Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig Eiður Þór Árnason skrifar 12. nóvember 2021 09:06 Báðir bankar spá áframhaldandi hækkunum. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig í næstu viku og fari úr 1,5% í 1,75%. Telur deildin nokkrar líkur á 0,5 prósentustiga hækkun en að hin niðurstaðan verið ofan á. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun tilkynna næstu vaxtaákvörðun miðvikudaginn 17. nóvember. Greining Íslandsbanka gerir sömuleiðis ráð fyrir að nefndin hækki vexti um 0,25 prósentustig. Bankinn útilokar heldur ekki að 0,50 prósentustiga skref verði stigið í þessari síðustu vaxtaákvörðun ársins þar sem nokkuð langt sé í næstu vaxtaákvörðun. Afar ólíklegt sé að vextir haldist óbreyttir. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Hún nái síðan hámarki í desember þegar hún fari í 5,2%. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Reikna með frekari hækkunum Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki segja að fastlega megi búast við að vextir Seðlabankans haldi áfram að hækka. „Hversu mikið þeir munu hækka og í hversu stórum skrefum ríkir hins vegar töluverð óvissa um og mun hækkun þeirra ráðast af mati Seðlabankans á verðbólgu og verðbólguhorfum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá bankans sem gefin var út í október gætu stýrivextir náð 4,25% á þriðja ársfjórðungi 2023. Greining Íslandsbanka telur að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig á öllum þremur vaxtaákvörðunardögum fyrri helmings næsta árs. Stýrivextir verði samkvæmt því 2,50% um mitt ár 2022. Þá hægi á taktinum og stýrivextir nái jafnvægi í 3,5% um mitt ár 2023. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst í maí síðastliðnum þegar peningastefnunefnd hækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Síðan voru vextir aftur hækkaðir um sömu tölu í ágúst og október. Á þessu tímabili hafa vextir farið úr 0,75%, sem er sögulegt lágmark stýrivaxta hér á landi, upp í 1,5%. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun tilkynna næstu vaxtaákvörðun miðvikudaginn 17. nóvember. Greining Íslandsbanka gerir sömuleiðis ráð fyrir að nefndin hækki vexti um 0,25 prósentustig. Bankinn útilokar heldur ekki að 0,50 prósentustiga skref verði stigið í þessari síðustu vaxtaákvörðun ársins þar sem nokkuð langt sé í næstu vaxtaákvörðun. Afar ólíklegt sé að vextir haldist óbreyttir. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Hún nái síðan hámarki í desember þegar hún fari í 5,2%. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Reikna með frekari hækkunum Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki segja að fastlega megi búast við að vextir Seðlabankans haldi áfram að hækka. „Hversu mikið þeir munu hækka og í hversu stórum skrefum ríkir hins vegar töluverð óvissa um og mun hækkun þeirra ráðast af mati Seðlabankans á verðbólgu og verðbólguhorfum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá bankans sem gefin var út í október gætu stýrivextir náð 4,25% á þriðja ársfjórðungi 2023. Greining Íslandsbanka telur að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig á öllum þremur vaxtaákvörðunardögum fyrri helmings næsta árs. Stýrivextir verði samkvæmt því 2,50% um mitt ár 2022. Þá hægi á taktinum og stýrivextir nái jafnvægi í 3,5% um mitt ár 2023. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst í maí síðastliðnum þegar peningastefnunefnd hækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Síðan voru vextir aftur hækkaðir um sömu tölu í ágúst og október. Á þessu tímabili hafa vextir farið úr 0,75%, sem er sögulegt lágmark stýrivaxta hér á landi, upp í 1,5%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55