Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2021 14:01 Lögmaðurinn Kevin Gough (vinstri) og William „Roddie“ Bryan (hægri) í dómsal í Georgíu. AP/Stephen B. Morton Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. Kevin Gough, sem er verjandi William „Roddie“ Bryan, sagði við Timothy Walmsley, dómara, að hann hafði áhyggjur af því að vera Sharptons í dómsalnum hefði verið ætlað að ógna kviðdómendum í málinu, sem eru flestir hvítir. Bryan og feðgarnir Greg og Travis McMichael eru sakaðir um morð fyrir að hefa elt upp ungan svartan mann og skjóta hann til bana eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Þeir voru þó ekki handteknir fyrir en um tíu vikum seinna, eftir að myndband sem Bryan tók úr bíl sínum var birt á netinu. Greg starfaði áður hjá lögreglunni í bænum og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Því hefðu þeir ákveðið að elta hann og sögðust þeir hafa verið að verja sig þegar Arbery var skotinn til bana. George E. Barnhill, saksóknari, samþykkti það að þrímenningarnir vopnuðu hefðu verið að verja sig gegn hinum óvopnaða Arbery þegar þeir sátu fyrir honum og banaskotin væru réttmæt. Því sagði hann ekki tilefni til að handtaka feðgana og Bryan eða ákæra þá. Þeir hefðu hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Barnhill lýsti sig þó vanhæfan vegna tengsla við Gregory eftir að myndbandið var birt og augu Bandaríkjamanna og heimsins beindust að dauða Arbery. Eftir að myndbandið var birt á netinu skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Bureau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery og voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Dauði Arbery vakti mikla athygli eftir að myndbandið var birt í byrjun maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis. Al Sharpton og mannréttindalögmaðurinn Ben Crump sátu réttarhöldin með fjölskyldu Arbery á miðvikudaginn en áður en þau hófust héldu þeir blaðamannafund og bænastund, samkvæmt frétt USA Today. Sharpton gagnrýndi það að kviðdómendur málsins endurspegluðu ekki samsetningu samfélagsins í Brunswick. Um fjórðungur íbúa væru svartir á hörund en aðeins einn af tólf kviðdómendum væri svartur. Sagði veru Sharptons ógna kviðdómendum Gough sagði að vera Sharptons í dómsalnum á miðvikudaginn hafi verið ætlað að ógna kviðdómendum, sem eru flestir hvítir á hörund, og ekki væri tækt að fleiri svartir prestar kæmu í salinn. „Augljóslega geta þau ekki haft of marga presta,“ sagði Gough í dómsal í gær. „Ef presturinn þeirra er núna Al Sharpton þá er það í góðu lagi, en það má ekki vera meira en það. Við viljum ekki að fleiri svartir prestar komi hingað inn, sitji með fjölskyldu fórnarlambsins og reyni að hafa áhrif á kviðdómendur.“ Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist Gough ekki hafa vitað af Sharpton í salnum fyrr en málaferlunum var lokið á miðvikudaginn. Vissu ekki af prestinum í salnum Annar lögmaður feðganna sagðist ekki hafa vitað af Sharpton í dómsal og sagðist ekki hafa tekið eftir neinu umstangi í kringum veru hans þar. Saksóknarinn Linda Dunikoski sagðist sömuleiðis ekki hafa haft hugmynd um að Sharpton væri í salnum og sagði það rétt hans, þar sem málaferlin væru opin. Við það greip Gough inn í og vísaði í Sanders, ofursta, stofnanda KFC. „Ef fullt af fólki kæmi hérna inn klætt eins og Sanders ofursti með hvíta grímur, sitjandi aftast í salnum, ég meina, það væri…“ Dómarinn stöðvaði hann þá. Gough lagði ekki fram formlega beiðni um að svörtum prestum yrði meinaður aðgangur að réttarhöldunum enda gaf dómarinn í skyn að hann myndi ekki verða við henni. Hann sagði það að enginn hefði tekið eftir Sharpton í salnum væri til marks um að hann hefði ekkert gert af sér. Dómarinn sagðist ekki ætla að meina fólki aðgang að salnum af tilefnislausu. Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Kevin Gough, sem er verjandi William „Roddie“ Bryan, sagði við Timothy Walmsley, dómara, að hann hafði áhyggjur af því að vera Sharptons í dómsalnum hefði verið ætlað að ógna kviðdómendum í málinu, sem eru flestir hvítir. Bryan og feðgarnir Greg og Travis McMichael eru sakaðir um morð fyrir að hefa elt upp ungan svartan mann og skjóta hann til bana eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Þeir voru þó ekki handteknir fyrir en um tíu vikum seinna, eftir að myndband sem Bryan tók úr bíl sínum var birt á netinu. Greg starfaði áður hjá lögreglunni í bænum og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Því hefðu þeir ákveðið að elta hann og sögðust þeir hafa verið að verja sig þegar Arbery var skotinn til bana. George E. Barnhill, saksóknari, samþykkti það að þrímenningarnir vopnuðu hefðu verið að verja sig gegn hinum óvopnaða Arbery þegar þeir sátu fyrir honum og banaskotin væru réttmæt. Því sagði hann ekki tilefni til að handtaka feðgana og Bryan eða ákæra þá. Þeir hefðu hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Barnhill lýsti sig þó vanhæfan vegna tengsla við Gregory eftir að myndbandið var birt og augu Bandaríkjamanna og heimsins beindust að dauða Arbery. Eftir að myndbandið var birt á netinu skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Bureau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery og voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Dauði Arbery vakti mikla athygli eftir að myndbandið var birt í byrjun maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis. Al Sharpton og mannréttindalögmaðurinn Ben Crump sátu réttarhöldin með fjölskyldu Arbery á miðvikudaginn en áður en þau hófust héldu þeir blaðamannafund og bænastund, samkvæmt frétt USA Today. Sharpton gagnrýndi það að kviðdómendur málsins endurspegluðu ekki samsetningu samfélagsins í Brunswick. Um fjórðungur íbúa væru svartir á hörund en aðeins einn af tólf kviðdómendum væri svartur. Sagði veru Sharptons ógna kviðdómendum Gough sagði að vera Sharptons í dómsalnum á miðvikudaginn hafi verið ætlað að ógna kviðdómendum, sem eru flestir hvítir á hörund, og ekki væri tækt að fleiri svartir prestar kæmu í salinn. „Augljóslega geta þau ekki haft of marga presta,“ sagði Gough í dómsal í gær. „Ef presturinn þeirra er núna Al Sharpton þá er það í góðu lagi, en það má ekki vera meira en það. Við viljum ekki að fleiri svartir prestar komi hingað inn, sitji með fjölskyldu fórnarlambsins og reyni að hafa áhrif á kviðdómendur.“ Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist Gough ekki hafa vitað af Sharpton í salnum fyrr en málaferlunum var lokið á miðvikudaginn. Vissu ekki af prestinum í salnum Annar lögmaður feðganna sagðist ekki hafa vitað af Sharpton í dómsal og sagðist ekki hafa tekið eftir neinu umstangi í kringum veru hans þar. Saksóknarinn Linda Dunikoski sagðist sömuleiðis ekki hafa haft hugmynd um að Sharpton væri í salnum og sagði það rétt hans, þar sem málaferlin væru opin. Við það greip Gough inn í og vísaði í Sanders, ofursta, stofnanda KFC. „Ef fullt af fólki kæmi hérna inn klætt eins og Sanders ofursti með hvíta grímur, sitjandi aftast í salnum, ég meina, það væri…“ Dómarinn stöðvaði hann þá. Gough lagði ekki fram formlega beiðni um að svörtum prestum yrði meinaður aðgangur að réttarhöldunum enda gaf dómarinn í skyn að hann myndi ekki verða við henni. Hann sagði það að enginn hefði tekið eftir Sharpton í salnum væri til marks um að hann hefði ekkert gert af sér. Dómarinn sagðist ekki ætla að meina fólki aðgang að salnum af tilefnislausu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17
Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00
Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52