Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 20:30 Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi. Vísir/Friðrik Þór Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. Ung kínversk kona lést eftir að hún barst á haf út með öldu í Reynisfjöru í gær. Að minnsta kosti fjögur banaslys hafa nú orðið í fjörunni undanfarinn rúman áratug. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að það væri ótækt að ekki hefði enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði og sagði málið stranda á landeigendum. Því hafnar Halla Ólafsdóttir, einn landeigenda og rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru, alfarið. „Við erum boðin og búin að fara í samstarf og viljum að sjálfsögðu koma að því borði, hvernig þetta er framkvæmt og hvernig hlutirnir eru,“ segir Halla. „Á ég að fórna sonum mínum þremur? Þeir eru allir í björgunarsveitinni. Væri það ekki hagur minn ef ég gætti öryggis þeirra líka, að þeir þurfi ekki að fara út í einhverja óvissu?“ Fólk fer þangað sem það ætlar sér Þau séu til að mynda hlynnt því að bæta við ljósabúnaði, sem alltaf yrði logandi til að tákna hættu í fjörunni. Dóttir Höllu, öryggisverkfræðingur, hafi meira að segja komið að hönnun á tilheyrandi skilti með slíkum búnaði - en verkefnið hafi strandað hjá einhverri stofnuninni. Þá sé það hreinlega ómögulegt að stjórna því hvað fólk geri. „Það kom bara á daginn eftir að ungi Kínverjinn fór 2016 að þá voru hérna tveir og þrír uppábúnir lögreglumenn að reyna að halda fólki frá. Ef þeir sneru sér í austur þá fór fólk vestan megin við þá en ef þeir sneru sér í vestur fór fólk austanmegin við þá. Fólk fer þangað sem það ætlar sér,“ segir Halla. Vinkonur í áfalli leituðu hjálpar Það sé alltaf mikið áfall þegar slys verði. „Það tekur virkilega á. Í tvö skipti sem mann hefur tekið út hér niðri í fjöru eftir að við opnum þá hafa aðstandendur komið hér inn. Eins og í gær, stelpur sem voru með þessari ungu konu í ferð. Þá reynir maður að hlúa að og gerir eins og maður getur. Starfsfólkið verður vitni að því og það þarf að hlúa að því.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir veitingu fjármagns til öryggisúrbóta hafa strandað á því að ekki fengust heimildir til að setja niður hlið. „Þarna þarf að ég tel að ganga lengra til þess að hægt sé að tryggja að einhverja daga á ári sé fjörunni einfaldlega lokað vegna aðstæðna,“ segir Þórdís. Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Sjá meira
Ung kínversk kona lést eftir að hún barst á haf út með öldu í Reynisfjöru í gær. Að minnsta kosti fjögur banaslys hafa nú orðið í fjörunni undanfarinn rúman áratug. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að það væri ótækt að ekki hefði enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði og sagði málið stranda á landeigendum. Því hafnar Halla Ólafsdóttir, einn landeigenda og rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru, alfarið. „Við erum boðin og búin að fara í samstarf og viljum að sjálfsögðu koma að því borði, hvernig þetta er framkvæmt og hvernig hlutirnir eru,“ segir Halla. „Á ég að fórna sonum mínum þremur? Þeir eru allir í björgunarsveitinni. Væri það ekki hagur minn ef ég gætti öryggis þeirra líka, að þeir þurfi ekki að fara út í einhverja óvissu?“ Fólk fer þangað sem það ætlar sér Þau séu til að mynda hlynnt því að bæta við ljósabúnaði, sem alltaf yrði logandi til að tákna hættu í fjörunni. Dóttir Höllu, öryggisverkfræðingur, hafi meira að segja komið að hönnun á tilheyrandi skilti með slíkum búnaði - en verkefnið hafi strandað hjá einhverri stofnuninni. Þá sé það hreinlega ómögulegt að stjórna því hvað fólk geri. „Það kom bara á daginn eftir að ungi Kínverjinn fór 2016 að þá voru hérna tveir og þrír uppábúnir lögreglumenn að reyna að halda fólki frá. Ef þeir sneru sér í austur þá fór fólk vestan megin við þá en ef þeir sneru sér í vestur fór fólk austanmegin við þá. Fólk fer þangað sem það ætlar sér,“ segir Halla. Vinkonur í áfalli leituðu hjálpar Það sé alltaf mikið áfall þegar slys verði. „Það tekur virkilega á. Í tvö skipti sem mann hefur tekið út hér niðri í fjöru eftir að við opnum þá hafa aðstandendur komið hér inn. Eins og í gær, stelpur sem voru með þessari ungu konu í ferð. Þá reynir maður að hlúa að og gerir eins og maður getur. Starfsfólkið verður vitni að því og það þarf að hlúa að því.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir veitingu fjármagns til öryggisúrbóta hafa strandað á því að ekki fengust heimildir til að setja niður hlið. „Þarna þarf að ég tel að ganga lengra til þess að hægt sé að tryggja að einhverja daga á ári sé fjörunni einfaldlega lokað vegna aðstæðna,“ segir Þórdís.
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Sjá meira