Naumt tap íslensku stelpnanna í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 17:40 Þóra Kristín Jónsdóttir verður í stóru hlutverki í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Íslenska kvennalandsliðið tapaði naumlega þegar liðið hóf leik gegn Rúmenum í undankeppni EuroBasket 2023. Lokatölur urðu 64-59. Íslenska liðið var án tveggja sinna öflugustu leikmanna síðustu ár, landsliðsfyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur og landsliðsmiðherjanum Hildi Björg Kjartansdóttur. Yngri og óreyndari leikmenn fengu því í staðinn tækifæri í dag. Rúmenska liðið fór betur af stað og setti niður fyrstu sex stig leiksins, en íslensku stelpurnar fóru fljótt í gang eftir það og jafnræði var með liðunum út fyrsta leikhluta. Munurinn var því aðeins tvö stig að honum loknum, 16-14. Annar leikhluti var heldur tíðindalítill, en liðin skoruðu samtals aðeins 21 stig. Rúmenska liðið náði mest sjö stiga forskoti, en íslensku stelpurnar minnkuðu muninn á ný og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 26-25, Rúmeníu í vil. Báðum liðum gkk betur að safna stigum í þriðja leikhluta og íslensku stelpurnar komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar þær komust í 29-26. Rúmenska liðið náði forystunni á ný, en íslensku stelpurnar skoruðu sjö seinustu stig leikhlutans og fóru með eins stig forskot inn í lokaleikhlutann, 45-46. Mikið jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum, en Rúmenarnir virtust þó alltaf vera skrefi á undan. Íslensku stelpurnar gerðu þó vel í að halda sér inni í leiknum og munurinn aðeins eitt stig þegar um mínúta var eftir. Rúmesnku stelpurnar settu þá þrjú stig niður og íslensku stelpurnar fjórum stigum á eftir þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Íslensku stelpurnar náðu ekki að nýta næstu sókn og það voru því heimakonur sem fögnuðu sigri, en lokatölur urðu 65-59. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 17 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube og hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JKvCasD3TqY">watch on YouTube</a> Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Íslenska liðið var án tveggja sinna öflugustu leikmanna síðustu ár, landsliðsfyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur og landsliðsmiðherjanum Hildi Björg Kjartansdóttur. Yngri og óreyndari leikmenn fengu því í staðinn tækifæri í dag. Rúmenska liðið fór betur af stað og setti niður fyrstu sex stig leiksins, en íslensku stelpurnar fóru fljótt í gang eftir það og jafnræði var með liðunum út fyrsta leikhluta. Munurinn var því aðeins tvö stig að honum loknum, 16-14. Annar leikhluti var heldur tíðindalítill, en liðin skoruðu samtals aðeins 21 stig. Rúmenska liðið náði mest sjö stiga forskoti, en íslensku stelpurnar minnkuðu muninn á ný og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 26-25, Rúmeníu í vil. Báðum liðum gkk betur að safna stigum í þriðja leikhluta og íslensku stelpurnar komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar þær komust í 29-26. Rúmenska liðið náði forystunni á ný, en íslensku stelpurnar skoruðu sjö seinustu stig leikhlutans og fóru með eins stig forskot inn í lokaleikhlutann, 45-46. Mikið jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum, en Rúmenarnir virtust þó alltaf vera skrefi á undan. Íslensku stelpurnar gerðu þó vel í að halda sér inni í leiknum og munurinn aðeins eitt stig þegar um mínúta var eftir. Rúmesnku stelpurnar settu þá þrjú stig niður og íslensku stelpurnar fjórum stigum á eftir þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Íslensku stelpurnar náðu ekki að nýta næstu sókn og það voru því heimakonur sem fögnuðu sigri, en lokatölur urðu 65-59. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 17 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube og hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JKvCasD3TqY">watch on YouTube</a>
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira