Reiknar með að þing komi saman í næstu viku Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. nóvember 2021 18:32 Willum Þór Þórsson er sitjandi forseti Alþingis. vísir/vilhelm Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku. „Já, það er auðvitað háð því að undirbúningskjörbréfanefndin klári. Mér finnst ekki ólíklegt að þau klári á miðvikudag eða fimmtudag. Svo þarf auðvitað tíma til að klára allan texta… Þetta verður lengra álit, eða fleiri álit ef til kemur, en nokkru sinni og það þarf einhvern tíma í það,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. „En miðað við allt að þá ættum við að geta sett þingið í næstu viku." Willum setti sig í samband við alla þingflokksformenn í síðustu viku til að búa þá undir að þing kæmi saman í næstu viku. „Já, við erum að binda vonir við það. Þá þurfum við þingflokksformenn að hittast og ræða okkur í gegn um fyrirkomulagið; við þurfum að taka tillit til sóttvarna og þeirra reglna sem eru í gildi og vera tilbúin þegar þetta getur átt sér stað í næstu viku,“ segir Willum. Birgir teiknar upp tvær leiðir Undirbúningsnefndin hefur nú fundað ótal sinnum á þeim sjö vikum sem liðnar eru frá kosningunum. Hún fór þó ekki að ræða málið efnislega fyrr en á fundi sínum síðasta föstudag og hélt því aðeins áfram í dag þó að mestu hefði fundurinn farið í að fara yfir gögn. Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Stöð 2/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, nú teikna upp drög að tveimur leiðum sem nefndinni eru færar; annars vegar að láta seinni talningu í Norðvesturkjördæmi gilda og samþykkja kjörbréfin óbreytt eða að boða til uppkosninga í kjördæminu. Í drögunum mun hann reyna að draga fram afleiðingar beggja leiða og velta upp kostum þeirra og göllum. Nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til þess hvor leiðin þeim þykir vænlegri. Katrín Jakobsdóttir hefur þá sagt að nýr stjórnarsáttmáli verði ekki kynntur fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. Þó er ljóst að sáttmálinn og útbýting ráðuneyta sé að mestu lokið í viðræðum formannanna þriggja. Því ætti að draga til tíðinda í lok þessarar viku eða þeirrar næstu. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Já, það er auðvitað háð því að undirbúningskjörbréfanefndin klári. Mér finnst ekki ólíklegt að þau klári á miðvikudag eða fimmtudag. Svo þarf auðvitað tíma til að klára allan texta… Þetta verður lengra álit, eða fleiri álit ef til kemur, en nokkru sinni og það þarf einhvern tíma í það,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. „En miðað við allt að þá ættum við að geta sett þingið í næstu viku." Willum setti sig í samband við alla þingflokksformenn í síðustu viku til að búa þá undir að þing kæmi saman í næstu viku. „Já, við erum að binda vonir við það. Þá þurfum við þingflokksformenn að hittast og ræða okkur í gegn um fyrirkomulagið; við þurfum að taka tillit til sóttvarna og þeirra reglna sem eru í gildi og vera tilbúin þegar þetta getur átt sér stað í næstu viku,“ segir Willum. Birgir teiknar upp tvær leiðir Undirbúningsnefndin hefur nú fundað ótal sinnum á þeim sjö vikum sem liðnar eru frá kosningunum. Hún fór þó ekki að ræða málið efnislega fyrr en á fundi sínum síðasta föstudag og hélt því aðeins áfram í dag þó að mestu hefði fundurinn farið í að fara yfir gögn. Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Stöð 2/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, nú teikna upp drög að tveimur leiðum sem nefndinni eru færar; annars vegar að láta seinni talningu í Norðvesturkjördæmi gilda og samþykkja kjörbréfin óbreytt eða að boða til uppkosninga í kjördæminu. Í drögunum mun hann reyna að draga fram afleiðingar beggja leiða og velta upp kostum þeirra og göllum. Nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til þess hvor leiðin þeim þykir vænlegri. Katrín Jakobsdóttir hefur þá sagt að nýr stjórnarsáttmáli verði ekki kynntur fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. Þó er ljóst að sáttmálinn og útbýting ráðuneyta sé að mestu lokið í viðræðum formannanna þriggja. Því ætti að draga til tíðinda í lok þessarar viku eða þeirrar næstu.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira