„Þetta er svo mikið þvaður í manninum að ég á ekki til orð“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2021 13:14 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og Sigurður G. Guðjónsson ræddu málin á Sprengisandi í morgun. Bylgjan Hart var tekist á í umræðu um kynferðisofbeldi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur, og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ræddu málin. „Þetta er svo mikið þvaður í manninum að ég á ekki til orð,“ segir Hanna. „Sigurður stendur, og stóð, fyrir herferð gegn þolanda kynferðisofbeldis og það að lýsa sig saklausan af því er algjörlega fráleitt.“ Hanna segir áhugavert að sjá muninn á því hvernig umræðan er þegar um kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi að ræða, ólíkt því þegar rætt er um annars konar ofbeldi. Viðbrögðin séu allt öðruvísi og sökin sett á þolendur. Svona hafi þetta verið lengi. „Gleymum því aldrei að það er verið að biðja um réttlæti. Ef þú ætlar að komast yfir ofbeldi þá verðurðu að fá viðurkenningu á því að þú hafir verið beittur ofbeldi og það sé sannarlega ekki þér að kenna. Samfélagið hefur látið það í veðri vaka gagnvart þolendum og þeir hafa setið í þjáningu sinni og myrkrinu þangað til núna,“ segir Hanna Björg. „Vitið þið það, ég bara á ekki til eitt einasta orð“ Hanna segir að orðræða Sigurðar sé til þess fallin að draga máttinn úr þolendum. Verið sé að gera umræðunni óleik og gjörðir Sigurðar lagi ekki neitt. Þvert á móti. „Þú veist ekki einu sinni skilgreiningu á hugtökum, sem er mjög einfalt að gúggla. Að sitja þarna í einhverju forréttindasæti og ætla að segja konum hvernig þær tala saman. Vitið þið það, ég bara á ekki til eitt einasta orð,“ segir Hanna Björg. Sigurður játar því að það halli á þolendur í málaflokki kynferðisofbeldis en beina þurfi gagnrýninni á ríkisvaldið. Megininntakið hljóti að felast í því að reyna að leiða hið sanna og rétta í ljós. Það verði þó ekki gert með upphrópunum. „Ég er ekki forréttindapési“ Hanna segir Sigurð hafa áhyggjur af því að vera ekki lengur í forréttindastöðu. Sambærileg staða hafi komið upp á öllum sviðum samfélagsins. Konur séu taldar vera með yfirgang og frekju, þegar þær krefjast sömu réttinda og karlar. Hanna segist ekki geta gert annað en hlegið að Sigurði. „Ég er ekki forréttindapési. Ég tek að mér mál fyrir bæði kyn, og öll kyn, og gæti hagsmuna minna skjólstæðinga að fremsta megni. Það er það eina sem ég geri,“ segir Sigurður. „Hvar er þá réttarríkið fyrir þolendur?“ „Það eru til hér afskaplega hljóðlátar konur sem hafa unnið mjög gott verk við að reyna að bæta hlut þolenda í kynferðisbrotum. Það eru til lögmenn sem hafa unnið mjög gott starf þar. Þær eru ekkert alltaf hrópandi úti á torgum,“ heldur Sigurður áfram. Hanna Björg segir Sigurð vera að þagga niður í konum og þolendum með orðræðunni en Sigurður heldur fast í réttarríkishugtakið. Hann segist ekki vera að reyna að reka þolendur ofbeldis ofan í holu. „Auðvitað skiptir réttarríkið máli en það virkar bara ekki fyrir þolendur. Það vitum við. Hvar er þá réttarríkið fyrir þolendur?“ spyr Hanna Björg Vilhjálmsdóttir. Viðmælendur Kristjáns eru með gjörólíkar skoðanir en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
„Þetta er svo mikið þvaður í manninum að ég á ekki til orð,“ segir Hanna. „Sigurður stendur, og stóð, fyrir herferð gegn þolanda kynferðisofbeldis og það að lýsa sig saklausan af því er algjörlega fráleitt.“ Hanna segir áhugavert að sjá muninn á því hvernig umræðan er þegar um kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi að ræða, ólíkt því þegar rætt er um annars konar ofbeldi. Viðbrögðin séu allt öðruvísi og sökin sett á þolendur. Svona hafi þetta verið lengi. „Gleymum því aldrei að það er verið að biðja um réttlæti. Ef þú ætlar að komast yfir ofbeldi þá verðurðu að fá viðurkenningu á því að þú hafir verið beittur ofbeldi og það sé sannarlega ekki þér að kenna. Samfélagið hefur látið það í veðri vaka gagnvart þolendum og þeir hafa setið í þjáningu sinni og myrkrinu þangað til núna,“ segir Hanna Björg. „Vitið þið það, ég bara á ekki til eitt einasta orð“ Hanna segir að orðræða Sigurðar sé til þess fallin að draga máttinn úr þolendum. Verið sé að gera umræðunni óleik og gjörðir Sigurðar lagi ekki neitt. Þvert á móti. „Þú veist ekki einu sinni skilgreiningu á hugtökum, sem er mjög einfalt að gúggla. Að sitja þarna í einhverju forréttindasæti og ætla að segja konum hvernig þær tala saman. Vitið þið það, ég bara á ekki til eitt einasta orð,“ segir Hanna Björg. Sigurður játar því að það halli á þolendur í málaflokki kynferðisofbeldis en beina þurfi gagnrýninni á ríkisvaldið. Megininntakið hljóti að felast í því að reyna að leiða hið sanna og rétta í ljós. Það verði þó ekki gert með upphrópunum. „Ég er ekki forréttindapési“ Hanna segir Sigurð hafa áhyggjur af því að vera ekki lengur í forréttindastöðu. Sambærileg staða hafi komið upp á öllum sviðum samfélagsins. Konur séu taldar vera með yfirgang og frekju, þegar þær krefjast sömu réttinda og karlar. Hanna segist ekki geta gert annað en hlegið að Sigurði. „Ég er ekki forréttindapési. Ég tek að mér mál fyrir bæði kyn, og öll kyn, og gæti hagsmuna minna skjólstæðinga að fremsta megni. Það er það eina sem ég geri,“ segir Sigurður. „Hvar er þá réttarríkið fyrir þolendur?“ „Það eru til hér afskaplega hljóðlátar konur sem hafa unnið mjög gott verk við að reyna að bæta hlut þolenda í kynferðisbrotum. Það eru til lögmenn sem hafa unnið mjög gott starf þar. Þær eru ekkert alltaf hrópandi úti á torgum,“ heldur Sigurður áfram. Hanna Björg segir Sigurð vera að þagga niður í konum og þolendum með orðræðunni en Sigurður heldur fast í réttarríkishugtakið. Hann segist ekki vera að reyna að reka þolendur ofbeldis ofan í holu. „Auðvitað skiptir réttarríkið máli en það virkar bara ekki fyrir þolendur. Það vitum við. Hvar er þá réttarríkið fyrir þolendur?“ spyr Hanna Björg Vilhjálmsdóttir. Viðmælendur Kristjáns eru með gjörólíkar skoðanir en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira