Naumt tap íslensku stelpnanna í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 17:40 Þóra Kristín Jónsdóttir verður í stóru hlutverki í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Íslenska kvennalandsliðið tapaði naumlega þegar liðið hóf leik gegn Rúmenum í undankeppni EuroBasket 2023. Lokatölur urðu 64-59. Íslenska liðið var án tveggja sinna öflugustu leikmanna síðustu ár, landsliðsfyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur og landsliðsmiðherjanum Hildi Björg Kjartansdóttur. Yngri og óreyndari leikmenn fengu því í staðinn tækifæri í dag. Rúmenska liðið fór betur af stað og setti niður fyrstu sex stig leiksins, en íslensku stelpurnar fóru fljótt í gang eftir það og jafnræði var með liðunum út fyrsta leikhluta. Munurinn var því aðeins tvö stig að honum loknum, 16-14. Annar leikhluti var heldur tíðindalítill, en liðin skoruðu samtals aðeins 21 stig. Rúmenska liðið náði mest sjö stiga forskoti, en íslensku stelpurnar minnkuðu muninn á ný og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 26-25, Rúmeníu í vil. Báðum liðum gkk betur að safna stigum í þriðja leikhluta og íslensku stelpurnar komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar þær komust í 29-26. Rúmenska liðið náði forystunni á ný, en íslensku stelpurnar skoruðu sjö seinustu stig leikhlutans og fóru með eins stig forskot inn í lokaleikhlutann, 45-46. Mikið jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum, en Rúmenarnir virtust þó alltaf vera skrefi á undan. Íslensku stelpurnar gerðu þó vel í að halda sér inni í leiknum og munurinn aðeins eitt stig þegar um mínúta var eftir. Rúmesnku stelpurnar settu þá þrjú stig niður og íslensku stelpurnar fjórum stigum á eftir þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Íslensku stelpurnar náðu ekki að nýta næstu sókn og það voru því heimakonur sem fögnuðu sigri, en lokatölur urðu 65-59. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 17 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube og hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JKvCasD3TqY">watch on YouTube</a> Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Íslenska liðið var án tveggja sinna öflugustu leikmanna síðustu ár, landsliðsfyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur og landsliðsmiðherjanum Hildi Björg Kjartansdóttur. Yngri og óreyndari leikmenn fengu því í staðinn tækifæri í dag. Rúmenska liðið fór betur af stað og setti niður fyrstu sex stig leiksins, en íslensku stelpurnar fóru fljótt í gang eftir það og jafnræði var með liðunum út fyrsta leikhluta. Munurinn var því aðeins tvö stig að honum loknum, 16-14. Annar leikhluti var heldur tíðindalítill, en liðin skoruðu samtals aðeins 21 stig. Rúmenska liðið náði mest sjö stiga forskoti, en íslensku stelpurnar minnkuðu muninn á ný og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 26-25, Rúmeníu í vil. Báðum liðum gkk betur að safna stigum í þriðja leikhluta og íslensku stelpurnar komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar þær komust í 29-26. Rúmenska liðið náði forystunni á ný, en íslensku stelpurnar skoruðu sjö seinustu stig leikhlutans og fóru með eins stig forskot inn í lokaleikhlutann, 45-46. Mikið jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum, en Rúmenarnir virtust þó alltaf vera skrefi á undan. Íslensku stelpurnar gerðu þó vel í að halda sér inni í leiknum og munurinn aðeins eitt stig þegar um mínúta var eftir. Rúmesnku stelpurnar settu þá þrjú stig niður og íslensku stelpurnar fjórum stigum á eftir þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Íslensku stelpurnar náðu ekki að nýta næstu sókn og það voru því heimakonur sem fögnuðu sigri, en lokatölur urðu 65-59. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 17 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube og hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JKvCasD3TqY">watch on YouTube</a>
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira