Ótrúleg tölfræði Ronaldo: Man Utd væri með tvö stig án hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2021 19:00 Cristiano Ronaldo elskar að spila í Meistaradeild Evrópu. Chloe Knott/Getty Images Það má segja margt um Cristiando Ronaldo en eitt er víst, hann skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeild Evrópu. Án marka hans væri Manchester United með aðeins tvö stig að loknum fjórum umferðum. Mörk hans til þessa í keppninni má sjá neðst í fréttinni. Það varð uppi fótur og fit þegar Portúgalinn Cristiano Ronaldo samdi við Manchester United á nýjan leik nú undir lok sumars. Mikið hefur verið rætt um ágæti Ronaldo síðan hann gekk aftur í raðir Man United. it's official 7 @Cristiano#MUFC | #RonaldoReturns— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2021 Þessi 36 ára gamli leikmaður er af sumum talinn dragbítur þar sem hann hleypur ekki nóg, pressar ekki nægilega mikið og þar fram eftir götunum. Það má hins vegar alltaf bóka eitt, Ronaldo skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeildinni, keppni sem hann hefur unnið fimm sinnum á annars ótrúlegum ferli. Ronaldo var enn á ný bjargvættur Man United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Atalanta í Bergamo á Ítalíu í gærkvöld. Var hann einnig bjargvættur liðsins er Man Utd kom til baka eftir að hafa lent 0-2 undir á Old Trafford. Það kemur því ekki á óvart að þjálfari Atalanta sem og leikmenn liðsins virðast alveg komnir með upp í kok af Ronaldo og markaskorun hans. Or bloody Ronaldo. https://t.co/MQeTHdRZOV— Marten de Roon (@Dirono) November 3, 2021 Ef ekki væri fyrir mörk hans í keppninni væru lærisveinar Ole Gunnar Solskjær með aðeins tvö stig í F-riðli að loknum fjórum leikjum. Kominn með fimm mörk í fjórum leikjum Ronaldo kom Manchester United yfir er liðið heimsótti Young Boys í Sviss. Staðan var 1-1 er hann var tekinn af velli á 72. mínútu en heimamenn skoruðu sigurmarkið er fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Í næstu umferð kom Villareal á Old Trafford. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 53. mínútu en vinstri bakvörðurinn Alex Telles jafnaði metin sjö mínútum síðar. Aftur kom sigurmark á 95. mínútu leiksins, að þessu sinni sá Ronaldo til að sínir menn enduðu með stigin þrjú. Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal.EPA-EFE/Peter Powell Í næsta leik var komið að Atalanta að heimsækja Old Trafford. Gestirnir komust yfir og gott betur en það, þeir voru 2-0 yfir í hálfleik. Marcus Rashford minnkaði muninn, Harry Maguire jafnaði metin og hver annar en Ronaldo skoraði sigurmark heimamanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Í gær var komið að síðari leiknum gegn Atalanta, að þessu sinni á Ítalíu. Atalanta komst yfir snemma leiks en Ronaldo jafnaði eftir frábæran undirbúning Mason Greenwood og Bruno Fernandes undir lok fyrri hálfleiks, staðan 1-1 í hálfleik. Duván Zapata kom heimamönnum yfir á nýjan leik í síðari hálfleik en þegar komið var eina mínútu fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo glæsilegt mark og tryggði Man Utd stig sem og toppsæti riðilsins. Ronaldo í þann mund að tryggja Man Utd stig í Bergamo.Emilio Andreoli/Getty Images Þökk sé Ronaldo er Man Utd því á toppi F-riðils með 7 stig að loknum fjórum umferðum. Villareal – sem Man Utd mætir í næstu umferð á útivelli – er einnig með sjö stig, Atalanta er með fimm stig og Young Boys er á botninum með þrjú stig. Það er ljóst að ef Man Utd kemst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þá á liðið mörkum Cristiano Ronaldo það að þakka. Mörkin til þessa má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaður Ronaldo Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit þegar Portúgalinn Cristiano Ronaldo samdi við Manchester United á nýjan leik nú undir lok sumars. Mikið hefur verið rætt um ágæti Ronaldo síðan hann gekk aftur í raðir Man United. it's official 7 @Cristiano#MUFC | #RonaldoReturns— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2021 Þessi 36 ára gamli leikmaður er af sumum talinn dragbítur þar sem hann hleypur ekki nóg, pressar ekki nægilega mikið og þar fram eftir götunum. Það má hins vegar alltaf bóka eitt, Ronaldo skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeildinni, keppni sem hann hefur unnið fimm sinnum á annars ótrúlegum ferli. Ronaldo var enn á ný bjargvættur Man United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Atalanta í Bergamo á Ítalíu í gærkvöld. Var hann einnig bjargvættur liðsins er Man Utd kom til baka eftir að hafa lent 0-2 undir á Old Trafford. Það kemur því ekki á óvart að þjálfari Atalanta sem og leikmenn liðsins virðast alveg komnir með upp í kok af Ronaldo og markaskorun hans. Or bloody Ronaldo. https://t.co/MQeTHdRZOV— Marten de Roon (@Dirono) November 3, 2021 Ef ekki væri fyrir mörk hans í keppninni væru lærisveinar Ole Gunnar Solskjær með aðeins tvö stig í F-riðli að loknum fjórum leikjum. Kominn með fimm mörk í fjórum leikjum Ronaldo kom Manchester United yfir er liðið heimsótti Young Boys í Sviss. Staðan var 1-1 er hann var tekinn af velli á 72. mínútu en heimamenn skoruðu sigurmarkið er fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Í næstu umferð kom Villareal á Old Trafford. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 53. mínútu en vinstri bakvörðurinn Alex Telles jafnaði metin sjö mínútum síðar. Aftur kom sigurmark á 95. mínútu leiksins, að þessu sinni sá Ronaldo til að sínir menn enduðu með stigin þrjú. Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal.EPA-EFE/Peter Powell Í næsta leik var komið að Atalanta að heimsækja Old Trafford. Gestirnir komust yfir og gott betur en það, þeir voru 2-0 yfir í hálfleik. Marcus Rashford minnkaði muninn, Harry Maguire jafnaði metin og hver annar en Ronaldo skoraði sigurmark heimamanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Í gær var komið að síðari leiknum gegn Atalanta, að þessu sinni á Ítalíu. Atalanta komst yfir snemma leiks en Ronaldo jafnaði eftir frábæran undirbúning Mason Greenwood og Bruno Fernandes undir lok fyrri hálfleiks, staðan 1-1 í hálfleik. Duván Zapata kom heimamönnum yfir á nýjan leik í síðari hálfleik en þegar komið var eina mínútu fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo glæsilegt mark og tryggði Man Utd stig sem og toppsæti riðilsins. Ronaldo í þann mund að tryggja Man Utd stig í Bergamo.Emilio Andreoli/Getty Images Þökk sé Ronaldo er Man Utd því á toppi F-riðils með 7 stig að loknum fjórum umferðum. Villareal – sem Man Utd mætir í næstu umferð á útivelli – er einnig með sjö stig, Atalanta er með fimm stig og Young Boys er á botninum með þrjú stig. Það er ljóst að ef Man Utd kemst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þá á liðið mörkum Cristiano Ronaldo það að þakka. Mörkin til þessa má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaður Ronaldo Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira