TréNA leiðir til fangelsisdóms vegna ólöglegs skógarhöggs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2021 08:28 Umrædd hlyntegund er afar eftirsótt og viðurinn meðal annars notaður í hljóðfæri á borð við fiðlur og gítara. Getty Forsprakki hóps sem stundaði ólöglegt skógarhögg í Olympic-þjóðarskóginum í Washington-ríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í 20 mánaða fangelsi eftir að eldur sem mennirnir kveiktu breiddist út í skóginum. Hópurinn hafði verið að höggva niður tré í skóginum vorið og sumarið 2018 en 3. ágúst fundu þeir geitungabú við stofn afar verðmæts hlyns. Mennirnir spreyjuðu skordýraeitri á búið og kveiktu í því en flúðu af vettvangi þegar þeim tókst ekki að slökkva eldinn. Eldurinn breiddist út á 13 ferkílómetra svæði og það kostaði um það bil 4,2 milljónir Bandaríkjadala að ná tökum á honum og slökkva hann. Höfuðpaurinn, Justin Andrew Wilke, 39 ára, var reyndar ekki dæmdur fyrir skógareldinn, sem ákæruvaldinu tókst ekki að sanna með óyggjandi hætti að hann hefði kveikt, heldur fyrir þjófnað, samsæri og fyrir að versla með ólöglega fengið timbur. Tveir samverkamenn Wilke sögðu hann hafa staðið við búið þegar eldurinn kviknaði en gátu ekki fullyrt að hann hefði sannarlega kveikt eldinn. Það sem vekur hins vegar athygli er að þetta mun vera í fyrsta sinn sem alríkisdómstóll fellir dóm þar sem erfðaefni úr trjám er meðal sönnunargagna. Erfðafræðingur sem bar vitni í málinu sagði að erfðarannsóknir hefðu leitt í ljós að timbur sem Wilke seldi timburvinnslu hefði verið tekið af stofnum sem fundust á svæðinu þar sem eldurinn kviknaði og þar sem tré hefðu verið felld ólöglega. Við rannsókn málsins var erfðaefni 230 hlyntrjáa á svæðinu greint og líkurnar á því að timbrið sem Wilke seldi hafi tilheyrt umræddum skógi sagt nær óyggjandi. Búið er að kortleggja erfðaefni umræddrar hlyntegundar á svæði sem spannar leið frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Vísindemnn segja þó mikið verk framundan, þar sem kortleggja þarf hverja einustu trjátegund með sama hætti. New York Times greindi frá. Bandaríkin Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Hópurinn hafði verið að höggva niður tré í skóginum vorið og sumarið 2018 en 3. ágúst fundu þeir geitungabú við stofn afar verðmæts hlyns. Mennirnir spreyjuðu skordýraeitri á búið og kveiktu í því en flúðu af vettvangi þegar þeim tókst ekki að slökkva eldinn. Eldurinn breiddist út á 13 ferkílómetra svæði og það kostaði um það bil 4,2 milljónir Bandaríkjadala að ná tökum á honum og slökkva hann. Höfuðpaurinn, Justin Andrew Wilke, 39 ára, var reyndar ekki dæmdur fyrir skógareldinn, sem ákæruvaldinu tókst ekki að sanna með óyggjandi hætti að hann hefði kveikt, heldur fyrir þjófnað, samsæri og fyrir að versla með ólöglega fengið timbur. Tveir samverkamenn Wilke sögðu hann hafa staðið við búið þegar eldurinn kviknaði en gátu ekki fullyrt að hann hefði sannarlega kveikt eldinn. Það sem vekur hins vegar athygli er að þetta mun vera í fyrsta sinn sem alríkisdómstóll fellir dóm þar sem erfðaefni úr trjám er meðal sönnunargagna. Erfðafræðingur sem bar vitni í málinu sagði að erfðarannsóknir hefðu leitt í ljós að timbur sem Wilke seldi timburvinnslu hefði verið tekið af stofnum sem fundust á svæðinu þar sem eldurinn kviknaði og þar sem tré hefðu verið felld ólöglega. Við rannsókn málsins var erfðaefni 230 hlyntrjáa á svæðinu greint og líkurnar á því að timbrið sem Wilke seldi hafi tilheyrt umræddum skógi sagt nær óyggjandi. Búið er að kortleggja erfðaefni umræddrar hlyntegundar á svæði sem spannar leið frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Vísindemnn segja þó mikið verk framundan, þar sem kortleggja þarf hverja einustu trjátegund með sama hætti. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira