Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 16:44 Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. Vísir/Vilhelm Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands en samningamál talnameinafræðinga hafa verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu þar sem langir biðlistar hafa myndast. Rammasamningur um þjónustu talmeinafræðinga við ríkið rann út síðasliðinn febrúar og síðan þá hefur hann framlengst um einn mánuð í senn. Erfiðlega hefur gengið að fá niðurstöðu í viðræðunum en helsta ágreiningsefnið er ákvæði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga Samningaviðræðum Sjúkratrygginga um þjónustu talmeinafræðinga hefur verið hætt tímabundið á meðan vinna starfshópsins fer fram en hann á að skila af sér tillögum innan fárra vikna, eða í síðasta lagi fyrir lok þessa árs. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum frá þremur ráðuneytum: heilbrigðisráðuneyti, félags- og barnamálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Mun hann kalla til hagaðila eins og sveitarfélög eða samtök þeirra og talmeinafræðinga til samráðs við gerð tillagnanna. „Ríkur vilji er af hálfu allra aðila til að finna lausn sem tryggi greiðan aðgang að þessari þjónustu til framtíðar en fjöldi barna er nú á biðlista eftir þjónustu talmeinafræðinga. Helsti ásteytingarsteinninn er ákvæði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga,“ segir í tilkynningunni. „Sjúkratryggingar hafa áður lýst vilja til að endurskoða ákvæðið en hafa bent á að það mynd leiða til þess að greiðslur vegna þjónustu talmeinafræðinga rúmist ekki lengur innan þeirra fjárveitinga sem Alþingi hefur ákveðið. Grípa þurfi til annarra aðgerða á móti svo fjárveitingarnar hrökkvi til.“ Tryggingar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sprengisandur: Staða faraldursins, stjórnarmyndunarviðræður og samningastapp talmeinafræðinga Margt verður til umræðu í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni til að ræða stöðu faraldursins, sem hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarna viku. 7. nóvember 2021 09:15 „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. 3. nóvember 2021 14:30 Getur endað með einangrun ungs fólks Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. 22. október 2021 08:04 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands en samningamál talnameinafræðinga hafa verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu þar sem langir biðlistar hafa myndast. Rammasamningur um þjónustu talmeinafræðinga við ríkið rann út síðasliðinn febrúar og síðan þá hefur hann framlengst um einn mánuð í senn. Erfiðlega hefur gengið að fá niðurstöðu í viðræðunum en helsta ágreiningsefnið er ákvæði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga Samningaviðræðum Sjúkratrygginga um þjónustu talmeinafræðinga hefur verið hætt tímabundið á meðan vinna starfshópsins fer fram en hann á að skila af sér tillögum innan fárra vikna, eða í síðasta lagi fyrir lok þessa árs. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum frá þremur ráðuneytum: heilbrigðisráðuneyti, félags- og barnamálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Mun hann kalla til hagaðila eins og sveitarfélög eða samtök þeirra og talmeinafræðinga til samráðs við gerð tillagnanna. „Ríkur vilji er af hálfu allra aðila til að finna lausn sem tryggi greiðan aðgang að þessari þjónustu til framtíðar en fjöldi barna er nú á biðlista eftir þjónustu talmeinafræðinga. Helsti ásteytingarsteinninn er ákvæði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga,“ segir í tilkynningunni. „Sjúkratryggingar hafa áður lýst vilja til að endurskoða ákvæðið en hafa bent á að það mynd leiða til þess að greiðslur vegna þjónustu talmeinafræðinga rúmist ekki lengur innan þeirra fjárveitinga sem Alþingi hefur ákveðið. Grípa þurfi til annarra aðgerða á móti svo fjárveitingarnar hrökkvi til.“
Tryggingar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sprengisandur: Staða faraldursins, stjórnarmyndunarviðræður og samningastapp talmeinafræðinga Margt verður til umræðu í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni til að ræða stöðu faraldursins, sem hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarna viku. 7. nóvember 2021 09:15 „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. 3. nóvember 2021 14:30 Getur endað með einangrun ungs fólks Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. 22. október 2021 08:04 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Sprengisandur: Staða faraldursins, stjórnarmyndunarviðræður og samningastapp talmeinafræðinga Margt verður til umræðu í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni til að ræða stöðu faraldursins, sem hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarna viku. 7. nóvember 2021 09:15
„Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. 3. nóvember 2021 14:30
Getur endað með einangrun ungs fólks Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. 22. október 2021 08:04