Real vill losna við sex leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2021 20:01 Talið er að Real hafi sett bæði Hazard og Bale á sölulista. Oscar J. Barroso/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Real Madríd stefnir á að losa sig við sex leikmenn sem fyrst til þess að lækka launakostnað félagsins og búa þannig til pláss fyrir leikmenn á borð við Kylian Mbappé. Samkvæmt spænska miðlinum AS vill Real losna við þá Marcelo, Isco, Gareth Bale, Eden Hazard, Luka Jović og Jesus Vallejo. Leikmennirnir hafa lítið komið við sögu síðan Carlo Ancelotti tók við og væri félagið til í að losa þessa leikmenn við fyrsta tækifæri. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Real í sumar og virðist stefna í áframhaldandi breytingar næsta sumar. Talið er nær öruggt að Kylian Mbappé gangi til liðs við félagið á frjálsri sölu. Erling Braut Håland er einnig á óskalistanum sem og Paul Pogba. Þó bæði Mbappé og Pogba séu samningslausir næsta sumar vill Real losa áðurnefnda leikmenn til að geta boðið samninga sem ómögulegt er að neita. Vandræði Real varðandi þá Marcelo, Isco og Gareth Bale er að þeir renna allir út á samningi næsta sumar. Það væri því erfitt að selja þá - eða gefa - í janúar þar sem fá lið væru tilbúin að borga sömu laun og Real. Forráðamenn félagsins halda þó í vonina að samningar náist og félagið nái allavega að spara hlut af launakostnaði þremenninganna hér að ofan ásamt því að selja Isco, Jović og Vallejo. Talið er að félagið spari í kringum 90 milljónir punda með því að losna við þessa sex leikmenn af launaskrá sinni. Það ætti að hjálpa í von þeirra um að sækja leikmenn á borð við Mbappé, Pogba og Håland næsta sumar. Real Madríd er sem stendur í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með 27 stig að loknum 12 leikjum. Real Sociedad situr á toppnum með 28 stig en hefur leikið leik meira. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Samkvæmt spænska miðlinum AS vill Real losna við þá Marcelo, Isco, Gareth Bale, Eden Hazard, Luka Jović og Jesus Vallejo. Leikmennirnir hafa lítið komið við sögu síðan Carlo Ancelotti tók við og væri félagið til í að losa þessa leikmenn við fyrsta tækifæri. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Real í sumar og virðist stefna í áframhaldandi breytingar næsta sumar. Talið er nær öruggt að Kylian Mbappé gangi til liðs við félagið á frjálsri sölu. Erling Braut Håland er einnig á óskalistanum sem og Paul Pogba. Þó bæði Mbappé og Pogba séu samningslausir næsta sumar vill Real losa áðurnefnda leikmenn til að geta boðið samninga sem ómögulegt er að neita. Vandræði Real varðandi þá Marcelo, Isco og Gareth Bale er að þeir renna allir út á samningi næsta sumar. Það væri því erfitt að selja þá - eða gefa - í janúar þar sem fá lið væru tilbúin að borga sömu laun og Real. Forráðamenn félagsins halda þó í vonina að samningar náist og félagið nái allavega að spara hlut af launakostnaði þremenninganna hér að ofan ásamt því að selja Isco, Jović og Vallejo. Talið er að félagið spari í kringum 90 milljónir punda með því að losna við þessa sex leikmenn af launaskrá sinni. Það ætti að hjálpa í von þeirra um að sækja leikmenn á borð við Mbappé, Pogba og Håland næsta sumar. Real Madríd er sem stendur í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með 27 stig að loknum 12 leikjum. Real Sociedad situr á toppnum með 28 stig en hefur leikið leik meira.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira