Anton Sveinn synti í morgun á tímanum 57,98 sekúndum og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitunum sem fóru einnig fram í dag. Þar synti hann á 58,23 sekúndum og endaði því 16. sæti.
Á föstudag stingur Anton Sveinn sér til sunds er 200 metra bringusund fer fram. Hann keppir einnig í 50 metra bringusundi á mótinu.