var einmitt sú sem kom forræði foreldra Bynes yfir henni á fót. „Hún reyndi líka að fá mömmu Lindsey Lohan til að koma Lindsey í svona „conservatorship“ [svipta hana sjálfræði]. Hún stundar þetta.“ Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Fréttaskýringar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Tilkynnt var á föstudag að Britney stjórni lífi sínu loks sjálf að fullu. Dómari í Los Angeles felldi á föstudagskvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum þáttum lífs hennar. Í tilefni dagsins deildi Britney myndandi á Instagram af aðdáendum sínum og meðlimum #FreeBritney hreyfingarinnar, þar sem þeir fagna niðurstöðu dómstóla. „Guð minn góður hvað ég elska aðdáendur mína mikið, það er klikkað!!! Ég held ég muni gráta það sem eftir er dags!!! Besti dagur í heimi... dýrð sé Drottni... Get ég fengið Amen??? #FreedBritney“ skrifaði Britney við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Jamie Spears, faðir söngkonunnar, hafði þar til í september farið með forræði yfir dóttur sinni frá árinu 2008. Forræðinu var komið á í kjölfar þess að Britney fékk taugaáfall og var tvisvar flutt á geðsjúkrahús til að gangast undir geðrænt mat, sem hún var tilneydd til að gangast undir. Britney hafði glímt við mikinn geðrænan vanda vikurnar og mánuðina á undan, hún hafði misst forræði yfir tveimur sonum sínum og höfðu margir áhyggjur af því að hún væri að misnota lyf. Getur kosið, keyrt bíl og eignast annað barn Síðan þá hefur Britney ekki haft nokkur völd yfir eigin lífi. Lýsti hún því sjálf fyrir dómi að forræðismenn hennar hafi til dæmis stjórnað því hvernig hún málaði veggina heima hjá sér, hvað hún borðaði, með hverjum hún væri í sambandi og hvort hún fengi að eignast fleiri börn. Sagðist hún hafa verið neydd í uppsetningu á getnaðarvarnalykkju, sem hún vildi sjálf ekki nota. En nú getur Britney, í fyrsta sinn í fjórtán ár, keypt sér eignir, gifst, kosið, eignast annað barn, keyrt bíl, notað eigin fjármuni, farið til læknis að eigin vilja, ákveðið hvort hún vilji vinna eða ekki, hitt vini sína án leyfis og ráðið eigin lögmann auk margs annars. Sjálfræðisbarátta Britney hefur verið í sviðsljósinu undanfarna mánuði og deila hennar við forráðamenn sína verið hörð. Baráttan hefur í raun verið áralöng en hófst af alvöru í september í fyrra. Britney leitaði þá til dómstóla í tilraun til að koma í veg fyrir að farði hennar yrði lögráðamaður hennar á ný en hann hafði látið af hlutverkinu tímabundið vegna heilsubrests. Var hann þó enn fjárvörslumaður hennar. Hér fyrir neðan má fletta tímalínu um ævi og störf Britney Spears. Hrædd við pabba sinn og þreytt á þrælkuninni Jamie Spears og lögfræðingurinn Andrew M. Wallet voru saman lögráðamenn söngkonunnar á árunum 2008 til 2019 en snemma árið 2019 ákvað Wallet að segja sig frá málinu. Þarna í september 2019 sóttist Britney eftir að Jodi Montgomery, sem hafði verið lögráðamaður hennar til bráðabirgða, yrði það varanlega. Þá krafðist hún þess að fyrirtækið Bessemer Trust tæki við sem fjárvörsluaðili hennar. Britney varð ekki að ósk sinni í að skiptið, þó Bessemer Trust var gert fjárvörsluaðili hennar samhliða föður hennar, en baráttan hélt áfram og ávarpaði hún dómara í júní á þessu ári. Sagðist hún þar vera hrædd við föður sinn. Forræðið yfir henni hafi verið notað sem kúgandi og stjórnandi afl í lífi hennar. Í skýrslu sem lögð var fyrir dómstóla kom fram að Britney væri orðin þreytt á því að vera notuð í þeim tilgangi að vera fyrirvinna fólksins í kring um hana. Faðir hennar hefði til að mynda fullt vald yfir 60 milljóna Bandaríkjadala, eða um 7 milljarða króna, ríkidæmi hennar. Hér að neðan er hlekkur að fréttaskýringu um líf og störf poppstjörnunnar. Framing Britney Spears og #FreeBritney Það var eins og olíu væri hellt á eldinn þegar heimildarmyndin Framing Britney Spears kom út í febrúar á þessu ári. Myndin vakti mikla athygli um heim allan og flykktist fólk að í hreyfinguna #FreeBritney, sem barist hefur fyrir og stutt sjálfræðisbaráttu Britney. Heimildamyndin beindi kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu lífshlaupi söngkonunnar. Þá málaði heimildamyndin samband slúðurmiðla við Britney í verulega slæmu ljósi, sem fóru um hana óvægnum höndum og fylgdu henni hvert fótmál á erfiðum tíma í lífi hennar. Það var svo í júlí, eftir að Britney kom fyrir dómara í fyrsta sinn sem stuðningur við hana varð verulegur. Justin Timberlake, fyrrverandi kærasti Britney sem hafði verið verulega gagnrýndur fyrir hegðun sína gagnvart henni í kjölfar sambandsslitanna, og fleiri stjörnur lýstu yfir stuðningi við Britney. After what we saw today, we should all be supporting Britney at this time. Regardless of our past, good and bad, and no matter how long ago it was… what’s happening to her is just not right. No woman should ever be restricted from making decisions about her own body.— Justin Timberlake (@jtimberlake) June 24, 2021 We love you Britney!!! Stay strong ❤️❤️❤️— Mariah Carey (@MariahCarey) June 23, 2021 Tónlistarkonan Halsey sagði öllum þeim að fokka sér sem vildu stjórna því hvort aðrir eignuðust börn eða ekki. Bless Britney and I hope with my whole heart she is awarded freedom from this abusive system. She deserves it more than anything. I admire her courage speaking up for herself today.— h (@halsey) June 23, 2021 Additionally, fuck anyone who thinks they have the authority as an institution or individual to control a person’s reproductive health. #FreeBritney— h (@halsey) June 23, 2021 Fleiri gagnrýndu forræðismálið yfir Britney. Oldest trick in the playbook of the patriarchy: declare a woman mad and gain control of her assets/property. Been happening for centuries https://t.co/fTAs75UQQ3— Liz Phair (@PhizLair) June 23, 2021 I feel physically sick about this Britney Spears news - I think because it's about so much more.. Women not being heard, not being trusted, accused of being crazy at any slight deviation from a perfect veneer. We as a society have utterly failed her and her dad should be in jail.— Meghan McCain (@MeghanMcCain) June 24, 2021 We stand in solidarity with Britney and all women who face reproductive coercion. Your reproductive health is your own — and no one should make decisions about it for you. #FreeBritney https://t.co/jkx5ZpOdFT— Alexis McGill Johnson (@alexismcgill) June 23, 2021 Fólk í kringum Britney fór að stökkva frá borði Svo fór að umboðsmaður Britney tilkynnti það þann 6. júlí að hann vildi ekki starfa sem umboðsmaður hennar lengur. Larry Rudolph hafði þá verið umboðsmaður hennar í tuttugu og fimm ár. Rudolph gaf í skyn í bréfi sem hann sendi Jamie, föður Britney, og Jodi Montgomery, dómskvadds lögráðamanns hennar, að Spears hafi lýst yfir vilja til að draga sig í hlé eftir að hafa verið ein af stærstu poppstjörnum heims í um aldarfjórðung. Þá hafi hann ekki verið í samskiptum við Spears í á hálft þriðja ár. Seinna sama dag tilkynnti Sam Ingham, lögmaður Britney að hann hafi sagt sig frá málinu en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum árið 2008. Sagðist hann í yfirlýsingu ekki hafa lagt fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður hennar yfir henni. Sagði sig frá fjárræðinu þó „engin ástæða væri til“ Dómari í Los Angeles úrskurðaði tíu dögum síðar að Britney fengi að velja sér lögmann sjálf. Lögmaðurinn Mathew Rosengart varð fyrir valinu og seinna sama dag tilkynnti hún að hún vildi kæra föður sinn fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni. Sagði hún föður sinn hafa þrælað sér út og neytt sig til að vinna 70 klukkustunda vinnuvikur. Þá hafi hann stjórnað mataræði hennar og einkalífi alveg. Jamie Spears lýsti því yfir í byrjun ágústmánaðar að engin ástæða væri til að fella niður forræði hans yfir Britney. Sagðist hann hafa sinnt skyldum sínum sem forræðismaður dóttur sinnar vel. Sú afstaða hans hélt þó ekki lengi en þann 12. ágúst tilkynnti Jamie að hann hafi ákveðið að láta af forræði yfir fjármálum Britney. Sagði hann ákvörðunina byggða á linnulausum árásum sem beindust gegn honum. Þessi ákvörðun Jamie virtist þó ekki skilyrðislaus. Rosengart, lögmaður Britney, sakaði Jamie í byrjun september um fjárkúgun. Sagði hann Jamie hafa ætlað að freista þess að skilyrða afsög sína því að bú Britney greiddi þann kostnað sem fallið hafi til við rekstur málsins fyrir dómstólu, það er fyrir vinnu lögmanna og ráðgjafa Jamie. Kostnaðurinn er sagður nema um tveimur milljónum dala. Enn hefur ekkert orðið af þessum kröfum Jamie. Eins og frjáls fugl og Instagram logaði Ljóst varð nokkuð stuttu eftir að Jamie sagði sig frá forræðinu yfir Britney að eins og þungu fargi væri af henni létt. Britney trúlofaðist kærastanum sínum til fjögurra ára, Sam Asghari. Britney fór að dæla út færslum á Instagram-reikningi sínum, sem reyndar hafa margir vakið furðu. 30. september síðastliðinn kvað dómari í Los Angeles upp úrskurð þess efnis að Jamie væri ekki lengur fjárhaldsmaður stjörnunnar. Fimm dögum síðan birti Britney færslu á Instagram þar sem hún fagnaði úrkurðinum og sagði aðdáendum sínum að „kyssa sinn hvíta, sæta rass.“ Beinir spjótunum að mömmu sinni og fyrrverandi viðskiptaráðgjafa Það var svo á föstudag sem dómari í Los Angeles felldi niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum málum. Britney er því frjáls eftir nær fjórtán ára sjálfræðisbaráttu. Það er auðvitað nokkuð óeðlilegt að fullorðin manneskja hafi ekki sjálfræði í svo langan tíma en yfirleitt er fólki veitt forræði yfir öðrum vegna þess að þeir eru ófærir um að fara með mál sín og taka ákvarðanir, eins og þeir sem glíma við geðsjúkdóma eða elliglöp. Sjaldséð er ða fo´lk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum í svo langan tíma. Britney virðist þó ekki af baki dottin og síður en svo búin að gleyma þessari fjórtán ára nauðungarvist. Hún sakaði nýlega móður sína um að hafa komið forræðinu yfir henni á fót en sömuleiðis beindi hún spjótum sínum að Lou Taylor, fyrrverandi viðskiptaráðgjafa sínum, sem hún segir þátttakanda í ráðabruggi móður sinnar. Taylor stundi sjálfræðissviptingar Fjóla Heiðdal, Britneyáhugakona, nefndi Taylor einmitt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það má ekki gleyma henni í umræðunni. Hún fær svolítið að fljóta með á bak við en ég held, og það eru mjög margir á þeirri skoðun, að hún sé „mastermindinn“ á bak við þetta allt,“ sagði Fjóla. Britney er langt frá því að vera eina konan í Hollywood sem hefur verið svipt sjálfræðinu og nefnir Fjóla þar Amöndu Bynes, barnastjörnu, sem missti sjálfræðið fyrir nokkrum árum. Taylor var einmitt sú sem kom forræði foreldra Bynes yfir henni á fót. „Hún reyndi líka að fá mömmu Lindsey Lohan til að koma Lindsey í svona „conservatorship“ [svipta hana sjálfræði]. Hún stundar þetta.“