Vilja vera með formúlu eitt keppni í miðborg London Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 16:31 Lewis Hamilton er sá sigursælasti frá upphafi í formúlu eitt en hann hefur unnið sjö heimsmeistaratitla eins og Michael Schumacher. Getty/Jared C. Tilton Það gætu farið fram fleiri formúlu eitt keppnir í Englandi ef hugmyndir Lundúnabúa um nýja kappakstursbraut verða að veruleika. Nýjar hugmyndir eru komnar fram í dagsljósið um að byggja nýja formúlu eitt braut og það í miðborg Lundúna. F1 'heading to London' with plans to build circuit at Royal Docks at an 'advanced stage' https://t.co/H6WWaE7MYo pic.twitter.com/KNJrLxuLXs— Mirror Sport (@MirrorSport) November 10, 2021 Það er mikill áhugi á formúlu eitt í Bretlandi og ekki síst vegna frábærs árangurs þeirra manns. Englendingurinn Lewis Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari í formúlunni og er nú í hörku keppni við að reyna að vinna sinn áttunda heimsmeistaratitil. Bretar hafa verið með formúlukappakstur á hverju tímabili síðan að formúla eitt varð til árið 1950 en langflestir þeirra keppna hafa farið fram á Silverstone brautinni. Silverstone brautin er norður af London og eiginlega mitt á milli London og Birmingham, tveggja stærstu borga Englands. Þessi nýju plön gætu þýtt það að tvær keppnir færu fram í Englandi í framtíðinni. Staðsetning þessarar nýju kappakstursbrautar er í austurhluta London eða á Royal Docks í Newham hverfinu. Brautin yrði þá í nágrenni London City flugvallarins og ExCeL Centre en hinum megin við Thames ánna er síðan O2 Arena. Það hefur verið keppt í formúlu E á þessu svæði eins og sjá má hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4zZpiQVl09U">watch on YouTube</a> Formúla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nýjar hugmyndir eru komnar fram í dagsljósið um að byggja nýja formúlu eitt braut og það í miðborg Lundúna. F1 'heading to London' with plans to build circuit at Royal Docks at an 'advanced stage' https://t.co/H6WWaE7MYo pic.twitter.com/KNJrLxuLXs— Mirror Sport (@MirrorSport) November 10, 2021 Það er mikill áhugi á formúlu eitt í Bretlandi og ekki síst vegna frábærs árangurs þeirra manns. Englendingurinn Lewis Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari í formúlunni og er nú í hörku keppni við að reyna að vinna sinn áttunda heimsmeistaratitil. Bretar hafa verið með formúlukappakstur á hverju tímabili síðan að formúla eitt varð til árið 1950 en langflestir þeirra keppna hafa farið fram á Silverstone brautinni. Silverstone brautin er norður af London og eiginlega mitt á milli London og Birmingham, tveggja stærstu borga Englands. Þessi nýju plön gætu þýtt það að tvær keppnir færu fram í Englandi í framtíðinni. Staðsetning þessarar nýju kappakstursbrautar er í austurhluta London eða á Royal Docks í Newham hverfinu. Brautin yrði þá í nágrenni London City flugvallarins og ExCeL Centre en hinum megin við Thames ánna er síðan O2 Arena. Það hefur verið keppt í formúlu E á þessu svæði eins og sjá má hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4zZpiQVl09U">watch on YouTube</a>
Formúla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira