„Að flagna er fararheill“ sagði forsetinn um Freyju Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2021 21:51 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, virðir fyrir sér nýja varðskipið ásamt Svavari Pálssyni, sýslumanni Norðurlands eystra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. KMU Koma varðskipsins Freyju í flota Landhelgisgæslunnar gjörbreytir björgunar- og öryggismálum Gæslunnar, að mati forstjóra hennar. Skipið muni gegna mikilvægu hlutverki í öryggi á norðurslóðum. Forseti Íslands og margmenni tóku á móti Freyju þegar hún sigldi í heimahöfn sína í fyrsta skipti á Siglufirði í dag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Freyju koma inn á Siglufjörð á öðrum tímanum í dag eftir fjögurra sólarhringa siglingu frá Hollandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir en síðasta áfangann með Freyju sigldu björgunarskipið Sigurvin og varðskipið Týr, sem núna lýkur nærri hálfrar aldar þjónustu við landsmenn. Varðskipið Freyja að koma að bryggju á Siglufirði í dag. Vel sést hvernig málningin hefur flagnað af stefninu. Slökkviliðs-, björgunarsveita-, lögreglu- og sjúkrabílar mynda heiðursfylkingu á bryggjunni.KMU Siglfirðingar og nærsveitungar fjölmenntu á bryggjuna þrátt fyrir norðaustan slydduhraglanda. Forseti Íslands, ráðherrar, alþingismenn og forystumenn bæjarfélaga voru í hópi þeirra sem tóku á móti þessu nýjasta fleyi Gæslunnar en mótttökuathöfnin hófst með ávarpi forseta Íslands. „Við fögnum komu nýs varðskips. Skipið lofar góðu, glæsilegt í alla staði, vel búið til björgunar- og gæslustarfa,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson. Tíu ár eru frá því varðskipið Þór kom til landsins. Freyja er álíka stór og vel búin en býr yfir mun meiri dráttargetu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, brosandi út að eyrum á bryggjunni í dag.KMU Forsetinn hafði orð á því að málningin á Freyju hefði flagnað af á leiðinni en sló því upp í grín þegar hann rifjaði upp að slíkt hið sama hefði einnig gerst þegar Óðinn og síðar Ægir komu til landsins. „Þannig að við segjum bara: Að flagna er fararheill,“ sagði forsetinn og uppskar hlátur viðstaddra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði aðeins níu mánuði frá því ákvörðun var tekin um kaup skipsins. „Og er þessi fósturlandsins Freyja nú komin til okkar. Ég ætla bara að segja: Til hamingju öll og velkomin Freyja til Siglufjarðar.“ Einar H. Valsson skipherra í brúnni á Freyju.Kristinn Gauti Gunnarsson Að ræðuhöldum loknum var viðstöddum boðið að skoða skipið með forsetann í broddi fylkingar. Í brúnni tók skipherrann, Einar H. Valsson, á móti gestum. „Við fengum á okkur svolítinn kalda á leiðinni og skipið hefur bara reynst virkilega vel og lofar virkilega góðu. Við erum að endurnýja 46 ára gamalt skip. Þetta skip er fjórum sinnum stærra og mun öflugra, með yfir 200 tonna dráttargetu miðað við 55 tonnum hjá Tý. Þannig að þetta er gífurlega stórt stökk í björgunargetu landsins,“ sagði Einar H. Valsson, skipherra á Freyju. Siglufjörður er ekki fyrsta heimahöfn varðskips utan Reykjavíkur. Það voru Vestmannaeyjar en árið 1919 keyptu Eyjamenn björgunarskipið Þór og fengu það árið 1920. Það var síðan gert að varðskipi og vopnað fallbyssu. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar.Kristinn Gauti Gunnarsson „Þetta er náttúrlega fyrst og fremst mikið gleðiefni,“ sagði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. „Í mörg ár hafa menn verið að tala um að auka viðbragð úti á landi. Augljóslega er þetta að verða mjög við þeim óskum. Fyrir mér er þetta fyrsti áfanginn í því að búa til aukið viðbragð við vá úti á landsbyggðinni,“ sagði bæjarstjórinn. „Þetta er gríðarlega mikill áfangi. Þetta gjörbreytir björgunar- og öryggismálum Landhelgisgæslunnar og færir okkur á annað stig. Að hafa skip á Siglufirði, eða hér fyrir norðan land, og annað í Reykjavík, það breytir öllu,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landhelgisgæslan Fjallabyggð Forseti Íslands Tengdar fréttir Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar marki tímamót í öryggisgæslu á Norðurslóðum Nýtt varðskipt bætist við flota Landhelgisgæslunnar í fyrsta sinn í áratug. Forstjóri Gæslunnar segir nýja varðskipið marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum. 6. nóvember 2021 12:12 Freyja kemur til landsins eftir langa bið Varðskipið Freyja mun koma í höfn á Siglufirði á hádegi í dag. Það verður í fyrsta sinn sem skipið leggst að bryggju í íslenskri lögsögu. 6. nóvember 2021 07:55 Nýja varðskipið lagt af stað til Siglufjarðar Freyja, nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar, lagði af stað til Íslands frá Rotterdam í Hollandi í dag. Skipið er væntanlegt til Sigulufjarðar á laugardag en það á að leysa varðskipið Tý af hólmi. 2. nóvember 2021 17:22 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Freyju koma inn á Siglufjörð á öðrum tímanum í dag eftir fjögurra sólarhringa siglingu frá Hollandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir en síðasta áfangann með Freyju sigldu björgunarskipið Sigurvin og varðskipið Týr, sem núna lýkur nærri hálfrar aldar þjónustu við landsmenn. Varðskipið Freyja að koma að bryggju á Siglufirði í dag. Vel sést hvernig málningin hefur flagnað af stefninu. Slökkviliðs-, björgunarsveita-, lögreglu- og sjúkrabílar mynda heiðursfylkingu á bryggjunni.KMU Siglfirðingar og nærsveitungar fjölmenntu á bryggjuna þrátt fyrir norðaustan slydduhraglanda. Forseti Íslands, ráðherrar, alþingismenn og forystumenn bæjarfélaga voru í hópi þeirra sem tóku á móti þessu nýjasta fleyi Gæslunnar en mótttökuathöfnin hófst með ávarpi forseta Íslands. „Við fögnum komu nýs varðskips. Skipið lofar góðu, glæsilegt í alla staði, vel búið til björgunar- og gæslustarfa,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson. Tíu ár eru frá því varðskipið Þór kom til landsins. Freyja er álíka stór og vel búin en býr yfir mun meiri dráttargetu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, brosandi út að eyrum á bryggjunni í dag.KMU Forsetinn hafði orð á því að málningin á Freyju hefði flagnað af á leiðinni en sló því upp í grín þegar hann rifjaði upp að slíkt hið sama hefði einnig gerst þegar Óðinn og síðar Ægir komu til landsins. „Þannig að við segjum bara: Að flagna er fararheill,“ sagði forsetinn og uppskar hlátur viðstaddra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði aðeins níu mánuði frá því ákvörðun var tekin um kaup skipsins. „Og er þessi fósturlandsins Freyja nú komin til okkar. Ég ætla bara að segja: Til hamingju öll og velkomin Freyja til Siglufjarðar.“ Einar H. Valsson skipherra í brúnni á Freyju.Kristinn Gauti Gunnarsson Að ræðuhöldum loknum var viðstöddum boðið að skoða skipið með forsetann í broddi fylkingar. Í brúnni tók skipherrann, Einar H. Valsson, á móti gestum. „Við fengum á okkur svolítinn kalda á leiðinni og skipið hefur bara reynst virkilega vel og lofar virkilega góðu. Við erum að endurnýja 46 ára gamalt skip. Þetta skip er fjórum sinnum stærra og mun öflugra, með yfir 200 tonna dráttargetu miðað við 55 tonnum hjá Tý. Þannig að þetta er gífurlega stórt stökk í björgunargetu landsins,“ sagði Einar H. Valsson, skipherra á Freyju. Siglufjörður er ekki fyrsta heimahöfn varðskips utan Reykjavíkur. Það voru Vestmannaeyjar en árið 1919 keyptu Eyjamenn björgunarskipið Þór og fengu það árið 1920. Það var síðan gert að varðskipi og vopnað fallbyssu. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar.Kristinn Gauti Gunnarsson „Þetta er náttúrlega fyrst og fremst mikið gleðiefni,“ sagði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. „Í mörg ár hafa menn verið að tala um að auka viðbragð úti á landi. Augljóslega er þetta að verða mjög við þeim óskum. Fyrir mér er þetta fyrsti áfanginn í því að búa til aukið viðbragð við vá úti á landsbyggðinni,“ sagði bæjarstjórinn. „Þetta er gríðarlega mikill áfangi. Þetta gjörbreytir björgunar- og öryggismálum Landhelgisgæslunnar og færir okkur á annað stig. Að hafa skip á Siglufirði, eða hér fyrir norðan land, og annað í Reykjavík, það breytir öllu,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landhelgisgæslan Fjallabyggð Forseti Íslands Tengdar fréttir Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar marki tímamót í öryggisgæslu á Norðurslóðum Nýtt varðskipt bætist við flota Landhelgisgæslunnar í fyrsta sinn í áratug. Forstjóri Gæslunnar segir nýja varðskipið marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum. 6. nóvember 2021 12:12 Freyja kemur til landsins eftir langa bið Varðskipið Freyja mun koma í höfn á Siglufirði á hádegi í dag. Það verður í fyrsta sinn sem skipið leggst að bryggju í íslenskri lögsögu. 6. nóvember 2021 07:55 Nýja varðskipið lagt af stað til Siglufjarðar Freyja, nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar, lagði af stað til Íslands frá Rotterdam í Hollandi í dag. Skipið er væntanlegt til Sigulufjarðar á laugardag en það á að leysa varðskipið Tý af hólmi. 2. nóvember 2021 17:22 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar marki tímamót í öryggisgæslu á Norðurslóðum Nýtt varðskipt bætist við flota Landhelgisgæslunnar í fyrsta sinn í áratug. Forstjóri Gæslunnar segir nýja varðskipið marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum. 6. nóvember 2021 12:12
Freyja kemur til landsins eftir langa bið Varðskipið Freyja mun koma í höfn á Siglufirði á hádegi í dag. Það verður í fyrsta sinn sem skipið leggst að bryggju í íslenskri lögsögu. 6. nóvember 2021 07:55
Nýja varðskipið lagt af stað til Siglufjarðar Freyja, nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar, lagði af stað til Íslands frá Rotterdam í Hollandi í dag. Skipið er væntanlegt til Sigulufjarðar á laugardag en það á að leysa varðskipið Tý af hólmi. 2. nóvember 2021 17:22