Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 13:07 Vísindamenn Pfizer segja lyfið veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða vegna Covid-19. Þetta eru ekki pillurnar sem um ræðir. Getty/Pavlo Gonchar Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. Smitaðir myndu taka lyfið í pilluformi í fimm daga og á það að koma í veg fyrir að kórónuveiran geti fjölgað sér. Flest öll önnur lyf gegn Covid-19 eru veitt í æð. 775 óbólusettir aðilar tóku þátt í rannsókn Pfizer. Minna en eitt prósent þeirra sem tóku lyfið þurftu á sjúkrahús og enginn dó. Innan hópsins sem fékk lyfleysu þurftu sjö prósent á sjúkrahús og sjö dóu. Rannsókn Pfizer verður kynnt eftirlitsstofnunum samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þá vilja forsvarsmenn fyrirtækisins að notkun lyfsins verði heimiluðu eins fljótt og auðið er. Ákvörðun um það gæti legið fyrir nokkrum vikum eftir að Pfizer sækir um heimild. Kalla lyfið Paxlovid Fáist leyfi ætlar Pfizer að selja lyfið undir nafninu Paxlovid. Það tilheyrir flokki lyfja sem hafa gerbylt meðferð við HIV og lifrarbólgu C. Lyfjafyrirtæki um heiminn allan hafa lagt mikið púður í þróun lyfja sem þessara við Covid-19. Eins og sagt er í frétt Washington Post eru veirulyfin ekki ætluð til þess að koma í veg fyrir að fólk smitist af Covid-19. Bóluefni eru besta vörnin gegn því. Þessi lyf á að nota þegar fólk veikist. Ríkisstjórn Bretlands heimilaði í gær notkun veirulyfsins molnupiravir en það á einnig að draga verulega úr alvarlegum veikindum og dauða. Það lyf er framleitt af Merck. Sjá einnig: Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Í viðtali við AP segir Dr. Mikael Dolsten, æðsti vísindamaður Pfizer, að vísindamennirnir hafi bundið miklar vonir við lyfið en sjaldgæft sé að sjá lyf með jafn mikla virknir og Paxlovid. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Smitaðir myndu taka lyfið í pilluformi í fimm daga og á það að koma í veg fyrir að kórónuveiran geti fjölgað sér. Flest öll önnur lyf gegn Covid-19 eru veitt í æð. 775 óbólusettir aðilar tóku þátt í rannsókn Pfizer. Minna en eitt prósent þeirra sem tóku lyfið þurftu á sjúkrahús og enginn dó. Innan hópsins sem fékk lyfleysu þurftu sjö prósent á sjúkrahús og sjö dóu. Rannsókn Pfizer verður kynnt eftirlitsstofnunum samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þá vilja forsvarsmenn fyrirtækisins að notkun lyfsins verði heimiluðu eins fljótt og auðið er. Ákvörðun um það gæti legið fyrir nokkrum vikum eftir að Pfizer sækir um heimild. Kalla lyfið Paxlovid Fáist leyfi ætlar Pfizer að selja lyfið undir nafninu Paxlovid. Það tilheyrir flokki lyfja sem hafa gerbylt meðferð við HIV og lifrarbólgu C. Lyfjafyrirtæki um heiminn allan hafa lagt mikið púður í þróun lyfja sem þessara við Covid-19. Eins og sagt er í frétt Washington Post eru veirulyfin ekki ætluð til þess að koma í veg fyrir að fólk smitist af Covid-19. Bóluefni eru besta vörnin gegn því. Þessi lyf á að nota þegar fólk veikist. Ríkisstjórn Bretlands heimilaði í gær notkun veirulyfsins molnupiravir en það á einnig að draga verulega úr alvarlegum veikindum og dauða. Það lyf er framleitt af Merck. Sjá einnig: Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Í viðtali við AP segir Dr. Mikael Dolsten, æðsti vísindamaður Pfizer, að vísindamennirnir hafi bundið miklar vonir við lyfið en sjaldgæft sé að sjá lyf með jafn mikla virknir og Paxlovid.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira