Veltir fyrir sér hvort Sancho og Grealish væru betur settir hjá hinu Manchester-liðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2021 08:00 Jadon Sancho og Jack Grealish í leik með enska landsliðinu. Mike Egertonl/Getty Images Manchester City og Manchester United festu bæði kaup á enskum landsliðsmönnum í sumar. Jack Grealish kom til Man City frá Aston Villa og Jadon Sancho kom til Man Utd frá Borussia Dortmund. Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Ef til vill er ósanngjarnt að setja Grealish og Sancho í sama flokk þessa stundina þar sem annar fær þó allavega að spila hjá sínu liði. Jonathan Wilson, penni hjá The Guardian, veltir fyrir sér hvort leikmennirnir væru betur settir ef þeir væru í hinu Manchester-liðinu. With Sancho struggling at United and Grealish yet really to excel at City, could it be they joined the wrong clubs?https://t.co/WUzP472Ybr— Jonathan Wilson (@jonawils) November 5, 2021 Grealish hefur spilað töluvert með Man City á leiktíðinni en ekki alveg fundið taktinn, í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur hann skorað eitt mark og lagt upp tvö til viðbótar. Þá hefur hann spilað fjóra leiki í Meistaradeild Evrópu, þar hefur hann skorað eitt og lagt upp annað. Wilson bendir á að þegar lið Pep Guardiola þurfti mark gegn Crystal Palace, París Saint-Germain og Liverpool var Grealish tekinn af velli. Markið hans í deildinni kom í 5-0 sigri á Norwich á meðan stoðsendingarnar komu í 5-0 sigri á Arsenal og 4-1 sigri á Brighton & Hove Albion. Sancho fær ekki nema nokkrar mínútur hér og þar í liði Ole Gunnar Solskjær og hefur ekki enn komið að marki í rauðri treyju Manchester United. Baráttan um Manchester verður háð í hádeginu óvíst er hvort þessir tveir rándýru leikmenn muni geta sett mark sitt á leikinn, í bókstaflegri merkingu. Wilson bendir á að það sé þó óþarfi að hafa áhyggjur af Grealish þar sem það tekur nýja vængmenn í liðum Pep Guardiola oftar en ekki dágóðan tíma að finna taktinn. Það er hins vegar áhyggjuefni að João Cancelo – sem hefur aðeins spilað 149 mínútur í deildinni til þessa – hefur átt fleiri snertingar á sóknarþriðjungi heldur en Grealish. Pep Guardiola hefur engar áhyggjur og mögulega er Grealish að gera nákvæmlega það sem hann á að gera. Það sem gerði hann hins vegar að svona mögnuðum leikmanni hjá Aston Villa, þessi ótrúlegu hlaup með boltann og snilldar augnablik virðast mögulega horfin. "I think that they've joined the wrong clubs" @jonawils has an interesting take on Grealish and Sancho's underwhelming starts to the season Do you agree? pic.twitter.com/9brdTQ8HTk— WhoScored.com (@WhoScored) November 5, 2021 Hinum megin í borginni fá sóknarþenkjandi leikmenn hins vegar leyfi til að gera nær hvað sem þeim dettur í hug. Það er eitthvað sem Sancho hefur átt erfitt með að aðlagast. Hjá Dortmund var hann hluti af liði sem spilaði mjög skipulagðan sóknarleik. Nú er hann í liði þar sem allt byggist á einstaklingsgæðum og leikmenn fá frjálsræði til að gera það sem þeir vilja sóknarlega. Það má vel vera að báðir leikmenn aðlagist á endanum en sem stendur virðist mögulega sem að Manchester-liðin séu með rangan enskan landsliðsmann í sínum röðum Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Ef til vill er ósanngjarnt að setja Grealish og Sancho í sama flokk þessa stundina þar sem annar fær þó allavega að spila hjá sínu liði. Jonathan Wilson, penni hjá The Guardian, veltir fyrir sér hvort leikmennirnir væru betur settir ef þeir væru í hinu Manchester-liðinu. With Sancho struggling at United and Grealish yet really to excel at City, could it be they joined the wrong clubs?https://t.co/WUzP472Ybr— Jonathan Wilson (@jonawils) November 5, 2021 Grealish hefur spilað töluvert með Man City á leiktíðinni en ekki alveg fundið taktinn, í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur hann skorað eitt mark og lagt upp tvö til viðbótar. Þá hefur hann spilað fjóra leiki í Meistaradeild Evrópu, þar hefur hann skorað eitt og lagt upp annað. Wilson bendir á að þegar lið Pep Guardiola þurfti mark gegn Crystal Palace, París Saint-Germain og Liverpool var Grealish tekinn af velli. Markið hans í deildinni kom í 5-0 sigri á Norwich á meðan stoðsendingarnar komu í 5-0 sigri á Arsenal og 4-1 sigri á Brighton & Hove Albion. Sancho fær ekki nema nokkrar mínútur hér og þar í liði Ole Gunnar Solskjær og hefur ekki enn komið að marki í rauðri treyju Manchester United. Baráttan um Manchester verður háð í hádeginu óvíst er hvort þessir tveir rándýru leikmenn muni geta sett mark sitt á leikinn, í bókstaflegri merkingu. Wilson bendir á að það sé þó óþarfi að hafa áhyggjur af Grealish þar sem það tekur nýja vængmenn í liðum Pep Guardiola oftar en ekki dágóðan tíma að finna taktinn. Það er hins vegar áhyggjuefni að João Cancelo – sem hefur aðeins spilað 149 mínútur í deildinni til þessa – hefur átt fleiri snertingar á sóknarþriðjungi heldur en Grealish. Pep Guardiola hefur engar áhyggjur og mögulega er Grealish að gera nákvæmlega það sem hann á að gera. Það sem gerði hann hins vegar að svona mögnuðum leikmanni hjá Aston Villa, þessi ótrúlegu hlaup með boltann og snilldar augnablik virðast mögulega horfin. "I think that they've joined the wrong clubs" @jonawils has an interesting take on Grealish and Sancho's underwhelming starts to the season Do you agree? pic.twitter.com/9brdTQ8HTk— WhoScored.com (@WhoScored) November 5, 2021 Hinum megin í borginni fá sóknarþenkjandi leikmenn hins vegar leyfi til að gera nær hvað sem þeim dettur í hug. Það er eitthvað sem Sancho hefur átt erfitt með að aðlagast. Hjá Dortmund var hann hluti af liði sem spilaði mjög skipulagðan sóknarleik. Nú er hann í liði þar sem allt byggist á einstaklingsgæðum og leikmenn fá frjálsræði til að gera það sem þeir vilja sóknarlega. Það má vel vera að báðir leikmenn aðlagist á endanum en sem stendur virðist mögulega sem að Manchester-liðin séu með rangan enskan landsliðsmann í sínum röðum
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira