Tesla stefnt vegna markaðsmisnotkunartilburða Musk Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 09:25 Elon Musk var gert að stíga til hliðar sem sem stjórnarformaður Tesla eftir að hann sendi frá sér tíst með vangaveltum um að hann gæti tekið fyrirtækið af markaði. Tístin ollu töluverðum sveiflum á hlutabréfaverði. Vísir/EPA Fjárfestingabankinn JP Morgan stefndi rafbílaframleiðandandum Tesla fyrir samningsbrot og krafðist rúmra 162 milljóna dollara í gær. Deilurnar snúast um kaupréttarsamning á hlutabréfum sem Elon Musk, stofnandi fyrirtækisins, olli miklum verðsveiflum á árið 2018. Tesla átti að afhenda JP Morgan hlutabréf eða reiðufé ef hlutabéfaverð í fyrirtækinu færi yfir ákveðið lausnarverð fyrir ákveðinn tíma samkvæmt samningi sem fyrirtækin gerðu árið 2014, að því er segir í frétt CNBC. Musk hleypti töluverðu lífi í viðskipti með hlutabréf Tesla þegar hann tísti um að hann gæti tekið fyrirtækið af hlutabréfamarkaði á tilteknu verði á hvern hlut í ágúst árið 2018. Nokkrum vikum seinna dró hann þá hugmynd til baka. Musk var ákærður fyrir verðbréfasvik og gerði Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) bæði honum og Tesla að greiða tuttugu milljónir dollara í sekt vegna tístanna. JP Morgan taldi sig hafa samningsbundinn rétt til að breyta lausnarverðinu og gerði það í tvígang í kjölfar tísta Musk, fyrst um að hann ætlaði að taka Tesla af markaði og síðar þegar hann sagðist hættur við það. Tesla mótmæli breytingunum og sagði JP Morgan hafa brugðist of hratt við og hafi reynt að nýta sér sveiflur í hlutabréfaverði fyrirtækisins. Á sextán mánuðum eftir tíst Musk lækkaði hlutabréfaverð Tesla fyrst niður í lægstu lægðir en hækkaði svo verulega. Áður en kaupréttarsamningurinn rann út í sumar hafði hlutabréfaverð Tesla hækkað tífalt. Þrátt fyrir það greiddi Tesla bankanum hvorki í hlutum né reiðufé. JP Morgan segist líta svo á að Tesla sé í vanskilum, að því er segir í frétt Reuters. Tesla Tengdar fréttir Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tesla átti að afhenda JP Morgan hlutabréf eða reiðufé ef hlutabéfaverð í fyrirtækinu færi yfir ákveðið lausnarverð fyrir ákveðinn tíma samkvæmt samningi sem fyrirtækin gerðu árið 2014, að því er segir í frétt CNBC. Musk hleypti töluverðu lífi í viðskipti með hlutabréf Tesla þegar hann tísti um að hann gæti tekið fyrirtækið af hlutabréfamarkaði á tilteknu verði á hvern hlut í ágúst árið 2018. Nokkrum vikum seinna dró hann þá hugmynd til baka. Musk var ákærður fyrir verðbréfasvik og gerði Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) bæði honum og Tesla að greiða tuttugu milljónir dollara í sekt vegna tístanna. JP Morgan taldi sig hafa samningsbundinn rétt til að breyta lausnarverðinu og gerði það í tvígang í kjölfar tísta Musk, fyrst um að hann ætlaði að taka Tesla af markaði og síðar þegar hann sagðist hættur við það. Tesla mótmæli breytingunum og sagði JP Morgan hafa brugðist of hratt við og hafi reynt að nýta sér sveiflur í hlutabréfaverði fyrirtækisins. Á sextán mánuðum eftir tíst Musk lækkaði hlutabréfaverð Tesla fyrst niður í lægstu lægðir en hækkaði svo verulega. Áður en kaupréttarsamningurinn rann út í sumar hafði hlutabréfaverð Tesla hækkað tífalt. Þrátt fyrir það greiddi Tesla bankanum hvorki í hlutum né reiðufé. JP Morgan segist líta svo á að Tesla sé í vanskilum, að því er segir í frétt Reuters.
Tesla Tengdar fréttir Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38