Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2021 10:51 Frá Langasandi á Akranesi, útivistarparadís Skagamanna. Vísir/Vilhelm Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. Stjórnendur Fjölbrautaskóla Vesturlands (FVA) ákváðu í gær að loka skólanum og skipta yfir í fjarkennslu fram að helgi vegna kórónuveirusmita sem hafi mögulega breiðst þar út. Á vef skólans kom fram að staðan á Akranesi væri alvarleg búist við því að mikill fjöldi fólks mæti í sýnatöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í gær. Svo virðist hafa verið tilfellið. 25 voru í einangrun á Skaganum í gær og nú sólarhring síðar er talan komin upp í 75. Skólum lokað Skagafréttir greina frá því að Bæjarráð Akraness hafi komist að þeirri niðurstöðu að fella niður alla starfsemi í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og frístundastarfi bæjarins föstudaginn 5. nóvember. „Vegna smita og sóttkvíar verður lágmarks starfsemi það sem eftir er dagsins í dag á stofnunum bæjarins og eru foreldrar beðnir um að gera ráðstarfanir til þess að sækja börn sín um hádegi í dag ef þess er nokkur kostur. Ef foreldrar hafa ekki tök á vegna vinnu sinnar að sækja ung börn sínum hádegi þá verður það leyst,“ segir á vef Skagafrétta. Eldri börn grunnskólanna verða send heim um hádegi. Allar íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍA falla niður í dag og fram yfir helgi í það minnsta. Þreksalnum í Jaðarsbökkum hefur einnig verið lokað. Móttöku einnota umbúða í Fjöliðjunni hefur verið lokað um óákveðinn tíma og Búkollu hefur einnig verið lokað um óákveðinn tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Stjórnendur Fjölbrautaskóla Vesturlands (FVA) ákváðu í gær að loka skólanum og skipta yfir í fjarkennslu fram að helgi vegna kórónuveirusmita sem hafi mögulega breiðst þar út. Á vef skólans kom fram að staðan á Akranesi væri alvarleg búist við því að mikill fjöldi fólks mæti í sýnatöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í gær. Svo virðist hafa verið tilfellið. 25 voru í einangrun á Skaganum í gær og nú sólarhring síðar er talan komin upp í 75. Skólum lokað Skagafréttir greina frá því að Bæjarráð Akraness hafi komist að þeirri niðurstöðu að fella niður alla starfsemi í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og frístundastarfi bæjarins föstudaginn 5. nóvember. „Vegna smita og sóttkvíar verður lágmarks starfsemi það sem eftir er dagsins í dag á stofnunum bæjarins og eru foreldrar beðnir um að gera ráðstarfanir til þess að sækja börn sín um hádegi í dag ef þess er nokkur kostur. Ef foreldrar hafa ekki tök á vegna vinnu sinnar að sækja ung börn sínum hádegi þá verður það leyst,“ segir á vef Skagafrétta. Eldri börn grunnskólanna verða send heim um hádegi. Allar íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍA falla niður í dag og fram yfir helgi í það minnsta. Þreksalnum í Jaðarsbökkum hefur einnig verið lokað. Móttöku einnota umbúða í Fjöliðjunni hefur verið lokað um óákveðinn tíma og Búkollu hefur einnig verið lokað um óákveðinn tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira