Innlent

Nýtt varð­skip Land­helgis­gæslunnar marki tíma­mót í öryggis­gæslu á Norður­slóðum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýja varðskipið Freyju marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýja varðskipið Freyju marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum. Vísir/Vilhelm

Nýtt varðskipt bætist við flota Landhelgisgæslunnar í fyrsta sinn í áratug. Forstjóri Gæslunnar segir nýja varðskipið marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum. 

Varðskipið Freyja lagði af stað frá Rotterdam til Íslands síðasta þriðjudag og mun leggja að bryggju á Siglufirði um hálf tvö í dag. Þar munu framámen taka á móti nýju varðskipi og áhöfn þess, eins og forseti Íslands, dómsmálaráðherra og bæjarstjóri Fjallabyggðar.

„Við tökum á móti skipinu með pompi og prakt og reiknum með að bæjarbúar taki þátt í því,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri 

Hann segir komu Freyju til landsins marka tímamót í sögu Landhelgisgæslunnar og öryggisgæslu á Norðurslóðum.

„Þetta er mikill og stór áfangi í öryggis- og björgunarmálum á Norðurslóðum og kannski áþreifanlegasta skref sem Ísland hefur tekið í þá átt að bæta í öryggi og björgunargetu á Norðurslóðum,“ segir Georg. 

„Það er ekki á hverjum degi sem Landhelgisgæslan fær nýtt skip. Þór, okkar nýjasta skip, er orðið tíu ára gamalt og þetta skip Freyja kemur til með að koma í staðin fyrir varðskipið Tý sem er orðið hartnær fimmtíu ára.“

Freyja við bryggju á Siglufirði.Vísir/Kristján Már

Freyja mun taka við keflinu af Tý um miðjan næsta mánuð og Týr loks leggja árar í bát eftir nær fimm áratuga þjónustu hjá Landhelgisgæslunni. Það er því nokkuð merkingarþrungið að Týr muni fylgja Freyju í höfn í dag.

„Já, það er vel við hæfi að Týr skuli fylgja Freyju inn til hafnar á Siglufirði þar sem Freyja tekur við keflinu um miðjan næsta mánuð og Týr hefur þjónað okkar í 46 ár, þannig að það er kominn tími til,“ sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×