Bandarískur blaðamaður ákærður fyrir undirróður og hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 10:14 Fenster hefur setið í fangelsi í Mjanmar í fimm mánuði. AP Bandarískur blaðamaður hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk í Mjanmar. Blaðamaðurinn var handtekinn í maí þegar hann reyndi að flýja landið en hefur verið í haldi hersins síðan þá. Ákærurnar setja nokkuð stórt strik í reikninginn fyrir Bandaríkin, sem hafa reynt að fá blaðamanninn, Danny Fenster, leystan úr haldi og sendan aftur heim til Bandaríkjanna. Fenster, sem er 37 ára gamall, var ritstjóri sjálfstæða fréttavefmiðilsins Frontier Myanmar áður en hann var handtekinn. Óvíst er hvað nákvæmlega felst í þessum ákærum, fyrir hvaða brot hann er raunverulega ákærður. Verði Fenster sakfelldur fyrir hina meintu glæpi gæti hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hryðjuverkin meintu og tuttugu ára fangelsi fyrir áróðurinn. „Við skiljum ekki hvers vegna fleiri ákærum var bætt við og það er alls ekki gott,“ sagði Than Zaw Aung, lögmaður Fensters, í samtali við Reuters. „Danny er mjög svekktur og sorgmæddur að ákærum gegn honum hafi verið bætt við.“ Bandaríkjastjórn hefur undanfarna mánuði reynt að fá Fenter leystan úr haldi en hann var upprunalega ákærður fyrir undirróður og fleiri brot. Honum er haldið föngum í hinu alræmda Insein fangelsi í Yangon. Nýverið leysti herforingjastjórnin þúsundir úr haldi, sem höfðu verið handsamaðir eftir mótmæli gegn stjórninni eftir valdatöku hennar í vor. Meðal þeirra voru frétta- og blaðamenn en Fenster var ekki í þeim hópi. Herforingjastjórnin hefur hert tökin á frjálsri fjölmiðlun verulega frá valdatöku hennar. Hún hefur dregið til baka heimildir fréttamiðla til að starfa, bannað ýmsar vefsíður og dregið úr heimildum til útsendinga. Þá hafa tugir blaðamanna verið handteknir síðan herforingjastjórnin tók völd þann 1. febrúar. Mjanmar Bandaríkin Tengdar fréttir Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03 Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Ákærurnar setja nokkuð stórt strik í reikninginn fyrir Bandaríkin, sem hafa reynt að fá blaðamanninn, Danny Fenster, leystan úr haldi og sendan aftur heim til Bandaríkjanna. Fenster, sem er 37 ára gamall, var ritstjóri sjálfstæða fréttavefmiðilsins Frontier Myanmar áður en hann var handtekinn. Óvíst er hvað nákvæmlega felst í þessum ákærum, fyrir hvaða brot hann er raunverulega ákærður. Verði Fenster sakfelldur fyrir hina meintu glæpi gæti hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hryðjuverkin meintu og tuttugu ára fangelsi fyrir áróðurinn. „Við skiljum ekki hvers vegna fleiri ákærum var bætt við og það er alls ekki gott,“ sagði Than Zaw Aung, lögmaður Fensters, í samtali við Reuters. „Danny er mjög svekktur og sorgmæddur að ákærum gegn honum hafi verið bætt við.“ Bandaríkjastjórn hefur undanfarna mánuði reynt að fá Fenter leystan úr haldi en hann var upprunalega ákærður fyrir undirróður og fleiri brot. Honum er haldið föngum í hinu alræmda Insein fangelsi í Yangon. Nýverið leysti herforingjastjórnin þúsundir úr haldi, sem höfðu verið handsamaðir eftir mótmæli gegn stjórninni eftir valdatöku hennar í vor. Meðal þeirra voru frétta- og blaðamenn en Fenster var ekki í þeim hópi. Herforingjastjórnin hefur hert tökin á frjálsri fjölmiðlun verulega frá valdatöku hennar. Hún hefur dregið til baka heimildir fréttamiðla til að starfa, bannað ýmsar vefsíður og dregið úr heimildum til útsendinga. Þá hafa tugir blaðamanna verið handteknir síðan herforingjastjórnin tók völd þann 1. febrúar.
Mjanmar Bandaríkin Tengdar fréttir Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03 Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47 Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25. október 2021 10:03
Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. 18. október 2021 13:47
Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48