Washington vann sannfærandi sigur á Orlando Magic, 104-92. Spencer Dinwiddle var stigahæstur með 23 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom Montrezl Harrell með 20 stig.
Washington hefur nú unnið síðustu fjóra leiki sína í deildinni. Alls er liðið með 9 sigra og 3 töp til þessa.
Philadelphia 76ers var án Joel Embiid er liðið tapaði fyrir Indiana Pacers í nótt, lokatölur 118-113. Önnur úrslit má sjá hér að neðan.
Önnur úrslit
New Orleans Pelicans 112-101 Memphis Grizzlies
Toronto Raptors 121-127 Detroit Pistons
Cleveland Cavaliers 91-89 Boston Celtics
Los Angeles Clippers 129-102 Minnesota Timberwolves