Krafa um bólusetningu ekki vandamál fyrir strákana okkar Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2021 11:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar marki á HM í Egyptalandi í janúar. Ekki náðist að bólusetja leikmenn íslenska liðsins fyrir það mót en nú eru allir bólusettir. EPA-EFE/Petr David Josek Fari handknattleikssamband Evrópu, EHF, þá leið að banna óbólusettum að mæta á Evrópumót karla í janúar kemur það ekki til með að bitna á íslenska landsliðinu. Alþjóða handknattleikssambandið tilkynnti um það í síðustu viku að bólusetning gegn Covid-19 væri skilyrði fyrir því að taka þátt á HM kvenna á Spáni í næsta mánuði. Sú krafa á við um leikmenn, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, stjórnarfólk og dómara sem þurfa þar með að framvísa bólusetningarvottorði. Verði sami háttur hafður á í janúar, þegar EM karla fer fram, kemur það ekki til með að skapa nein vandamál fyrir íslenska landsliðið, samkvæmt svari Róberts Geirs Gíslasonar framkvæmdastjóra HSÍ við fyrirspurn Vísis. „Það eru ekki sambærilegar reglur hjá EHF enn sem komið er en ég reikna með að allir leikmenn séu bólusettir. Það var tilvikið núna í nóvember þegar við æfðum saman,“ sagði Róbert en íslenska landsliðið kom saman fyrr í þessum mánuði til æfinga hér á landi. Aron Pálmarsson á æfingu íslenska landsliðsins í Víkinni fyrr í þessum mánuði. Allir mættu bólusettir til þeirra æfinga, að sögn framkvæmdastjóra HSÍ.vísir/vilhelm Þegar HM karla fór fram í Egyptalandi í janúar síðastliðnum var ekki gerð krafa um að liðin væru bólusett gegn Covid-19, enda bólusetningar þá rétt að hefjast í heiminum. Mótið varð að hálfgerðu fíaskói þar sem leikið var án áhorfenda, sum liðanna misstu út lykilmenn vegna smita, og Bandaríkin og Tékkland þurftu að hætta alveg við þátttöku vegna hópsmita. EM karla fer fram dagana 13.-30. janúar, í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland leikur sína leiki í Búdapest og er í riðli með Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi. EM karla í handbolta 2022 HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Alþjóða handknattleikssambandið tilkynnti um það í síðustu viku að bólusetning gegn Covid-19 væri skilyrði fyrir því að taka þátt á HM kvenna á Spáni í næsta mánuði. Sú krafa á við um leikmenn, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, stjórnarfólk og dómara sem þurfa þar með að framvísa bólusetningarvottorði. Verði sami háttur hafður á í janúar, þegar EM karla fer fram, kemur það ekki til með að skapa nein vandamál fyrir íslenska landsliðið, samkvæmt svari Róberts Geirs Gíslasonar framkvæmdastjóra HSÍ við fyrirspurn Vísis. „Það eru ekki sambærilegar reglur hjá EHF enn sem komið er en ég reikna með að allir leikmenn séu bólusettir. Það var tilvikið núna í nóvember þegar við æfðum saman,“ sagði Róbert en íslenska landsliðið kom saman fyrr í þessum mánuði til æfinga hér á landi. Aron Pálmarsson á æfingu íslenska landsliðsins í Víkinni fyrr í þessum mánuði. Allir mættu bólusettir til þeirra æfinga, að sögn framkvæmdastjóra HSÍ.vísir/vilhelm Þegar HM karla fór fram í Egyptalandi í janúar síðastliðnum var ekki gerð krafa um að liðin væru bólusett gegn Covid-19, enda bólusetningar þá rétt að hefjast í heiminum. Mótið varð að hálfgerðu fíaskói þar sem leikið var án áhorfenda, sum liðanna misstu út lykilmenn vegna smita, og Bandaríkin og Tékkland þurftu að hætta alveg við þátttöku vegna hópsmita. EM karla fer fram dagana 13.-30. janúar, í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland leikur sína leiki í Búdapest og er í riðli með Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi.
EM karla í handbolta 2022 HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira