„Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur. Það er ekki auðvelt að koma í Kórinn. HK veitir öllum liðum erfiðan leik. Við verðum að vera auðmjúkir gagnvart stöðu okkar. Við vitum að sóknarleikurinn okkar var ekki það fallegasta en vonandi kemur það,“ sagði Halldór Jóhann eftir leik.
HK skoraði aðeins níu mörk í fyrri hálfleik og áttu fá svör við þéttum varnarleik Selfoss.
„Við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn og vissum hvernig þeir spila. Sölvi Ólafsson varði vel í markinu hjá okkur. Vörnin var fyrst og fremst mjög góð í fyrri hálfleik sem hélt HK í níu mörkum.“
Það hefur verið mikið um meiðsli í herbúðum Selfyssinga og sagði Halldór að bæði Guðmundur Hólmar og Árni Steinn myndu hægt og rólega komast betur inn í liðið.
Vilius Rasimas, markamaður Selfoss, meiddist með Litháen í síðasta landsliðsverkefni. Halldór á von á Vilius í næsta leik.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.