Real vill losna við sex leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2021 20:01 Talið er að Real hafi sett bæði Hazard og Bale á sölulista. Oscar J. Barroso/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Real Madríd stefnir á að losa sig við sex leikmenn sem fyrst til þess að lækka launakostnað félagsins og búa þannig til pláss fyrir leikmenn á borð við Kylian Mbappé. Samkvæmt spænska miðlinum AS vill Real losna við þá Marcelo, Isco, Gareth Bale, Eden Hazard, Luka Jović og Jesus Vallejo. Leikmennirnir hafa lítið komið við sögu síðan Carlo Ancelotti tók við og væri félagið til í að losa þessa leikmenn við fyrsta tækifæri. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Real í sumar og virðist stefna í áframhaldandi breytingar næsta sumar. Talið er nær öruggt að Kylian Mbappé gangi til liðs við félagið á frjálsri sölu. Erling Braut Håland er einnig á óskalistanum sem og Paul Pogba. Þó bæði Mbappé og Pogba séu samningslausir næsta sumar vill Real losa áðurnefnda leikmenn til að geta boðið samninga sem ómögulegt er að neita. Vandræði Real varðandi þá Marcelo, Isco og Gareth Bale er að þeir renna allir út á samningi næsta sumar. Það væri því erfitt að selja þá - eða gefa - í janúar þar sem fá lið væru tilbúin að borga sömu laun og Real. Forráðamenn félagsins halda þó í vonina að samningar náist og félagið nái allavega að spara hlut af launakostnaði þremenninganna hér að ofan ásamt því að selja Isco, Jović og Vallejo. Talið er að félagið spari í kringum 90 milljónir punda með því að losna við þessa sex leikmenn af launaskrá sinni. Það ætti að hjálpa í von þeirra um að sækja leikmenn á borð við Mbappé, Pogba og Håland næsta sumar. Real Madríd er sem stendur í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með 27 stig að loknum 12 leikjum. Real Sociedad situr á toppnum með 28 stig en hefur leikið leik meira. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Samkvæmt spænska miðlinum AS vill Real losna við þá Marcelo, Isco, Gareth Bale, Eden Hazard, Luka Jović og Jesus Vallejo. Leikmennirnir hafa lítið komið við sögu síðan Carlo Ancelotti tók við og væri félagið til í að losa þessa leikmenn við fyrsta tækifæri. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Real í sumar og virðist stefna í áframhaldandi breytingar næsta sumar. Talið er nær öruggt að Kylian Mbappé gangi til liðs við félagið á frjálsri sölu. Erling Braut Håland er einnig á óskalistanum sem og Paul Pogba. Þó bæði Mbappé og Pogba séu samningslausir næsta sumar vill Real losa áðurnefnda leikmenn til að geta boðið samninga sem ómögulegt er að neita. Vandræði Real varðandi þá Marcelo, Isco og Gareth Bale er að þeir renna allir út á samningi næsta sumar. Það væri því erfitt að selja þá - eða gefa - í janúar þar sem fá lið væru tilbúin að borga sömu laun og Real. Forráðamenn félagsins halda þó í vonina að samningar náist og félagið nái allavega að spara hlut af launakostnaði þremenninganna hér að ofan ásamt því að selja Isco, Jović og Vallejo. Talið er að félagið spari í kringum 90 milljónir punda með því að losna við þessa sex leikmenn af launaskrá sinni. Það ætti að hjálpa í von þeirra um að sækja leikmenn á borð við Mbappé, Pogba og Håland næsta sumar. Real Madríd er sem stendur í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með 27 stig að loknum 12 leikjum. Real Sociedad situr á toppnum með 28 stig en hefur leikið leik meira.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira