Höfundur Rauðra þráða ekki heyrt af fleiri ódæðum Kristins E Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2021 10:11 Rósa Magnúsdóttir, höfundur bókarinnar Rauðra þráða, segir að sér hafi þegar árið 2011 verið kunnugt um málið. Hún segir bókina um Kristin og Þóru ekki helgisögu og hún hafi rannsakað feril hjónanna sér fyllilega meðvituð um hinar alvarlegu ásakanir. Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur, sem nýverið sendi frá sér bók um Kristin E. Andrésson og eiginkonu hans Þóru Vigfúsdóttur, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frásagnar Guðnýjar Bjarnadóttur læknis af grófu kynferðislegu áreiti Kristins í sinn garð þegar hún var níu ára gömul. Vísir greindi sagði af málinu í gær en Guðný greindi frá athæfi Kristins í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Frásögn Guðnýjar hefur vakið óhug, ekki síst innan bókmenntaheimsins en Kristinn er einn stofnenda Máls og menningar og talinn einn helsti bókmenntafrömuður 20. aldarinnar á Íslandi. „Ég tel rétt að taka það fram að ég heyrði ekki fleiri frásagnir af þessu tagi er ég vann að rannsókninni,“ segir Rósa á Facebook-síðu sinni. Vissi af málinu strax 2011 Í yfirlýsingu hennar kemur fram að hún hafi rætt við Guðnýju um þessi mál strax árið 2011. Henni hafi því verið kunnugt um málið og en bundin trúnaði. „Ég dáist að hugrekki Guðnýjar Bjarnadóttur og hugur minn er hjá henni í dag. Guðný hafði fyrst samband við mig árið 2011 og sagði mér í stuttu máli frá fyrsta atvikinu sem hún nefnir í greininni. Þá var móðir hennar á lífi og ég bundin trúnaði um málið,“ segir Rósa í yfirlýsingu sinni. Rauðir þræðir ekki helgisaga Um það bil sem Rauðir þræðir fóru í prentun í haust hittumst þær Guðný í fyrsta skipti og ræddum saman. „Ég hafði þá lokið við að skrifa um þau Þóru og Kristin og lagt áherslu á lífsskoðanir þeirra, hollustu við kommúnismann og Sovétríkin og aðkomu þeirra að útgáfustarfsemi og pólitísku upplýsinga- og áróðursstarfi. Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir er ekki helgisaga; frásögn Guðnýjar árið 2011 hafði mikil áhrif á mig og rannsóknina. Ég las allar heimildir með hana í huga.“ Rósa segir að Guðný hafi ekki viljað að frásögn hennar kæmi fram fyrst þegar þær ræddu saman. „En þegar við ræddum saman í haust var hún reiðubúin að stíga fram. Ég hvatti hana til að segja sína sögu sjálf og nú hefur hún gert það með áhrifamiklum hætti. Ég vona að saga hennar verði til þess að einstaklingar af hennar kynslóð finni styrk til að stíga fram og skila skömminni.“ Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bókaútgáfa Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Vísir greindi sagði af málinu í gær en Guðný greindi frá athæfi Kristins í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Frásögn Guðnýjar hefur vakið óhug, ekki síst innan bókmenntaheimsins en Kristinn er einn stofnenda Máls og menningar og talinn einn helsti bókmenntafrömuður 20. aldarinnar á Íslandi. „Ég tel rétt að taka það fram að ég heyrði ekki fleiri frásagnir af þessu tagi er ég vann að rannsókninni,“ segir Rósa á Facebook-síðu sinni. Vissi af málinu strax 2011 Í yfirlýsingu hennar kemur fram að hún hafi rætt við Guðnýju um þessi mál strax árið 2011. Henni hafi því verið kunnugt um málið og en bundin trúnaði. „Ég dáist að hugrekki Guðnýjar Bjarnadóttur og hugur minn er hjá henni í dag. Guðný hafði fyrst samband við mig árið 2011 og sagði mér í stuttu máli frá fyrsta atvikinu sem hún nefnir í greininni. Þá var móðir hennar á lífi og ég bundin trúnaði um málið,“ segir Rósa í yfirlýsingu sinni. Rauðir þræðir ekki helgisaga Um það bil sem Rauðir þræðir fóru í prentun í haust hittumst þær Guðný í fyrsta skipti og ræddum saman. „Ég hafði þá lokið við að skrifa um þau Þóru og Kristin og lagt áherslu á lífsskoðanir þeirra, hollustu við kommúnismann og Sovétríkin og aðkomu þeirra að útgáfustarfsemi og pólitísku upplýsinga- og áróðursstarfi. Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir er ekki helgisaga; frásögn Guðnýjar árið 2011 hafði mikil áhrif á mig og rannsóknina. Ég las allar heimildir með hana í huga.“ Rósa segir að Guðný hafi ekki viljað að frásögn hennar kæmi fram fyrst þegar þær ræddu saman. „En þegar við ræddum saman í haust var hún reiðubúin að stíga fram. Ég hvatti hana til að segja sína sögu sjálf og nú hefur hún gert það með áhrifamiklum hætti. Ég vona að saga hennar verði til þess að einstaklingar af hennar kynslóð finni styrk til að stíga fram og skila skömminni.“
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bókaútgáfa Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira