Körfubolti

Jokić fékk eins leiks bann og spilar ekki gegn Indiana í nótt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nikola Jokić verður ekki með Denver Nuggets í nótt.
Nikola Jokić verður ekki með Denver Nuggets í nótt. AP/Matt York

Stórstjarna Denver Nuggets, Nikola Jokić, verður ekki með liði sínu er það mætir Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann var dæmdur í eins leiks bann eftir að hafa verið rekinn út úr húsi gegn Miami Heat.

Í leik Denver og Miami lenti Markieff Morris og Jokić saman. Sá fyrrnefndi fékk sekt upp á 50 þúsund Bandaríkjadali á meðan Jokić fékk eins leiks bann og missir því af leik Denver í nótt. 

Jokić verður eflaust sárt saknað gegn Indiana Pacers í nótt en þessi serbneski miðherji var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Fyrrum NBA-goðsagnirnar Shaquille O'Neal og Charles Barkley fóru yfir atvikið í þætti sínum.

Nuggets hafa hafið tímabilið ágætlega en liðið hefur spilað tíu leiki, sex af þeim hafa unnist og fjórir tapast. Liðið situr sem stendur í 7. sæti Vesturdeildarinnar.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×