Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2021 09:00 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er nú á leið aftur til Glasgow fyrir lokahnykk loftslagsráðstefnunnar þar. Bretar hafa lagt fram drög að samkomulagi sem öll ríkin þurfa að samþykkja til að verði að veruleika. Vísir/EPA Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á að ljúka um helgina. Forseti ráðstefnunnar birti sjö blaðsíðna drög að samkomulagi snemma í morgun. Öll aðildarríki rammasáttmála SÞ um loftslagsbreytingar þurfa þó að samþykkja slíkt samkomulag eða yfirlýsingu samhljóða. Í drögunum eru ríki heims hvött til að uppfæra svonefnd landsmarkmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda þannig að þau samrýmist markmiðum Parísarsamkomulagsins fyrir lok árs 2022. Markmið þess er að takmarka hlýnun jarðar við 2°C á þessari öld og helst við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Miðað við núverandi losunarmarkmið ríkjanna 197 sem eiga aðild að samningnum stefnir í að hlýnunin verði töluvert meiri, um 2,4°C miðað fyrir tímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt greiningu Climate Action Tracker (CAT), óháðs hóps vísindamanna. „Jafnvel með þeim nýju loforðum fyrir 2030 í Glasgow munum við losa gróflega tvöfalt meira árið 2030 en þarf til að ná 1,5°C markmiðinu. Þess vegna verða allar ríkisstjórnir að endurskoða markmið sín,“ sagði í greiningunni. Hætti niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti og ríkari þjóðir styðji þær snauðari Kallað er eftir því í fyrsta skipti að ríkin hætti smám saman niðurgreiðslum á kolum og jarðefnaeldsneyti. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ekkert sé sett um tímaramma eða markmið í þeim efnum í samkomulagsdrögum Breta. Þá er óljóst hvort að klausan lifi af og komist inn í endanlega útgáfu samkomulagsins. Einnig er kveðið á um að ríkari þjóðir geri meira til að hjálpa þeim snauðari að aðlagast loftslagsbreytingum. Þrátt fyrir að heimtur hafi gengið illa á þeim hundrað milljörðum dollara sem iðnríki lofuðu að veita þeim fátækari fyrir árið 2020 er lagt til að upphæðin verði hækkuð frá og með 2025. Reuters-fréttastofan segir að samninganefndir aðildarríkjanna setjist niður í dag og reyni að ná samstöðu um lokatexta samkomulagsins sem hægt verði að skrifa undir um helgina. Kona situr á matsölubás sínum í háflóði í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Með áframhaldandi hlýnun jarðar verða flóð, þurrkar og hitabylgjur tíðari og skæðari.Vísir/EPA Ýmsir minni samningar þegar samþykktir Þrátt fyrir að ýmsir aðgerðasinnar og stjórnmálamenn hafi lýst því yfir að loftslagsráðstefna SÞ sé gagnslaus undanfarna daga hafa ýmsir samningar verið undirritaðir á henni fram að þessu. Þannig hafa leiðtogar fleiri en hundrað ríkja sæst á að binda enda á og snúa við eyðingu skóga fyrir árið 2030, þar á meðal Brasilía þar sem verulega hefur verið gengið á Amasonfrumskóginn. Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu samkomulag um að draga úr losun metans, gróðurhúsalofttegundar sem er enn máttugri en koltvísýringur en skammlífari í lofthjúpnum, fyrir árið 2030. Talað hefur verið um að samdráttur í losun metans sé ein skilvirkasta leiðin til að draga hratt úr hnattrænni hlýnun. Fleiri en fjörutíu ríki skrifuðu einnig undir samning um að hætta að brenna kolum, en þó ekki stórveldi eins og Kína og Bandaríkin sem eru á meðal mestu kolaháka heimsins. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bretland Skotland Tengdar fréttir Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins fjölmennir á COP26 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins í heiminum eru fjölmennir á COP26 ráðstefnunni í Glasgow þar sem loftslagsmálin eru rædd. Raunar eru þeir svo fjölmennir að ekkert einstakt ríki sendir fleiri fulltrúa á ráðstefnuna. 8. nóvember 2021 07:25 Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á að ljúka um helgina. Forseti ráðstefnunnar birti sjö blaðsíðna drög að samkomulagi snemma í morgun. Öll aðildarríki rammasáttmála SÞ um loftslagsbreytingar þurfa þó að samþykkja slíkt samkomulag eða yfirlýsingu samhljóða. Í drögunum eru ríki heims hvött til að uppfæra svonefnd landsmarkmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda þannig að þau samrýmist markmiðum Parísarsamkomulagsins fyrir lok árs 2022. Markmið þess er að takmarka hlýnun jarðar við 2°C á þessari öld og helst við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Miðað við núverandi losunarmarkmið ríkjanna 197 sem eiga aðild að samningnum stefnir í að hlýnunin verði töluvert meiri, um 2,4°C miðað fyrir tímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt greiningu Climate Action Tracker (CAT), óháðs hóps vísindamanna. „Jafnvel með þeim nýju loforðum fyrir 2030 í Glasgow munum við losa gróflega tvöfalt meira árið 2030 en þarf til að ná 1,5°C markmiðinu. Þess vegna verða allar ríkisstjórnir að endurskoða markmið sín,“ sagði í greiningunni. Hætti niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti og ríkari þjóðir styðji þær snauðari Kallað er eftir því í fyrsta skipti að ríkin hætti smám saman niðurgreiðslum á kolum og jarðefnaeldsneyti. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ekkert sé sett um tímaramma eða markmið í þeim efnum í samkomulagsdrögum Breta. Þá er óljóst hvort að klausan lifi af og komist inn í endanlega útgáfu samkomulagsins. Einnig er kveðið á um að ríkari þjóðir geri meira til að hjálpa þeim snauðari að aðlagast loftslagsbreytingum. Þrátt fyrir að heimtur hafi gengið illa á þeim hundrað milljörðum dollara sem iðnríki lofuðu að veita þeim fátækari fyrir árið 2020 er lagt til að upphæðin verði hækkuð frá og með 2025. Reuters-fréttastofan segir að samninganefndir aðildarríkjanna setjist niður í dag og reyni að ná samstöðu um lokatexta samkomulagsins sem hægt verði að skrifa undir um helgina. Kona situr á matsölubás sínum í háflóði í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Með áframhaldandi hlýnun jarðar verða flóð, þurrkar og hitabylgjur tíðari og skæðari.Vísir/EPA Ýmsir minni samningar þegar samþykktir Þrátt fyrir að ýmsir aðgerðasinnar og stjórnmálamenn hafi lýst því yfir að loftslagsráðstefna SÞ sé gagnslaus undanfarna daga hafa ýmsir samningar verið undirritaðir á henni fram að þessu. Þannig hafa leiðtogar fleiri en hundrað ríkja sæst á að binda enda á og snúa við eyðingu skóga fyrir árið 2030, þar á meðal Brasilía þar sem verulega hefur verið gengið á Amasonfrumskóginn. Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu samkomulag um að draga úr losun metans, gróðurhúsalofttegundar sem er enn máttugri en koltvísýringur en skammlífari í lofthjúpnum, fyrir árið 2030. Talað hefur verið um að samdráttur í losun metans sé ein skilvirkasta leiðin til að draga hratt úr hnattrænni hlýnun. Fleiri en fjörutíu ríki skrifuðu einnig undir samning um að hætta að brenna kolum, en þó ekki stórveldi eins og Kína og Bandaríkin sem eru á meðal mestu kolaháka heimsins.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bretland Skotland Tengdar fréttir Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins fjölmennir á COP26 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins í heiminum eru fjölmennir á COP26 ráðstefnunni í Glasgow þar sem loftslagsmálin eru rædd. Raunar eru þeir svo fjölmennir að ekkert einstakt ríki sendir fleiri fulltrúa á ráðstefnuna. 8. nóvember 2021 07:25 Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22
Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins fjölmennir á COP26 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins í heiminum eru fjölmennir á COP26 ráðstefnunni í Glasgow þar sem loftslagsmálin eru rædd. Raunar eru þeir svo fjölmennir að ekkert einstakt ríki sendir fleiri fulltrúa á ráðstefnuna. 8. nóvember 2021 07:25
Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20