Sex vikur frá kosningum og til umræðu að fara í aðra vettvangsferð í Borgarnes Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 12:06 Undirbúningsnefnd hefur fundað rúmlega tuttugu sinnum vegna endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi. vísir/vilhelm Möguleikinn á annarri vettvangsferð til Borgarness til að rannsaka flokkun kjörseðlanna enn betur er nú til umræðu á fundi undirbúningskjörbréfanefndar. Ákvörðunar um hana má vænta þegar fundinum lýkur seinni partinn í dag. Fundur nefndarinnar hófst klukkan tíu í morgun en hún hefur nú komið saman yfir tuttugu sinnum til að ræða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Nefndin fór í vettvangsferð til Borgarness fyrir um þremur vikum síðan en í henni kom í ljós að kjörseðill sem talinn var gildur og tilheyrði Framsóknarflokknum hafði ranglega verið flokkaður í bunka með auðum atkvæðum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur það verið til umræðu innan nefndarinnar undanfarna daga að fara aðra ferð til Borgarness til að kanna kjörseðlana enn betur. Vildu kanna fleiri bunka Tilgangur ferðarinnar væri þá að skoða fleiri bunka en auða og ógilda og sjá hvort þar fyndust einnig ranglega flokkuð atkvæði. Samkvæmt einum nefndarmanni var nefndin orðin nokkuð viss um að hún þyrfti að fara í ferðina en hefur nýlega fengið upplýsingar í hendurnar sem hefur gefið henni tilefni til að endurskoða það. Búast má við að ákvörðun um ferðina verði tekin á fundinum í dag en honum ætti ekki að ljúka fyrr en seinni partinn. Óljóst er hvaða bunka nefndin myndi rannsaka aftur og þá hvort hún myndi aðeins skoða flokkun atkvæða í bunkunum eða hreinlega ráðast í að telja eitthvað af atkvæðunum aftur. Lagaleg heimild til slíkra aðgerða er þá óljós en umboðsmenn framboðslistanna þyrftu líklega að vera viðstaddir ef nefndin ákveður að ráðast í þær. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. 6. nóvember 2021 19:47 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Fundur nefndarinnar hófst klukkan tíu í morgun en hún hefur nú komið saman yfir tuttugu sinnum til að ræða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Nefndin fór í vettvangsferð til Borgarness fyrir um þremur vikum síðan en í henni kom í ljós að kjörseðill sem talinn var gildur og tilheyrði Framsóknarflokknum hafði ranglega verið flokkaður í bunka með auðum atkvæðum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur það verið til umræðu innan nefndarinnar undanfarna daga að fara aðra ferð til Borgarness til að kanna kjörseðlana enn betur. Vildu kanna fleiri bunka Tilgangur ferðarinnar væri þá að skoða fleiri bunka en auða og ógilda og sjá hvort þar fyndust einnig ranglega flokkuð atkvæði. Samkvæmt einum nefndarmanni var nefndin orðin nokkuð viss um að hún þyrfti að fara í ferðina en hefur nýlega fengið upplýsingar í hendurnar sem hefur gefið henni tilefni til að endurskoða það. Búast má við að ákvörðun um ferðina verði tekin á fundinum í dag en honum ætti ekki að ljúka fyrr en seinni partinn. Óljóst er hvaða bunka nefndin myndi rannsaka aftur og þá hvort hún myndi aðeins skoða flokkun atkvæða í bunkunum eða hreinlega ráðast í að telja eitthvað af atkvæðunum aftur. Lagaleg heimild til slíkra aðgerða er þá óljós en umboðsmenn framboðslistanna þyrftu líklega að vera viðstaddir ef nefndin ákveður að ráðast í þær.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. 6. nóvember 2021 19:47 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. 6. nóvember 2021 19:47
Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01