Fósturforeldrar segja tilfærslu málefna fatlaðra hafa verið mikil mistök Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2021 20:15 Pétur (standandi) og Björn, ásamt Magnúsi og Líneyju en ekkert úrræði hefur fundist fyrir strákana þar sem þeir geta átt heima með sólarhringsþjónustu. Á meðan eru þeir áfram í umsjón hjónanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fósturforeldrar á Selfossi segja að það hafi verið mikil mistök að færa málefni fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga því málaflokkurinn sé í algjörum ólestri hjá sveitarfélögum. Þau eru með tvo tvítuga stráka í fóstri, sem komast hvorki inn á heimili á Selfossi eða á Sólheimum og þar með sé brotið á rétti þeirra. Í húsinu við Kirkjuveg 26 á Selfossi þar sem hjónin Líney Tómasdóttir og Magnús Tómasson búa er alltaf mikið fjör því húsið er oftast fullt af fósturbörnum, sem þau eru með. Börnin er á ýmsum aldri og hafa verið mislengi hjá þeim. Tveir af drengjunum, Björn, sem er tvítugur og Pétur, sem er tuttugu og eins árs þurfa sólarhrings vistun en það er því miður ekkert úrræði fyrir þá í Árborg. Pétur býr enn heima á Kirkjuveginum því hann fær hvergi annars staðar inni en Björn er á heimili í Reykjavík með þremur öðrum þó lögheimili hans sé á Selfossi en kemur á Selfoss um helgar og öll jól og páska. „Þetta er mjög erfið staða. Eins hjá okkur líka að þurfa að fara til Reykjavíkur og hitt hann og sækja hann þegar hann kemur í staðinn fyrir að geti verið hér í nærumhverfi,“ segir Magnús „Og Pétur er með umsókn inn á Sólheima en þar gerist ekkert og hérna á Selfossi líka, þannig að það er ekkert í boði fyrir hann en hann þarf sólarhrings þjónustu líka,“ bætir Líney við. Hjónin segja fátt um svör hjá Árborg, það sé engin lausn og ekkert úrræði fyrir strákana eins og í dag þrátt fyrir að það sé langt síðan að það hafi verið vitað að það kæmi að þessari þörf. „Við sáum verulega afturför eftir að þetta fór til sveitarfélaga frá ríki því sennilega eru ekki lagðir nægilega miklir peningar í málaflokkinn frá ríkinu. Sveitarfélögin ráða ekki við þetta, þetta er bara of stór pakki fyrir þá,“ segir Líney og Magnús tekur heilshugar undir orð hennar. Líney og Magnús, sem hafa verið með fjölda fósturbarna inn á heimili sínu á Selfossi síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Líney og Magnús kvíða framtíðinni fyrir hönd Björns og Péturs. „Já, því við eigum bara eitt og tvö ár í sextugt og við ætlum ekki að vera alltaf með áhyggjur af drengjunum, hvað verður um þá og hvert eiga þeir að fara og hvar eiga þeir að eiga heima í framtíðinni,“ segir Líney. En hvað verður þá eiginlega um strákana? „Við vitum það ekki, við erum ekki með neinar lausnir. Árborg lofar allavega að þeim verði ekki hent á götuna, þannig að þeir gera allt sem þeir telja sig geta,“ segir Magnús og Líney bætir strax við. „Ég skora á alþingismenn að skoða þennan málaflokk og gera eitthvað í þessum málum þannig að allir eigi saman rétt í þessu þjóðfélagi.“ Árborg Félagsmál Sveitarstjórnarmál Fjölskyldumál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Í húsinu við Kirkjuveg 26 á Selfossi þar sem hjónin Líney Tómasdóttir og Magnús Tómasson búa er alltaf mikið fjör því húsið er oftast fullt af fósturbörnum, sem þau eru með. Börnin er á ýmsum aldri og hafa verið mislengi hjá þeim. Tveir af drengjunum, Björn, sem er tvítugur og Pétur, sem er tuttugu og eins árs þurfa sólarhrings vistun en það er því miður ekkert úrræði fyrir þá í Árborg. Pétur býr enn heima á Kirkjuveginum því hann fær hvergi annars staðar inni en Björn er á heimili í Reykjavík með þremur öðrum þó lögheimili hans sé á Selfossi en kemur á Selfoss um helgar og öll jól og páska. „Þetta er mjög erfið staða. Eins hjá okkur líka að þurfa að fara til Reykjavíkur og hitt hann og sækja hann þegar hann kemur í staðinn fyrir að geti verið hér í nærumhverfi,“ segir Magnús „Og Pétur er með umsókn inn á Sólheima en þar gerist ekkert og hérna á Selfossi líka, þannig að það er ekkert í boði fyrir hann en hann þarf sólarhrings þjónustu líka,“ bætir Líney við. Hjónin segja fátt um svör hjá Árborg, það sé engin lausn og ekkert úrræði fyrir strákana eins og í dag þrátt fyrir að það sé langt síðan að það hafi verið vitað að það kæmi að þessari þörf. „Við sáum verulega afturför eftir að þetta fór til sveitarfélaga frá ríki því sennilega eru ekki lagðir nægilega miklir peningar í málaflokkinn frá ríkinu. Sveitarfélögin ráða ekki við þetta, þetta er bara of stór pakki fyrir þá,“ segir Líney og Magnús tekur heilshugar undir orð hennar. Líney og Magnús, sem hafa verið með fjölda fósturbarna inn á heimili sínu á Selfossi síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Líney og Magnús kvíða framtíðinni fyrir hönd Björns og Péturs. „Já, því við eigum bara eitt og tvö ár í sextugt og við ætlum ekki að vera alltaf með áhyggjur af drengjunum, hvað verður um þá og hvert eiga þeir að fara og hvar eiga þeir að eiga heima í framtíðinni,“ segir Líney. En hvað verður þá eiginlega um strákana? „Við vitum það ekki, við erum ekki með neinar lausnir. Árborg lofar allavega að þeim verði ekki hent á götuna, þannig að þeir gera allt sem þeir telja sig geta,“ segir Magnús og Líney bætir strax við. „Ég skora á alþingismenn að skoða þennan málaflokk og gera eitthvað í þessum málum þannig að allir eigi saman rétt í þessu þjóðfélagi.“
Árborg Félagsmál Sveitarstjórnarmál Fjölskyldumál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira