Conte tekur til hjá Tottenham: Langir myndbandsfundir, engar sósur og æfingar sem keyra menn út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2021 23:30 Conte er líflegur á hliðarlínunni. EPA-EFE/NEIL HALL Antonio Conte hefur heldur betur látið til sín taka á fyrstu dögunum sem þjálfari Tottenham Hotspur. Tekið hefur verið til í mataræði leikmanna og þá var föstudagsæfingin svo erfið að menn voru örmagna. Conte er ekki mikið fyrir að tvínóna við hlutina og var ekki lengi að láta leikmenn vita hver fer með völdin nú hjá Tottenham. Fyrsta æfingin hans var svo erfið að menn litu út fyrir að þeir hefðu hlaupið maraþon frekar en fótboltaæfingu. Þetta passar við lýsingu ítalska varnarjaxlsins Giorgio Chiellini sem lýsti því að menn væru ekki þreyttir eftir æfingar Conte heldur svo gott sem dánir. -"Dead" #THFC players looked like they'd run marathon post-training- Conte told players after Vitesse game that handful were overweight- 75-min video analysis of the game + diet changedInside Conte's first week - w @JackPittBrooke + @JamesHorncastlehttps://t.co/yJcFtJDOCM— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) November 10, 2021 Sumir leikmanna Tottenham höfðu spilað í 3-2 sigrinum gegn Vitesse í Sambandsdeild Evrópu. Aðeins tólf tímum síðar voru þeir mættir á á mest krefjandi æfingu félagsins síðan Mauricio Pochettino var þjálfari þess. Fyrir títtnefnda æfingu var myndbandsfundur þar sem farið var yfir leikinn gegn Vitesse. Sá fundur átti að vera 20 mínútur en endaði á að vera 75 mínútur og hófst æfingin ekki fyrr en rúmlega klukkustund eftir að hún átti að hefjast. Conte telur fullmarga leikmenn liðsins vera í yfirþyngd – allavega þegar kemur að leikmönnum á hæsta getustigi – og hefur því ákveðið að taka til í mötuneyti félagsins. Conte vill taka til hendinni.EPA-EFE/ANDREW YATES Þungur matur og samlokur að loknum æfingum heyra sögunni til. Sömu sögu er að segja af tómatsósu og mæjónesi. Ávaxtasafi verður af skornum skammti og verður matur ekki lengur eldaður upp úr olíu og smjöri. Þá vill Conte að leikmenn sínir borði meira af ávöxtum. Tottenham er sem stendur í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig að loknum 11 leikjum. Nú er bara að bíða og sjá hvort breytingar Conte hafi tilætluð áhrif og Tottenham lyfti sér upp töfluna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Conte er ekki mikið fyrir að tvínóna við hlutina og var ekki lengi að láta leikmenn vita hver fer með völdin nú hjá Tottenham. Fyrsta æfingin hans var svo erfið að menn litu út fyrir að þeir hefðu hlaupið maraþon frekar en fótboltaæfingu. Þetta passar við lýsingu ítalska varnarjaxlsins Giorgio Chiellini sem lýsti því að menn væru ekki þreyttir eftir æfingar Conte heldur svo gott sem dánir. -"Dead" #THFC players looked like they'd run marathon post-training- Conte told players after Vitesse game that handful were overweight- 75-min video analysis of the game + diet changedInside Conte's first week - w @JackPittBrooke + @JamesHorncastlehttps://t.co/yJcFtJDOCM— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) November 10, 2021 Sumir leikmanna Tottenham höfðu spilað í 3-2 sigrinum gegn Vitesse í Sambandsdeild Evrópu. Aðeins tólf tímum síðar voru þeir mættir á á mest krefjandi æfingu félagsins síðan Mauricio Pochettino var þjálfari þess. Fyrir títtnefnda æfingu var myndbandsfundur þar sem farið var yfir leikinn gegn Vitesse. Sá fundur átti að vera 20 mínútur en endaði á að vera 75 mínútur og hófst æfingin ekki fyrr en rúmlega klukkustund eftir að hún átti að hefjast. Conte telur fullmarga leikmenn liðsins vera í yfirþyngd – allavega þegar kemur að leikmönnum á hæsta getustigi – og hefur því ákveðið að taka til í mötuneyti félagsins. Conte vill taka til hendinni.EPA-EFE/ANDREW YATES Þungur matur og samlokur að loknum æfingum heyra sögunni til. Sömu sögu er að segja af tómatsósu og mæjónesi. Ávaxtasafi verður af skornum skammti og verður matur ekki lengur eldaður upp úr olíu og smjöri. Þá vill Conte að leikmenn sínir borði meira af ávöxtum. Tottenham er sem stendur í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig að loknum 11 leikjum. Nú er bara að bíða og sjá hvort breytingar Conte hafi tilætluð áhrif og Tottenham lyfti sér upp töfluna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira