Finnur Freyr: Geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir Árni Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2021 20:31 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfarai Valsmanna, var virkilega sáttur við sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Valur vann gífurlega sterkan sigur á Stjörnunni í Mathús Garðabæjar höllinni fyrr í kvöld 79-91. Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, var ánægður með marga hluti í leik sinna manna en hann má vera það líka. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er fyrsti sigur Vals á útivelli, í þremur tilraunum og í fyrsta sinn sem þeir ná að skora yfir 70 stig í þessum þremur leikjum sem hafa verið leiknir úti. Leikurinn í dag var jafn í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta rúlluðu gestirnir ðyfir andstæðinga sína og var Finnur spurður að því hvað hann sæi ða hafi gerst hjá liðinu hans. „Við náðum að binda saman körfur og stopp. Við náðum fjölmörgum stoppum í röð og vorum að ná að stýra þeim í skot sem þeir vilja ekki taka og fráköstuðum vel. Þeir ná 12 sóknarfráköstum þá er það bara mjög gott miðað við að þeir ná í 20 þannig í leik hingað til. Virkilega ánægður með það og virkilega ánægður með að ná að keyra upp hraðann á móti þeim.“ Var það eitthvað sérstakt sem Finnur sá í fari sinna leikmanna sem hefur kannski ekki verið hingað til, sérstaklega á útivelli? „Mér fannst leikmenn mínir nálgast þennan leik af mikilli virðingu, krafti og fókus. Við höfum verið ósáttir við það hvernig við komum inn í leikinn á móti Blikum um daginn þar sem við vorum að klikka á því sem við ætluðum að leggja upp með. Fókusinn hefur ekki verið góðu hingað til og við töluðum um það fyrir leik en mér fannst við allir vera læstir inn í dag. Þó að þeir hafi byrjað á skotsýningu í dag, þeir komust í 14-2, þá kom aldrei neitt hik á okkur og fókusinn var til staðar í dag.“ Eins og Finnur kom inn á þá byrjuðu Stjörnumenn mjög sterkt og þurfti hann að brenna leikhléi þegar einungis 2:22 voru liðnar af leiknum. Var það eitthvað sérstakt sem hann sagði við sína menn í leikhléinu? „Við þurftum bara aðeins að ná andanum, endurstilla okkur og halda áfram að einbeita okkur. Við töluðum um það sem þeir voru að gera á móti okkur en það eru bara svo geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir. Það var gaman að sjá stráka eins og Pablo [Bertone], Kára [Jónsson] og Callum [Lawson] sýna sitt rétta andlit og svo var þetta stórkostleg frammistaða hjá Kristófer Acox líka.“ Að lokum velti blaðamaður upp þeirri spurning hvort eitthvað væri að frétta af leikmannamálum hjá Val en það styttist í lok leikmannagluggans sem skellur aftur þann 15. nóvember. Það væri nefnilega áhugavert að sjá góðan erlendan leikmann koma sem púsl inn í þetta lið. „Já já, Svenni [Sveinn Búi Mikaelson] og Benedikt [Gröndal] komu með geggjaðar innkomur. Lögðu sitt af mörkum varnarlega og voru að ná í fráköst til dæmis, þannig að það er hægt að tala um einhverja leikmenn en ég er bara mjög ánægður með þetta lið sem ég er með núna og við leyfum einhverjum öðrum að spá í hinu.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Leikurinn í dag var jafn í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta rúlluðu gestirnir ðyfir andstæðinga sína og var Finnur spurður að því hvað hann sæi ða hafi gerst hjá liðinu hans. „Við náðum að binda saman körfur og stopp. Við náðum fjölmörgum stoppum í röð og vorum að ná að stýra þeim í skot sem þeir vilja ekki taka og fráköstuðum vel. Þeir ná 12 sóknarfráköstum þá er það bara mjög gott miðað við að þeir ná í 20 þannig í leik hingað til. Virkilega ánægður með það og virkilega ánægður með að ná að keyra upp hraðann á móti þeim.“ Var það eitthvað sérstakt sem Finnur sá í fari sinna leikmanna sem hefur kannski ekki verið hingað til, sérstaklega á útivelli? „Mér fannst leikmenn mínir nálgast þennan leik af mikilli virðingu, krafti og fókus. Við höfum verið ósáttir við það hvernig við komum inn í leikinn á móti Blikum um daginn þar sem við vorum að klikka á því sem við ætluðum að leggja upp með. Fókusinn hefur ekki verið góðu hingað til og við töluðum um það fyrir leik en mér fannst við allir vera læstir inn í dag. Þó að þeir hafi byrjað á skotsýningu í dag, þeir komust í 14-2, þá kom aldrei neitt hik á okkur og fókusinn var til staðar í dag.“ Eins og Finnur kom inn á þá byrjuðu Stjörnumenn mjög sterkt og þurfti hann að brenna leikhléi þegar einungis 2:22 voru liðnar af leiknum. Var það eitthvað sérstakt sem hann sagði við sína menn í leikhléinu? „Við þurftum bara aðeins að ná andanum, endurstilla okkur og halda áfram að einbeita okkur. Við töluðum um það sem þeir voru að gera á móti okkur en það eru bara svo geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir. Það var gaman að sjá stráka eins og Pablo [Bertone], Kára [Jónsson] og Callum [Lawson] sýna sitt rétta andlit og svo var þetta stórkostleg frammistaða hjá Kristófer Acox líka.“ Að lokum velti blaðamaður upp þeirri spurning hvort eitthvað væri að frétta af leikmannamálum hjá Val en það styttist í lok leikmannagluggans sem skellur aftur þann 15. nóvember. Það væri nefnilega áhugavert að sjá góðan erlendan leikmann koma sem púsl inn í þetta lið. „Já já, Svenni [Sveinn Búi Mikaelson] og Benedikt [Gröndal] komu með geggjaðar innkomur. Lögðu sitt af mörkum varnarlega og voru að ná í fráköst til dæmis, þannig að það er hægt að tala um einhverja leikmenn en ég er bara mjög ánægður með þetta lið sem ég er með núna og við leyfum einhverjum öðrum að spá í hinu.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54