Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2021 10:25 Bandaríkjamenn notuðu F-16 orrustuþotur við árásina. Getty Images Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. Hópur fólks var innikróaður á moldarflagi nálægt bænum Baghuz, á síðustu dögum stórsóknar Bandaríkjamanna í stríðinu við Íslamska ríkið. Dróni Bandaríkjahers sá hvar fólkið var saman komið og skyndilega flaug F-15E, orrustuþota hersins, yfir og lét rúmlega tvö hundruð kílóa sprengju falla úr lofti. Sjá einnig: ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Þegar rykið hafði sest sáust örfáir eftirlifandi ráfa burt í leit að skjóli. Skömmu síðar birtist önnur þota sem lét rúmlega níu hundruð kílóa sprengju falla á þá sem eftir lifðu, og lauk Bandaríkjaher verkinu þar með. Fáir stóðu eftir. „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn“ Mikil ringulreið greip um sig í stjórnstöð Bandaríkjahers í Katar þegar í ljós kom hvað hafði gerst. „Hver varpaði þessum sprengjum?“ skrifaði ringlaður sérfræðingur á dulkóðaða spjallrás hersins. Þá svaraði annar: „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn,“ en síðar kom í ljós að um sjötíu hafi látið lífið í árásunum. Rannsókn New York Times leiddi í ljós að leynilegur starfshópur Bandaríkjahers hafi fyrirskipað árásina, en hópurinn sá um aðgerðir í Sýrlandi. Samkvæmt grein Times var skipulega unnið að þöggun árásarinnar og fór starfshópurinn, sem varpaði sprengjunum, með rannsókn málsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að mannfallið hafi verið réttmætt, enda hafi aðeins fáir látist í árásinni að þeirra sögn. Sprengjunum hafi verið beint að vígamönnum Íslamska ríkisins, og hópurinn bar fyrir sig að óbreyttir borgarar bæru stundum vopn. Bandaríkin Hernaður Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Hópur fólks var innikróaður á moldarflagi nálægt bænum Baghuz, á síðustu dögum stórsóknar Bandaríkjamanna í stríðinu við Íslamska ríkið. Dróni Bandaríkjahers sá hvar fólkið var saman komið og skyndilega flaug F-15E, orrustuþota hersins, yfir og lét rúmlega tvö hundruð kílóa sprengju falla úr lofti. Sjá einnig: ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Þegar rykið hafði sest sáust örfáir eftirlifandi ráfa burt í leit að skjóli. Skömmu síðar birtist önnur þota sem lét rúmlega níu hundruð kílóa sprengju falla á þá sem eftir lifðu, og lauk Bandaríkjaher verkinu þar með. Fáir stóðu eftir. „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn“ Mikil ringulreið greip um sig í stjórnstöð Bandaríkjahers í Katar þegar í ljós kom hvað hafði gerst. „Hver varpaði þessum sprengjum?“ skrifaði ringlaður sérfræðingur á dulkóðaða spjallrás hersins. Þá svaraði annar: „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn,“ en síðar kom í ljós að um sjötíu hafi látið lífið í árásunum. Rannsókn New York Times leiddi í ljós að leynilegur starfshópur Bandaríkjahers hafi fyrirskipað árásina, en hópurinn sá um aðgerðir í Sýrlandi. Samkvæmt grein Times var skipulega unnið að þöggun árásarinnar og fór starfshópurinn, sem varpaði sprengjunum, með rannsókn málsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að mannfallið hafi verið réttmætt, enda hafi aðeins fáir látist í árásinni að þeirra sögn. Sprengjunum hafi verið beint að vígamönnum Íslamska ríkisins, og hópurinn bar fyrir sig að óbreyttir borgarar bæru stundum vopn.
Bandaríkin Hernaður Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira