Greta Thunberg segir loftslagsráðstefnuna mislukkaða Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2021 00:31 Baráttukonan Greta Thunberg lét leiðtoga heimsins aldeilis heyra það fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum í ræðu sem hún hélt fyrir þúsundir ungmenna og annarra í Glasgow í dag. Mynd/AP Loftslagsbaráttukonan unga Greta Thunberg sagði í ávarpi til þátttakenda í kröfugöngu í Glasgow að yfirstandandi loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, hefði mislukkast. Þúsundir gengu fylktu liði um borgina til að eggja leiðtoga heimsins til að taka alvöru skref til að bregðast við loftslagsvánni. BBC segir frá þessu. Mannfjöldinn safnaðist saman við George Square þar sem Thunberg lét vaða á súðum og sparaði ekki stóru orðin. Þúsundir slógust í för með Gretu Thunberg í Glasgow í dag til að mótmæla sinnuleysi ráðamanna heimsins í loftslagsmálum. Kröfugangan hófst sem framtak barna og ungmenna en vatt upp á sig.Mynd/AP „Það er ekkert launungarmál að COP26 hefur mislukkast. Það ætti að vera öllum ljóst að við leysum ekki þennan vanda með sömu meðulum og komu okkur í þessa stöðu til að byrja með.“ This morning in Glasgow, at a #ClimateStrike where 10,000 were expected to show up...a crowd of 100,000+ marched through the streets demanding #ClimateAction. https://t.co/XUahZukMRO— Alexandria Villaseñor is at COP26! (@AlexandriaV2005) November 5, 2021 Hún bætti svo við: „Við þurfum að draga úr árlegum útblæstri tafarlaust og með afgerandi hætti, af áður óþekktri stærðargráðu.“ „Fólkið sem situr í valdastólum má halda sig í sinni loftbólu með ímynduðum hlutum eins og óendanlegum hagvexti á plánetu sem vex ekki, og tæknilausnum sem eiga að birtast upp úr þurru og þurrka út vandann eins og ekkert sé.“ Á meðan brenni heimurinn og fólkið í eldlínunni beri hitann of þungann af erfiðleikunum sem fylgja. Hún sagði ráðstefnuna vera tveggja vikna veislu ráðafólks, fyrir blaður og óbreytt ástand. „Við vitum vel að keisararnir okkar eru ekki í neinum fötum!“ Skotland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03 Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Þúsundir gengu fylktu liði um borgina til að eggja leiðtoga heimsins til að taka alvöru skref til að bregðast við loftslagsvánni. BBC segir frá þessu. Mannfjöldinn safnaðist saman við George Square þar sem Thunberg lét vaða á súðum og sparaði ekki stóru orðin. Þúsundir slógust í för með Gretu Thunberg í Glasgow í dag til að mótmæla sinnuleysi ráðamanna heimsins í loftslagsmálum. Kröfugangan hófst sem framtak barna og ungmenna en vatt upp á sig.Mynd/AP „Það er ekkert launungarmál að COP26 hefur mislukkast. Það ætti að vera öllum ljóst að við leysum ekki þennan vanda með sömu meðulum og komu okkur í þessa stöðu til að byrja með.“ This morning in Glasgow, at a #ClimateStrike where 10,000 were expected to show up...a crowd of 100,000+ marched through the streets demanding #ClimateAction. https://t.co/XUahZukMRO— Alexandria Villaseñor is at COP26! (@AlexandriaV2005) November 5, 2021 Hún bætti svo við: „Við þurfum að draga úr árlegum útblæstri tafarlaust og með afgerandi hætti, af áður óþekktri stærðargráðu.“ „Fólkið sem situr í valdastólum má halda sig í sinni loftbólu með ímynduðum hlutum eins og óendanlegum hagvexti á plánetu sem vex ekki, og tæknilausnum sem eiga að birtast upp úr þurru og þurrka út vandann eins og ekkert sé.“ Á meðan brenni heimurinn og fólkið í eldlínunni beri hitann of þungann af erfiðleikunum sem fylgja. Hún sagði ráðstefnuna vera tveggja vikna veislu ráðafólks, fyrir blaður og óbreytt ástand. „Við vitum vel að keisararnir okkar eru ekki í neinum fötum!“
Skotland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03 Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03
Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13