Byrgjum eineltisbrunninn Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 11:00 Einelti getur verið fyrsta stefið í langri áfallasögu einstaklings. Einelti er sem dropinn sem byrjar að hola steininn. Þannig brýtur einelti smátt og smátt niður sjálfsmynd einstaklings. Barn sem verður fyrir einelti getur talið sig lítils virði og ekki eiga neitt gott skilið. Eineltið getur því gert viðkomandi berskjaldaðri fyrir annars konar ofbeldi og jafnvel sjúkdómum. Forvarnir gegn einelti eru því forvarnir gegn svo mörgu öðru. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum, svo og frístundaheimilum og dagforeldrum upp á verkefni sem miðar að því að búa börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Verkefnið nefnist Vinátta - Fri for Mobberi, er danskt að uppruna og er byggt á rannsóknum. Fjólublái bangsinn Blær sem er táknmynd Vináttu býr nú í meira en 65% leikskóla landsins ásamt hjálparböngsunum litlu sem börnin eiga. Blær hjálpar til við að byggja upp samkennd, kenna börnunum umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum, virðingu fyrir hverjum og einum, umhyggju og hugrekki til að setja sér mörk og bregðast við órétti. Til þess notar Blær fjölbreytt Vináttu námsefni frá Barnaheillum. Nú hefur Blær jafnframt tekið sér bólfestu í um 30% grunnskóla. Blær brúar því bilið milli leik- og grunnskóla í fjölmörgum sveitarfélögum og skólahverfum. Samkvæmt Vináttu er einelti samfélagslegt, félagslegt og menningarlegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þarf ávallt að vinna með hópinn sem heild. Öll börn eiga rétt á að tilheyra hópi, tilheyra samfélagi og að vera virt að eigin verðleikum. Jarðvegur skapast fyrir einelti þegar eitt eða fleiri börn óttast að þau verði útundan í hópnum, útundan í leik, ekki tekið mark á tillögum þeirra eða skoðunum. Því skapast togstreita og valdabarátta innan hópsins, barátta um vinsældir. Þessi togstreita getur jafnvel varað árum saman og stuðlað að goggunarröð og útilokun. Ýmislegt er notað sem fóður eða réttlæting fyrir útilokun eða einelti og fer það algjörlega eftir hentugleika, stað og stund, hver sem er getur orðið skotspónn hverju sinni. Vinátta er í senn námsefni og verkfæri til að brjóta upp slæm samskiptamynstur og aðferðir við að koma í veg fyrir útilokun og einelti. Mörg þúsund kennarar og aðrir starfsmenn skóla hafa sótt námskeið um Vináttu á vegum Barnaheilla undanfarin ár og innleitt hugmyndafræðina í skólastarfið. Það hefur sannarlega skilað sér. Börnin sýna hvert öðru meiri tillitssemi og umhyggju. Þau hughreysta félaga sína oftar og hafa frumkvæði að því að grípa inn í ef þau verða vitni að ranglæti. Þau öðlast hugrekki og kjark til að skipta sér af – segja „stopp“ og þau taka stundum sjálf ábyrgð á að miðla málum þegar kemur upp ósætti. Allir þessir starfsmenn skóla eiga sannarlega þakkir skilið. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla og samfélagsins alls í Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Réttindi barna Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Einelti getur verið fyrsta stefið í langri áfallasögu einstaklings. Einelti er sem dropinn sem byrjar að hola steininn. Þannig brýtur einelti smátt og smátt niður sjálfsmynd einstaklings. Barn sem verður fyrir einelti getur talið sig lítils virði og ekki eiga neitt gott skilið. Eineltið getur því gert viðkomandi berskjaldaðri fyrir annars konar ofbeldi og jafnvel sjúkdómum. Forvarnir gegn einelti eru því forvarnir gegn svo mörgu öðru. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum, svo og frístundaheimilum og dagforeldrum upp á verkefni sem miðar að því að búa börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Verkefnið nefnist Vinátta - Fri for Mobberi, er danskt að uppruna og er byggt á rannsóknum. Fjólublái bangsinn Blær sem er táknmynd Vináttu býr nú í meira en 65% leikskóla landsins ásamt hjálparböngsunum litlu sem börnin eiga. Blær hjálpar til við að byggja upp samkennd, kenna börnunum umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum, virðingu fyrir hverjum og einum, umhyggju og hugrekki til að setja sér mörk og bregðast við órétti. Til þess notar Blær fjölbreytt Vináttu námsefni frá Barnaheillum. Nú hefur Blær jafnframt tekið sér bólfestu í um 30% grunnskóla. Blær brúar því bilið milli leik- og grunnskóla í fjölmörgum sveitarfélögum og skólahverfum. Samkvæmt Vináttu er einelti samfélagslegt, félagslegt og menningarlegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þarf ávallt að vinna með hópinn sem heild. Öll börn eiga rétt á að tilheyra hópi, tilheyra samfélagi og að vera virt að eigin verðleikum. Jarðvegur skapast fyrir einelti þegar eitt eða fleiri börn óttast að þau verði útundan í hópnum, útundan í leik, ekki tekið mark á tillögum þeirra eða skoðunum. Því skapast togstreita og valdabarátta innan hópsins, barátta um vinsældir. Þessi togstreita getur jafnvel varað árum saman og stuðlað að goggunarröð og útilokun. Ýmislegt er notað sem fóður eða réttlæting fyrir útilokun eða einelti og fer það algjörlega eftir hentugleika, stað og stund, hver sem er getur orðið skotspónn hverju sinni. Vinátta er í senn námsefni og verkfæri til að brjóta upp slæm samskiptamynstur og aðferðir við að koma í veg fyrir útilokun og einelti. Mörg þúsund kennarar og aðrir starfsmenn skóla hafa sótt námskeið um Vináttu á vegum Barnaheilla undanfarin ár og innleitt hugmyndafræðina í skólastarfið. Það hefur sannarlega skilað sér. Börnin sýna hvert öðru meiri tillitssemi og umhyggju. Þau hughreysta félaga sína oftar og hafa frumkvæði að því að grípa inn í ef þau verða vitni að ranglæti. Þau öðlast hugrekki og kjark til að skipta sér af – segja „stopp“ og þau taka stundum sjálf ábyrgð á að miðla málum þegar kemur upp ósætti. Allir þessir starfsmenn skóla eiga sannarlega þakkir skilið. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla og samfélagsins alls í Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun