Arkadiusz Milik kom Marseille yfir gegn Lazio af vítapunktinum eftir rúmlega háfltíma leik áður en Felipe Anderson jafnaði metin á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri háflleiks.
Ciro Immobile kom gestunum í Lazio í 2-1 á 49. mínútu, en Dimitri Payet jafnaði metin fyrir Marseille á 82. mínútu og þar við sat.
Lazio er nú í öðru sæti riðilsins með fimm stig eftir fjóra leiki, einu stigi meira en Marseille sem situr í þriðja sæti.
⏱️ 90+4' That's it from the @orangevelodrome. All even after an exhilarating match.
— Olympique de Marseille 🇬🇧 🇺🇸 (@OM_English) November 4, 2021
Onward, Olympiens.#OMLazio | #UEL pic.twitter.com/u0QjbO0pB5
Elías Rafn Ólafsson þurfti að sætta sig við bekkjarsetu er lið hans, Midtjylland, vann mikilvægan 1-0 útisigur gegn Rauðu Stjörnunni í F-riðli.
Heimamenn í Rauðu Stjörnunni þurftu sð spila manni færri í tæpar 80 mínútur eftir að Milos Degenek fékk að líta beint rautt spjald á 12. mínútu.
Guelor Kanga skoraði eina mark leiksins, en hann varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Marko Gobeljic fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt í uppbótartíma, og Rauða Stjarnan endaði leikinn því með níu leikmenn á vellinum.
Midtjylland er nú í þriðja sæti riðilsins með fimm stig, tveimur stigum á eftir Rauðu Stjörnunni, þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni.
Vi henter en 1-0-sejr mod Crvena zvezda på udebane og tre vigtige point i gruppespillet 💪
— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) November 4, 2021
Kampreferat og statistik fra opgøret 👇#CZVFCM | #UEL
Úrslit kvöldsins
C-riðill
Leicester 1-1 Spartak Moscow
D-riðill
Royal Antwerp 0-3 Fenerbache
E-riðill
Marseille 2-2 Lazio
F-riðill
Rauða Stjarnan 0-1 Midthylland
SC Braga 4-2 Ludogorets Razgrad
G-riðill
Bayer Leverkusen 4-0 Real Betis
Ferencvaros 2-3 Celtic
H-riðill
Dinamo Zagreb 3-1 Rapid Vín