Gerir allt sjálf fyrir ferminguna og þiggur enga hjálp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 15:00 Mæðgurnar Erna og Anna Kolbrún. Vísir/Arnar Halldórsson Fimmtán ára stelpa úr Garðabæ, sem fær loks að fermast eftir tveggja ára bið, hefur staðið í ströngu við undirbúning veislunnar en hún bæði bakar og skreytir – alein og óstudd. Þegar fréttastofu bar að garði í vikunni stóð Anna Kolbrún Stefánsdóttir í ströngu við að baka fyrir veisluna, sem var loks haldin í Digraneskirkju í dag. Kransakökubitar voru þá í bígerð en Anna þurfti að verða sér úti um heila frystikistu til að koma öllu góðgætinu fyrir. „Ég ætla að setja blóm, alvöru blóm, á fermingarkökuna – svona bleik og stór,” segir Anna Kolbrún, aðspurð hvernig hún ætlar að skreyta tertuna. Hún gerir líka rice krispies kökur, bollakökur, gulrótatertu, perutertu, pavlovur og þannig mætti lengi telja. „Nei ég fæ enga hjálp,” segir Anna Kolbrún aðspurð og bætir við að hún hafi virkilega gaman að þessu. Uppskriftirnar finnur hún á netinu og í bókum en hún hefur séð um veislurnar sínar frá því hún var lítil stelpa. „Við megum ekki einu sinni hjálpa henni,” segir Erna Arnardóttir, móðir Önnu Kolbrúnar, en viðurkennir þó að hún fái stundum að taka til eftir dóttur sína. „Hún hefur bakað kökurnar í afmælinu sínu í mörg ár,” segir hún en Anna Kolbrún hefur bakað fyrir veislur, skírnir og fyrirtæki. Mamma hennar segir kökurnar afskaplega góðar. „Þær eru ekki bara fallegar – þær eru líka góðar.” Og loks er komið að stóra deginum – Anna Kolbrún fermist í dag eftir tveggja ára bið. Henni fannst biðin samt ekkert erfið en er spennt að fá að fermast, halda veisluna og að hitta fólkið sitt. Fréttastofa kíkti í heimsókn til mæðgnanna, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Fermingar Börn og uppeldi Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Þegar fréttastofu bar að garði í vikunni stóð Anna Kolbrún Stefánsdóttir í ströngu við að baka fyrir veisluna, sem var loks haldin í Digraneskirkju í dag. Kransakökubitar voru þá í bígerð en Anna þurfti að verða sér úti um heila frystikistu til að koma öllu góðgætinu fyrir. „Ég ætla að setja blóm, alvöru blóm, á fermingarkökuna – svona bleik og stór,” segir Anna Kolbrún, aðspurð hvernig hún ætlar að skreyta tertuna. Hún gerir líka rice krispies kökur, bollakökur, gulrótatertu, perutertu, pavlovur og þannig mætti lengi telja. „Nei ég fæ enga hjálp,” segir Anna Kolbrún aðspurð og bætir við að hún hafi virkilega gaman að þessu. Uppskriftirnar finnur hún á netinu og í bókum en hún hefur séð um veislurnar sínar frá því hún var lítil stelpa. „Við megum ekki einu sinni hjálpa henni,” segir Erna Arnardóttir, móðir Önnu Kolbrúnar, en viðurkennir þó að hún fái stundum að taka til eftir dóttur sína. „Hún hefur bakað kökurnar í afmælinu sínu í mörg ár,” segir hún en Anna Kolbrún hefur bakað fyrir veislur, skírnir og fyrirtæki. Mamma hennar segir kökurnar afskaplega góðar. „Þær eru ekki bara fallegar – þær eru líka góðar.” Og loks er komið að stóra deginum – Anna Kolbrún fermist í dag eftir tveggja ára bið. Henni fannst biðin samt ekkert erfið en er spennt að fá að fermast, halda veisluna og að hitta fólkið sitt. Fréttastofa kíkti í heimsókn til mæðgnanna, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Fermingar Börn og uppeldi Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira