„Maður stundum sér ekki þegar hún er farin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 14:00 Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir er illviðráðanleg einn á móti einum enda fáir leikmenn með eins mikinn sprengikraft og hún. Vísir/Hulda Margrét Hin sautján ára gamla Elín Klara Þorkelsdóttir var til umræðu í Seinni bylgjunni í gær þar sem farið var yfir síðustu umferð í Olís deild kvenna í handbolta. „Við verðum að byrja á því að tala um stjörnu leiksins. Hún er sautján ára og þetta bara eiginlega galinn leikur hjá henni,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Hún var stórkostleg í þessum leik og það gekk náttúrulega allt upp hjá henni. Það var stundum eins og hún væri að spila á móti unglingaflokksleikmönnum,“ sagði Solveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum á móti Stjörnunni „Þú hittir naglann á höfuðið þarna. Það var eins og hún væri að keppa á móti þriðja flokki sem er reyndar hennar flokkur held ég. Það var því kannski eins og hún væri að keppa á móti fimmta flokki. Ég hef aldrei séð svona alhliða frammistöðu hjá sautján ára leikmanni í efstu,“ sagði Svava Kristín. „Hún er að fífla leikmenn aftur og aftur. Marga leikmenn. Hún tekur Helenu og hún tekur Kötlu,“ sagði Solveig Lára. „Hún er frábær þessi stelpa. Ég er alltaf pínu talsmaður þess að gefa leikmönnum tækifæri. Hún fékk tækifærið á síðasta tímabili,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Svo líka þessi ellefu stopp. Þegar þú horfir á hana þá hugsar þú: Ráðumst á hana. Hún stendur vörnina alveg,“ sagði Solveig Lára. „Hún er bara snögg og hefur þennan svaka sprengikraft. Maður stundum sér ekki þegar hún er farin. Hún var líka komin með skot sem hefur verið eitthvað sem henni hefur vantað sérstaklega á móti þéttum 6:0 vörnum.“ sagði Sigurlaug. „Það er enginn að fara að stoppa hana á hraða. Hún er ung en hún þorir og hún bara gerir. Hún lét vaða á þetta og var stórkostleg í þessum leik. Hún er mjög góður leikmaður og það verður mjög gaman að fylgjast með henni. Ef hún ætlar að vaxa svona mikið þá verður mjög gaman að sjá hvar hún endar,“ sagði Sigurlaug. Olís-deild kvenna Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
„Við verðum að byrja á því að tala um stjörnu leiksins. Hún er sautján ára og þetta bara eiginlega galinn leikur hjá henni,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Hún var stórkostleg í þessum leik og það gekk náttúrulega allt upp hjá henni. Það var stundum eins og hún væri að spila á móti unglingaflokksleikmönnum,“ sagði Solveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum á móti Stjörnunni „Þú hittir naglann á höfuðið þarna. Það var eins og hún væri að keppa á móti þriðja flokki sem er reyndar hennar flokkur held ég. Það var því kannski eins og hún væri að keppa á móti fimmta flokki. Ég hef aldrei séð svona alhliða frammistöðu hjá sautján ára leikmanni í efstu,“ sagði Svava Kristín. „Hún er að fífla leikmenn aftur og aftur. Marga leikmenn. Hún tekur Helenu og hún tekur Kötlu,“ sagði Solveig Lára. „Hún er frábær þessi stelpa. Ég er alltaf pínu talsmaður þess að gefa leikmönnum tækifæri. Hún fékk tækifærið á síðasta tímabili,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Svo líka þessi ellefu stopp. Þegar þú horfir á hana þá hugsar þú: Ráðumst á hana. Hún stendur vörnina alveg,“ sagði Solveig Lára. „Hún er bara snögg og hefur þennan svaka sprengikraft. Maður stundum sér ekki þegar hún er farin. Hún var líka komin með skot sem hefur verið eitthvað sem henni hefur vantað sérstaklega á móti þéttum 6:0 vörnum.“ sagði Sigurlaug. „Það er enginn að fara að stoppa hana á hraða. Hún er ung en hún þorir og hún bara gerir. Hún lét vaða á þetta og var stórkostleg í þessum leik. Hún er mjög góður leikmaður og það verður mjög gaman að fylgjast með henni. Ef hún ætlar að vaxa svona mikið þá verður mjög gaman að sjá hvar hún endar,“ sagði Sigurlaug.
Olís-deild kvenna Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira