Landspítalinn á hættustig Þorgils Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 18:07 Landspítalinn var færður á hættustig í dag. Vísir/Vilhelm Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi. Hættustigi er lýst yfir þegar atburður kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar, sem getur falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nú eru 1.082 einstaklingar í eftirliti COVID göngudeildar. Þrír sjúklingar liggja á gjörgæsludeild, allir í öndunarvél og einn í hjarta- og lungnavél. Á smitsjúkdómadeild eru nú 13 sjúklingar og nálgast deildin hratt þolmörk. Byrjað er að huga að flutningi sjúklinga frá lungnadeild til að skapa rými þar fyrir COVID sjúklinga en búast má við a.m.k. þremur innlögnum á dag að jafnaði næstu daga. Í tilkynningunni er leitt líkum að því að mikill og vaxandi fjöldi smita undanfarið muni skila talsverðum fjölda innlagna á næstu vikum. Legutími óbólusettra sjúklinga og þeirra sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda sé nokkuð lengri en þeirra sem eru fullbólusettir og því er erfitt að spá um flæði sjúklinga, en gott flæði sé lykillinn að því að hafa vís legurými á hverjum degi. Þegar spítalinn er færður á hættustig er dregið úr valkvæðri starfsemi (aðgerðum, inngripum, göngudeildarþjónustu). Með því móti losni um eitthvað af starfsfólki sem getur þá komið til liðs við COVID-deildirnar. Einnig skapist svigrúm á legudeildum. Spítalinn mun meðal annars grípa til eftirfarandi úrræða: 1. Vegna fjölda smita sem hafa borist inn á spítalann með gestum á undanförnum dögum og vikum telur farsóttanefnd einboðið að setja á heimsóknarbann frá og með miðnætti. Eins og áður veita forsvarsmenn deilda nauðsynlegar undanþágur. 2. Leyfi sjúklinga eru aðeins heimil ef þau eru nauðsynlegur undirbúningur útskriftar og/eða hluti endurhæfingar. Leyfi er þá bundið við einn stað og að viðkomandi hitti fáa. 3. Fundir hvers konar skulu haldnir sem fjarfundir. 4. Aldrei verður hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi persónubundinna sóttvarna, réttrar grímunotkunar og að fara strax í sýnatöku ef einkenna verður vart. Þetta eru þau verkfæri sem við eigum, þekkjum og eru auðveld í notkun. Áfram er grímuskylda og eins metra regla. Þegar gríma er tekin niður til að matast gildir tveggja metra regla. 5. Þá er starfsfólk eindregið hvatt til að fara í örvunarbólusetningu. Gögn sýna að örvun bætir mótefnasvarið verulega og það hjálpar við að takast á við delta afbrigði veirunnar. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans munu funda daglega næstu daga og gefa út tilkynningar að fundi loknum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hættustigi er lýst yfir þegar atburður kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar, sem getur falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nú eru 1.082 einstaklingar í eftirliti COVID göngudeildar. Þrír sjúklingar liggja á gjörgæsludeild, allir í öndunarvél og einn í hjarta- og lungnavél. Á smitsjúkdómadeild eru nú 13 sjúklingar og nálgast deildin hratt þolmörk. Byrjað er að huga að flutningi sjúklinga frá lungnadeild til að skapa rými þar fyrir COVID sjúklinga en búast má við a.m.k. þremur innlögnum á dag að jafnaði næstu daga. Í tilkynningunni er leitt líkum að því að mikill og vaxandi fjöldi smita undanfarið muni skila talsverðum fjölda innlagna á næstu vikum. Legutími óbólusettra sjúklinga og þeirra sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda sé nokkuð lengri en þeirra sem eru fullbólusettir og því er erfitt að spá um flæði sjúklinga, en gott flæði sé lykillinn að því að hafa vís legurými á hverjum degi. Þegar spítalinn er færður á hættustig er dregið úr valkvæðri starfsemi (aðgerðum, inngripum, göngudeildarþjónustu). Með því móti losni um eitthvað af starfsfólki sem getur þá komið til liðs við COVID-deildirnar. Einnig skapist svigrúm á legudeildum. Spítalinn mun meðal annars grípa til eftirfarandi úrræða: 1. Vegna fjölda smita sem hafa borist inn á spítalann með gestum á undanförnum dögum og vikum telur farsóttanefnd einboðið að setja á heimsóknarbann frá og með miðnætti. Eins og áður veita forsvarsmenn deilda nauðsynlegar undanþágur. 2. Leyfi sjúklinga eru aðeins heimil ef þau eru nauðsynlegur undirbúningur útskriftar og/eða hluti endurhæfingar. Leyfi er þá bundið við einn stað og að viðkomandi hitti fáa. 3. Fundir hvers konar skulu haldnir sem fjarfundir. 4. Aldrei verður hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi persónubundinna sóttvarna, réttrar grímunotkunar og að fara strax í sýnatöku ef einkenna verður vart. Þetta eru þau verkfæri sem við eigum, þekkjum og eru auðveld í notkun. Áfram er grímuskylda og eins metra regla. Þegar gríma er tekin niður til að matast gildir tveggja metra regla. 5. Þá er starfsfólk eindregið hvatt til að fara í örvunarbólusetningu. Gögn sýna að örvun bætir mótefnasvarið verulega og það hjálpar við að takast á við delta afbrigði veirunnar. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans munu funda daglega næstu daga og gefa út tilkynningar að fundi loknum.
1. Vegna fjölda smita sem hafa borist inn á spítalann með gestum á undanförnum dögum og vikum telur farsóttanefnd einboðið að setja á heimsóknarbann frá og með miðnætti. Eins og áður veita forsvarsmenn deilda nauðsynlegar undanþágur. 2. Leyfi sjúklinga eru aðeins heimil ef þau eru nauðsynlegur undirbúningur útskriftar og/eða hluti endurhæfingar. Leyfi er þá bundið við einn stað og að viðkomandi hitti fáa. 3. Fundir hvers konar skulu haldnir sem fjarfundir. 4. Aldrei verður hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi persónubundinna sóttvarna, réttrar grímunotkunar og að fara strax í sýnatöku ef einkenna verður vart. Þetta eru þau verkfæri sem við eigum, þekkjum og eru auðveld í notkun. Áfram er grímuskylda og eins metra regla. Þegar gríma er tekin niður til að matast gildir tveggja metra regla. 5. Þá er starfsfólk eindregið hvatt til að fara í örvunarbólusetningu. Gögn sýna að örvun bætir mótefnasvarið verulega og það hjálpar við að takast á við delta afbrigði veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira