Ferðamennskuaðilar verðlaunaðir á Bessastöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2021 15:08 Frá afhendingu Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2021. Eliza Reid, forsetafrú og Bjarnheiður Hallsdóttur, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum Icelandic Lava Show þeim Ragnhildi Ágústsdóttur, stofnanda og eins eiganda Icelandic Lava Show, Hildi Árnadóttur og Ragnari Þóri Guðgeirssyni. SAF/BIG Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóvember ár hvert. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Icelandic Lava Show verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SAF sem sjá má í heild að neðan. SAF afhenda Nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan samtakanna til nýsköpunar. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í átjánda skipti sem SAF veita nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar en þetta árið bárust 14 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin. Sýningin sú eina sinnar tegundar í heiminum Í Icelandic Lava Show er hraun frá Kötlugosinu 1918 brætt upp í 1100 gráðu hita og því hellt inn í sýningarsal fullum af fólki. Áhorfendur fá þannig tækifæri til að komast í návígi við bráðið hraun með öruggum hætti. „Upplifunin er sannkölluð veisla fyrir skynfærin. Að sjá rauðglóandi hraunið renna inn í salinn, heyra það snarka, finna lyktina en umfram allt skynja ótrúlegan hitann sem stafar frá hrauninu er hreint magnað,“ segir í tilkynningunni. Sýningin er sögð sú eina sinnar tegundar í heiminum og hafa fengið gífurlegt lof frá vel yfir 1000 sýningargestum eins og sjá má á jákvæðum ummælum á einkunnasíðum á borð við TripAdvisor og Google. „Einróma lof og hverrar krónu virði. Sjón er sögu ríkari.“ Hugmyndin kviknaði á Fimmvörðuhálsi Í tilkynningunni frá SAF kemur fram að hugmyndin hafi kviknað þegar stofnendurnir, hjónin Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson, fóru upp að gosinu á Fimmvörðuhálsi vorið 2010 og sáu þar hraunfossinn í fullkominni andstöðu við kolsvart storknandi hraunið og hrímhvítan snjóinn. Þau urðu uppnumin og strax þá kviknaði hugmyndin að því hvernig væri hægt að endurskapa þessar magnþrungnu aðstæður þar sem áherslan yrði á sérstöðu Íslands, samspil elds og íss, fræðslu og að gera fólki kleyft að upplifa rauðglóandi hraun í návígi með öruggum hætti. Eftir mikla undirbúningsvinnu opnaði Icelandic Lava Show loksins haustið 2018, í Vík í Mýrdal. Sýningin er til húsa í gamla hluta bæjarins, að Víkurbraut 5, í uppgerðu húsi gamla kaupfélagsins. Icelandic Lava Show er fjölskyldurekið frumkvöðlafyrirtæki í ferðaþjónustu og hefur frá upphafi verið byggt upp á hugkvæmni og útsjónarsemi stofnendanna sem hefur reynst vel á tímum Covid-19. Frá afhendingu Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2021. Eliza Reid, forsetafrú og Bjarnheiður Hallsdóttur, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum VÖK Baths þeim Hilmari Gunnlaugssyni, Ívari Ingimarssyni og Steingrími Birgissyni.SAF/BIG „Framtíðin er björt hjá Icelandic Lava Show, en á dögunum voru kynnt áform fyrirtækisins um nýja sýningu á Granda í Reykjavík samhliða nýjum hluthöfum í félaginu. Með tíð og tíma er stefnan síðan tekin út fyrir landssteinana með íslenskt hugvit og framkvæmdagleði að leiðarljósi þar sem opnuð verða Lava Show á heitum reitum víðsvegar um heiminn, t.d. á Havaí, Kanaríeyjum, Ítalíu og í Japan.“ Icelandic Lava Show eru handhafar Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2021. Verðlaunin hvatning til áframhaldandi vaxtar „Við erum alveg í skýjunum með þessa viðurkenningu og lítum á verðlaunin sem hvatningu til að halda áfram að vaxa og dafna,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og einn eigenda Icelandic Lava Show. „Eins og allir þekkja sem hafa farið í gegnum stofnun fyrirtækis, þá er það hlykkjóttur vegur varðaður ótal hindrunum. Það á ekki síst við þegar um nýsköpun er að ræða. Mörgum þótti hugmyndin brjálæðisleg en okkur tókst að hrinda henni í framkvæmd í Vík í Mýrdal með mikilli vinnu og elju. Þetta hefur alls ekki verið auðveld vegferð en lærdómsrík og við erum afskaplega stolt af því að geta lagt okkar af mörkum til að auðga íslenska ferðaþjónustu. Viðtökurnar hafa verið stórkostlegar og næsta skref er að opna lava show á fleiri stöðum,“ segir Ragnhildur. Markaðsstofa Norðurlands og VÖK Baths hlutu nýsköpunarviðurkenningu Venju samkvæmt tilnefndi dómnefnd nýsköpunarverðlaunanna þrjú fyrirtæki sem áttu kost á að hljóta verðlaunin, en auk Icelandic Lava Show hlutu Markaðsstofa Norðurlands, vegna Arctic Coast Way, og VÖK Baths á Egilsstöðum nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar árið 2021. Dómnefnd Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar skipuðu Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF sem jafnframt var formaður dómnefndar, Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, og Eyþór Ívar Jónsson, stofnandi og forseti Akademias. Frá afhendingu Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2021. Eliza Reid, forsetafrú og Bjarnheiður Hallsdóttur, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum Markaðsstofu Norðurlands þeim Halldóri Óla Kjartanssyni, verkefnastjóra, Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra og Katrínu Harðardóttur, verkefnastjóra Norðurstrandaleiðar.SAF/BIG Tilnefningarnar til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar endurspegla mikla grósku og nýsköpun í ferðaþjónustu um allt land. Hugmyndaauðgi, stórhugur og fagmennska einkennir mörg þau fyrirtæki sem tilnefnd voru og var dómnefnd því ákveðinn vandi á höndum. Nefndarmenn voru þó einróma um að handhafi verðlaunanna í ár sé Icelandic Lava Show. Verðlaunin afhent í átjánda sinn Er þetta í 18. skipti sem Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru afhent, en verðlaunahafar til þessa hafa verið: ·2021 - Icelandic Lava Show ·2020 - Íslensk ferðaþjónusta í heild ·2019 - Sjóböðin Húsavík ·2018 - Bjórböðin á Árskógssandi ·2017 - Friðheimar í Bláskógabyggð ·2016 - Óbyggðasetur Íslands ·2015 - Into The Glacier ·2014 - Gestastofan Þorvaldseyri ·2013 - Saga Travel ·2012 - Pink Iceland ·2011 - KEX hostel ·2010 - Íslenskir fjallaleiðsögumenn ·2009 - Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit ·2008 - Menningarsetrið Þórbergssetur, Hala í Suðursveit ·2007 - Norðursigling – Húsavík ·2006 - Landnámssetur Íslands ·2005 - Adrenalín.is, VEG Guesthouse á Suðureyri og Fjord Fishing ·2004 - Sel Hótel Mývatn og Hótel Aldan Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Múlaþing Akureyri Forseti Íslands Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira
SAF afhenda Nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan samtakanna til nýsköpunar. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í átjánda skipti sem SAF veita nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar en þetta árið bárust 14 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin. Sýningin sú eina sinnar tegundar í heiminum Í Icelandic Lava Show er hraun frá Kötlugosinu 1918 brætt upp í 1100 gráðu hita og því hellt inn í sýningarsal fullum af fólki. Áhorfendur fá þannig tækifæri til að komast í návígi við bráðið hraun með öruggum hætti. „Upplifunin er sannkölluð veisla fyrir skynfærin. Að sjá rauðglóandi hraunið renna inn í salinn, heyra það snarka, finna lyktina en umfram allt skynja ótrúlegan hitann sem stafar frá hrauninu er hreint magnað,“ segir í tilkynningunni. Sýningin er sögð sú eina sinnar tegundar í heiminum og hafa fengið gífurlegt lof frá vel yfir 1000 sýningargestum eins og sjá má á jákvæðum ummælum á einkunnasíðum á borð við TripAdvisor og Google. „Einróma lof og hverrar krónu virði. Sjón er sögu ríkari.“ Hugmyndin kviknaði á Fimmvörðuhálsi Í tilkynningunni frá SAF kemur fram að hugmyndin hafi kviknað þegar stofnendurnir, hjónin Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson, fóru upp að gosinu á Fimmvörðuhálsi vorið 2010 og sáu þar hraunfossinn í fullkominni andstöðu við kolsvart storknandi hraunið og hrímhvítan snjóinn. Þau urðu uppnumin og strax þá kviknaði hugmyndin að því hvernig væri hægt að endurskapa þessar magnþrungnu aðstæður þar sem áherslan yrði á sérstöðu Íslands, samspil elds og íss, fræðslu og að gera fólki kleyft að upplifa rauðglóandi hraun í návígi með öruggum hætti. Eftir mikla undirbúningsvinnu opnaði Icelandic Lava Show loksins haustið 2018, í Vík í Mýrdal. Sýningin er til húsa í gamla hluta bæjarins, að Víkurbraut 5, í uppgerðu húsi gamla kaupfélagsins. Icelandic Lava Show er fjölskyldurekið frumkvöðlafyrirtæki í ferðaþjónustu og hefur frá upphafi verið byggt upp á hugkvæmni og útsjónarsemi stofnendanna sem hefur reynst vel á tímum Covid-19. Frá afhendingu Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2021. Eliza Reid, forsetafrú og Bjarnheiður Hallsdóttur, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum VÖK Baths þeim Hilmari Gunnlaugssyni, Ívari Ingimarssyni og Steingrími Birgissyni.SAF/BIG „Framtíðin er björt hjá Icelandic Lava Show, en á dögunum voru kynnt áform fyrirtækisins um nýja sýningu á Granda í Reykjavík samhliða nýjum hluthöfum í félaginu. Með tíð og tíma er stefnan síðan tekin út fyrir landssteinana með íslenskt hugvit og framkvæmdagleði að leiðarljósi þar sem opnuð verða Lava Show á heitum reitum víðsvegar um heiminn, t.d. á Havaí, Kanaríeyjum, Ítalíu og í Japan.“ Icelandic Lava Show eru handhafar Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2021. Verðlaunin hvatning til áframhaldandi vaxtar „Við erum alveg í skýjunum með þessa viðurkenningu og lítum á verðlaunin sem hvatningu til að halda áfram að vaxa og dafna,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og einn eigenda Icelandic Lava Show. „Eins og allir þekkja sem hafa farið í gegnum stofnun fyrirtækis, þá er það hlykkjóttur vegur varðaður ótal hindrunum. Það á ekki síst við þegar um nýsköpun er að ræða. Mörgum þótti hugmyndin brjálæðisleg en okkur tókst að hrinda henni í framkvæmd í Vík í Mýrdal með mikilli vinnu og elju. Þetta hefur alls ekki verið auðveld vegferð en lærdómsrík og við erum afskaplega stolt af því að geta lagt okkar af mörkum til að auðga íslenska ferðaþjónustu. Viðtökurnar hafa verið stórkostlegar og næsta skref er að opna lava show á fleiri stöðum,“ segir Ragnhildur. Markaðsstofa Norðurlands og VÖK Baths hlutu nýsköpunarviðurkenningu Venju samkvæmt tilnefndi dómnefnd nýsköpunarverðlaunanna þrjú fyrirtæki sem áttu kost á að hljóta verðlaunin, en auk Icelandic Lava Show hlutu Markaðsstofa Norðurlands, vegna Arctic Coast Way, og VÖK Baths á Egilsstöðum nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar árið 2021. Dómnefnd Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar skipuðu Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF sem jafnframt var formaður dómnefndar, Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, og Eyþór Ívar Jónsson, stofnandi og forseti Akademias. Frá afhendingu Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2021. Eliza Reid, forsetafrú og Bjarnheiður Hallsdóttur, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum Markaðsstofu Norðurlands þeim Halldóri Óla Kjartanssyni, verkefnastjóra, Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra og Katrínu Harðardóttur, verkefnastjóra Norðurstrandaleiðar.SAF/BIG Tilnefningarnar til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar endurspegla mikla grósku og nýsköpun í ferðaþjónustu um allt land. Hugmyndaauðgi, stórhugur og fagmennska einkennir mörg þau fyrirtæki sem tilnefnd voru og var dómnefnd því ákveðinn vandi á höndum. Nefndarmenn voru þó einróma um að handhafi verðlaunanna í ár sé Icelandic Lava Show. Verðlaunin afhent í átjánda sinn Er þetta í 18. skipti sem Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru afhent, en verðlaunahafar til þessa hafa verið: ·2021 - Icelandic Lava Show ·2020 - Íslensk ferðaþjónusta í heild ·2019 - Sjóböðin Húsavík ·2018 - Bjórböðin á Árskógssandi ·2017 - Friðheimar í Bláskógabyggð ·2016 - Óbyggðasetur Íslands ·2015 - Into The Glacier ·2014 - Gestastofan Þorvaldseyri ·2013 - Saga Travel ·2012 - Pink Iceland ·2011 - KEX hostel ·2010 - Íslenskir fjallaleiðsögumenn ·2009 - Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit ·2008 - Menningarsetrið Þórbergssetur, Hala í Suðursveit ·2007 - Norðursigling – Húsavík ·2006 - Landnámssetur Íslands ·2005 - Adrenalín.is, VEG Guesthouse á Suðureyri og Fjord Fishing ·2004 - Sel Hótel Mývatn og Hótel Aldan
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Múlaþing Akureyri Forseti Íslands Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira