„Erfitt að spila á móti gömlum liðsfélögum“ Atli Arason skrifar 3. nóvember 2021 23:31 Kamilla Sól (t.h.) í leik með Njarðvík en hún lék áður með Keflavík. Vísir/Bára Dröfn Kamilla Sól Viktorsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, var ánægð með 77-70 sigur Njarðvíkur á Keflavík, sem var samt sem áður sérstakur fyrir hana. Kamilla Sól er uppalin í Keflavík og lék 6 leiki með liðinu á síðasta tímabili áður en hún skipti yfir til Njarðvíkur. „Þetta var sætur sigur en það var erfitt að spila á móti gömlum liðsfélögum og vinkonum mínum, það var smá áhugavert en sætur sigur,“ sagði Kamilla í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst það smá skrítið, sérstaklega því ég þekki þær svo vel en kannski er það bara betra að þekkja þær svona vel en þá veit maður hvernig á að dekka þær og þekkir inn á styrkleika þeirra og veikleika.“ Njarðvíkingar voru vel undirbúnar fyrir leikinn í kvöld gegn Keflavík en það var ekkert sem kom Kamillu á óvart í leik andstæðingana. „Nei í rauninni ekki. Við vissum nákvæmlega hver þeirra styrkleiki er, þær vilja leita að Dani [Wallen] undir körfunni og Anna Ingunn er mjög góð skyta sem leitar að skotinu. Við vildum helst stoppa það og það gekk svona vel,“ svaraði Kamilla, aðspurð af því hvort eitthvað hafi komið Njarðvíkingum á óvart í leikskipulagi Keflavíkur í kvöld. Kamilla var ekki í nokkrum vafa að öflugur varnarleikur hjá Njarðvík hafi verið það sem skilaði þeim sigri í kvöld. „Vörnin. Þær eru að meðaltali í 85 stigum í leik en við héldum þeim í 70 stigum þrátt fyrir að nokkrar körfur komu í lokin sem við hefðum átt að koma í veg fyrir. Vörnin okkar var frábær í dag og það er það sem vann leikinn,“ sagði Kamilla Sól Viktorsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Sjá meira
„Þetta var sætur sigur en það var erfitt að spila á móti gömlum liðsfélögum og vinkonum mínum, það var smá áhugavert en sætur sigur,“ sagði Kamilla í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst það smá skrítið, sérstaklega því ég þekki þær svo vel en kannski er það bara betra að þekkja þær svona vel en þá veit maður hvernig á að dekka þær og þekkir inn á styrkleika þeirra og veikleika.“ Njarðvíkingar voru vel undirbúnar fyrir leikinn í kvöld gegn Keflavík en það var ekkert sem kom Kamillu á óvart í leik andstæðingana. „Nei í rauninni ekki. Við vissum nákvæmlega hver þeirra styrkleiki er, þær vilja leita að Dani [Wallen] undir körfunni og Anna Ingunn er mjög góð skyta sem leitar að skotinu. Við vildum helst stoppa það og það gekk svona vel,“ svaraði Kamilla, aðspurð af því hvort eitthvað hafi komið Njarðvíkingum á óvart í leikskipulagi Keflavíkur í kvöld. Kamilla var ekki í nokkrum vafa að öflugur varnarleikur hjá Njarðvík hafi verið það sem skilaði þeim sigri í kvöld. „Vörnin. Þær eru að meðaltali í 85 stigum í leik en við héldum þeim í 70 stigum þrátt fyrir að nokkrar körfur komu í lokin sem við hefðum átt að koma í veg fyrir. Vörnin okkar var frábær í dag og það er það sem vann leikinn,“ sagði Kamilla Sól Viktorsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, að lokum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Sjá meira