Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 23:47 Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana að mati slökkviliðsstjórans í Houston. AP/AMY HARRIS Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára. „Allir sem stóðu að tónleikunum eru ábyrgir. Allt frá tónlistarmanninum og niður,“ sagði Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston í samtali við NBC í dag. Átta fórust á tónleikum Travis Scott í borginni á föstudag og hundruð til viðbotar slösuðust þegar mikil geðshræring greip um sig meðal tónleikagesta. Travis gaf út yfirlýsingu daginn eftir tónleikana og sagðist miður sín vegna mannfallsins. Hann ætti í samtali við fjölskyldur hinna látnu. Myndbönd frá tónleikunum, sem hafa farið í dreifingu á netið, hafa hins vegar sýnt myrka mynd af ástandinu á tónleikunum. Sjást tónleikagestir þar reyna að ná athygil Travis og annarra starfsmanna á viðburðinum sem hafi hundsað hjálparbænir gestanna. Á einu myndbandi virðist Travis sjá tónleikagesti bera á milli sín meðvitundarlausan líkama eins gests áður en hann heldur áfram að syngja. Kylie Jennar, kærasta Travis, sagði í yfirlýsingu að þau hafi ekki verið meðvituð um mannfallið fyrr en eftir tónleikana. Meðal þeirra sem særðist alvarlega á tónleikunum er níu ára drengur sem er sagður berjast fyrir lífu sínu eftir að hann varð undir í mannhafinu. Talið er að þau sem létust hafi orðið undir nærri sviðinu um klukkan 21:30 að staðartíma á föstudagskvöld. Travis hélt tónleikunum áfram í um fjörutíu mínútur eftir það en endaði tónleikana fimmtán til tuttugu mínútum áður en þeir áttu að enda samkvæmt auglýsingunni. „Á einum tímapunkti var sjúkrabíll að reyna að komast í gegn um mannmergðina. Listamaðurinn hefur stjórn á hópnum,“ sagði Pena í samtali við NBC í dag. „Ef listamaðurinn tekur eftir því að eitthvað er í gangi getur hann algjörlega stoppað sýninguna, kveikt ljósin og sagt: Við ætlum ekki að halda áfram fyrr en það er búið að leysa úr þessu.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39 Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37 Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
„Allir sem stóðu að tónleikunum eru ábyrgir. Allt frá tónlistarmanninum og niður,“ sagði Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston í samtali við NBC í dag. Átta fórust á tónleikum Travis Scott í borginni á föstudag og hundruð til viðbotar slösuðust þegar mikil geðshræring greip um sig meðal tónleikagesta. Travis gaf út yfirlýsingu daginn eftir tónleikana og sagðist miður sín vegna mannfallsins. Hann ætti í samtali við fjölskyldur hinna látnu. Myndbönd frá tónleikunum, sem hafa farið í dreifingu á netið, hafa hins vegar sýnt myrka mynd af ástandinu á tónleikunum. Sjást tónleikagestir þar reyna að ná athygil Travis og annarra starfsmanna á viðburðinum sem hafi hundsað hjálparbænir gestanna. Á einu myndbandi virðist Travis sjá tónleikagesti bera á milli sín meðvitundarlausan líkama eins gests áður en hann heldur áfram að syngja. Kylie Jennar, kærasta Travis, sagði í yfirlýsingu að þau hafi ekki verið meðvituð um mannfallið fyrr en eftir tónleikana. Meðal þeirra sem særðist alvarlega á tónleikunum er níu ára drengur sem er sagður berjast fyrir lífu sínu eftir að hann varð undir í mannhafinu. Talið er að þau sem létust hafi orðið undir nærri sviðinu um klukkan 21:30 að staðartíma á föstudagskvöld. Travis hélt tónleikunum áfram í um fjörutíu mínútur eftir það en endaði tónleikana fimmtán til tuttugu mínútum áður en þeir áttu að enda samkvæmt auglýsingunni. „Á einum tímapunkti var sjúkrabíll að reyna að komast í gegn um mannmergðina. Listamaðurinn hefur stjórn á hópnum,“ sagði Pena í samtali við NBC í dag. „Ef listamaðurinn tekur eftir því að eitthvað er í gangi getur hann algjörlega stoppað sýninguna, kveikt ljósin og sagt: Við ætlum ekki að halda áfram fyrr en það er búið að leysa úr þessu.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39 Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37 Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39
Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00